Vekja athygli á bágri stöðu nepalskra kvenna með fjallgöngu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. nóvember 2024 23:37 Lobuche er 6119 metrar á hæð. Með Lukku og Soffíu í för eru nepölsku fjallgöngukonurnar Pasang Lhamu Sherpa Akita og Purnima Shrestha, leiðsögukonurnar Pasang Doma Sherpa og Jangmu Sherpa, og burðarkonurnar Ambika, Nirmala, Sumina og Hira. Hópur íslenskra og nepalskra fjallgöngukvenna gengu á dögunum upp á tindinn Lobuche í Himalayafjöllum til að vekja athygli á stöðu kvenna í Nepal og í fjallgöngugeiranum. Lobuche er rúmlega sex þúsund metra hár. Í fréttaskeyti frá hópnum segir að leiðangurinn hafi fengið heitið Climb for Change: Empowering Nepalese and Sherpa Women. Tilgangur ferðarinnar er að vekja athygli á bágborinni stöðu kvenna í Nepal. Í fréttaskeytinu segir að tækifæri til menntunar séu lítil í landinu og árlega séu mörg þúsund nepalskar konur gefnar eða seldar í mansal. Fjallgönguna tileinka þær öllum stelpum og konum sem vilja láta drauma sína rætast. Með ferðinni safna þær áheitum fyrir stúlkur í fjallasamfélaginu í Nepal með það að markmiði að þær geti fengið störf sem fjallgönguleiðsögukonur. Hópurinn kom við í grunnbúðum Everest. „Sherpaþjóðin ásamt fjölda annarra þjóðflokka býr í Kumbu dalnum við rætur hæstu fjalla heims í Himalaya. Ein helsta leið kvenna til að öðlast fjárhagslegt sjálfstæði er að taka þátt í ferðaþjónustu í kringum háfjallamennsku. Hingað til hefur það verið karlaheimur lokaður konum en nú eru fyrstu konurnar af Sherpaætt að komast inn í greinina og ryðja brautina fyrir aðrar konur,“ er haft eftir Soffíu S. Sigurgeirsdóttur, meðlimi í gönguhópnum. Ásamt Soffíu gengur Lukka Pálsdóttir og hópur nepalskra kvenna. Fram kemur að hópurinn sé kvennaleiðangur að öllu leyti, með þeim gangi kvenkyns leiðsögumenn, burðarkonur og fjallgöngukonur. Hópurinn náði upp á tind Lobuche East klukkan sjö í gærmorgun. Áheitasöfnunin stendur þó enn yfir, hægt er að lesa nánar um verkefnið og styrkja það hér. Nepal Jafnréttismál Ferðalög Íslendingar erlendis Fjallamennska Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Sjá meira
Í fréttaskeyti frá hópnum segir að leiðangurinn hafi fengið heitið Climb for Change: Empowering Nepalese and Sherpa Women. Tilgangur ferðarinnar er að vekja athygli á bágborinni stöðu kvenna í Nepal. Í fréttaskeytinu segir að tækifæri til menntunar séu lítil í landinu og árlega séu mörg þúsund nepalskar konur gefnar eða seldar í mansal. Fjallgönguna tileinka þær öllum stelpum og konum sem vilja láta drauma sína rætast. Með ferðinni safna þær áheitum fyrir stúlkur í fjallasamfélaginu í Nepal með það að markmiði að þær geti fengið störf sem fjallgönguleiðsögukonur. Hópurinn kom við í grunnbúðum Everest. „Sherpaþjóðin ásamt fjölda annarra þjóðflokka býr í Kumbu dalnum við rætur hæstu fjalla heims í Himalaya. Ein helsta leið kvenna til að öðlast fjárhagslegt sjálfstæði er að taka þátt í ferðaþjónustu í kringum háfjallamennsku. Hingað til hefur það verið karlaheimur lokaður konum en nú eru fyrstu konurnar af Sherpaætt að komast inn í greinina og ryðja brautina fyrir aðrar konur,“ er haft eftir Soffíu S. Sigurgeirsdóttur, meðlimi í gönguhópnum. Ásamt Soffíu gengur Lukka Pálsdóttir og hópur nepalskra kvenna. Fram kemur að hópurinn sé kvennaleiðangur að öllu leyti, með þeim gangi kvenkyns leiðsögumenn, burðarkonur og fjallgöngukonur. Hópurinn náði upp á tind Lobuche East klukkan sjö í gærmorgun. Áheitasöfnunin stendur þó enn yfir, hægt er að lesa nánar um verkefnið og styrkja það hér.
Nepal Jafnréttismál Ferðalög Íslendingar erlendis Fjallamennska Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Sjá meira