„Passar fullkomlega við svona félag“ Sindri Sverrisson skrifar 1. nóvember 2024 14:01 Ruben Amorim fær að kynnast mun meiri pressu sem stjóri Manchester United þó að pressan sé einnig ávallt mikil á stjóra Sporting Lissabon. Getty/Joao Rico Portúgalski fótboltamaðurinn Diogo Dalot er sannfærður um að landi hans, Ruben Amorim, eigi eftir að spjara sig vel sem knattspyrnustjóri Manchester United. Amorim hefur verið ráðinn stjóri United til næstu þriggja ára en tekur þó ekki alveg strax við. Hann er að ljúka sínum skyldum hjá Sporting Lissabon og tekur við United eftir tíu daga. Amorim er aðeins 39 ára en hefur gert Sporting að portúgölskum meistara tvívegis. Í fyrra skiptið lauk hann nítján ára bið félagsins eftir meistaratitlinum. „Hann er augljóslega stórkostlegur þjálfari. Með unglegt hugarfar en veit nákvæmlega hvað hann vill. Hann gerir miklar kröfur og ég held að hann passi fullkomlega við svona félag, þar sem kröfurnar eru mjög miklar. Ég vona innilega að við getum unnið [titla] saman,“ segir Dalot í viðtali við Sky Sports. "It's a perfect match for a club like this" 🙌Diogo Dalot on Ruben Amorim's appointment at Manchester United 👊 pic.twitter.com/5tzramn4zZ— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 1, 2024 „Úrvalsdeildin hentar Portúgölum. Við erum úr þannig menningu að við erum stöðugt að reyna að bæta okkur og berjast fyrir okkar tilveru, því við komum frá frekar fámennri þjóð. Stjórar og leikmenn hafa náð árangri í úrvalsdeildinni og ég vona að þetta verði eitt dæmið í viðbót um það. Ég er mjög spenntur fyrir að byrja að starfa með honum,“ segir Dalot. Diogo Dalot er kominn með stjóra sem talar portúgölsku.Getty/Michael Regan Ljóst er að óvíða, og mögulega hvergi, er pressan meiri á knattspyrnustjórum en hjá Manchester United vegna vinsælda um allan heim og þeirrar gríðarlegu athygli sem er á félaginu. Dalot er reiðubúinn að hjálpa Amorim að aðlagast breyttu umhverfi: „Þetta er auðvitað ólíkt. Hann kemur frá stóru félagi í Portúgal en ég segi alltaf að við það koma hingað þá fjórfaldist athyglin og pressan. Hann höndlaði þetta og rúmlega það hjá Sporting og ég er viss um að honum tekst það. Við gerum það öll saman sem lið; leikmenn, starfslið, stjórar og stjórn. Við munum hjálpa honum og hann mun hjálpa okkur.“ Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Fleiri fréttir Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Amorim hefur verið ráðinn stjóri United til næstu þriggja ára en tekur þó ekki alveg strax við. Hann er að ljúka sínum skyldum hjá Sporting Lissabon og tekur við United eftir tíu daga. Amorim er aðeins 39 ára en hefur gert Sporting að portúgölskum meistara tvívegis. Í fyrra skiptið lauk hann nítján ára bið félagsins eftir meistaratitlinum. „Hann er augljóslega stórkostlegur þjálfari. Með unglegt hugarfar en veit nákvæmlega hvað hann vill. Hann gerir miklar kröfur og ég held að hann passi fullkomlega við svona félag, þar sem kröfurnar eru mjög miklar. Ég vona innilega að við getum unnið [titla] saman,“ segir Dalot í viðtali við Sky Sports. "It's a perfect match for a club like this" 🙌Diogo Dalot on Ruben Amorim's appointment at Manchester United 👊 pic.twitter.com/5tzramn4zZ— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 1, 2024 „Úrvalsdeildin hentar Portúgölum. Við erum úr þannig menningu að við erum stöðugt að reyna að bæta okkur og berjast fyrir okkar tilveru, því við komum frá frekar fámennri þjóð. Stjórar og leikmenn hafa náð árangri í úrvalsdeildinni og ég vona að þetta verði eitt dæmið í viðbót um það. Ég er mjög spenntur fyrir að byrja að starfa með honum,“ segir Dalot. Diogo Dalot er kominn með stjóra sem talar portúgölsku.Getty/Michael Regan Ljóst er að óvíða, og mögulega hvergi, er pressan meiri á knattspyrnustjórum en hjá Manchester United vegna vinsælda um allan heim og þeirrar gríðarlegu athygli sem er á félaginu. Dalot er reiðubúinn að hjálpa Amorim að aðlagast breyttu umhverfi: „Þetta er auðvitað ólíkt. Hann kemur frá stóru félagi í Portúgal en ég segi alltaf að við það koma hingað þá fjórfaldist athyglin og pressan. Hann höndlaði þetta og rúmlega það hjá Sporting og ég er viss um að honum tekst það. Við gerum það öll saman sem lið; leikmenn, starfslið, stjórar og stjórn. Við munum hjálpa honum og hann mun hjálpa okkur.“
Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Fleiri fréttir Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira