Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 2. nóvember 2024 07:02 Vilborg Ása Guðjónsdóttir fjallaði um alþjóðastarf Alþingis í doktorsverkefninu sínu. Vísir Þingmenn og embættismenn segja alþjóðastarf ekki nægilega samræmt störfum Alþingis. Ferðalög í þágu alþjóðastarfs séu álitnar „fyllerís- og fríferðir“ í stað vinnuferða. Neikvætt álit almennings og þingmanna á alþjóðastarfi hefur áhrif á hvata alþingismanna að taka þátt. „Þetta er alls ekki ofið inn í störf þingsins með neinum hætti, þú tekur þér bara frí frá þínum daglegu störfum, frá þinginu, ef þú ætlar að sinna þessu og sinnir þar af leiðandi ekki raunverulega aðalstarfi þingmannsins sem er að starfa í nefndum þingsins, þú þarft að kalla inn varamann fyrir þig og stundum færðu ekki að kalla inn varamanninn ef ferðin er stutt og þá ertu ekki að sinna því starfi,“ segir viðmælandi í doktorsverkefni Vilborgar Ásu Guðjónsdóttir í alþjóðastjórnmálum. Vilborg ræddi við tvo embættismenn, sex fyrrverandi alþingismenn og átta sitjandi alþingismenn, þar af tvo ráðherra um alþjóðastarf á Alþingi. Hún hefur áður starfað sem ráðgjafi í alþjóðadeild Alþingis. Viðmælendurnir sögðu yfirstjórn þingsins líta á alþjóðastarf sem eins konar áhugamál þingmanna. Ferðalögin á fundi alþjóðlegra þingmannasamtaka séu álitnar „fyllerís- og fríferðir.“ Árangur af alþjóðastarfi færi því einungis eftir framtaki hvers og eins þingmanns. „Það er ennþá stemning gagnvart alþjóðastarfi, ennþá fullyrðingar að þetta séu bara fríferðir þingmanna og þar af leiðandi má ekki leyfa okkur að fara of mikið eða vera of dugleg í að taka þátt, þess vegna er okkur skammtaðir kvótar, hversu mikið við megum fara út.“ Neikvæð áhrif á pólitískan frama Álit almennings á alþjóðastarfi sé neikvætt og ýmsar ranghugmyndir séu uppi. Litið sé á ferðalög í þágu alþjóðastarfs sem lúxus og forréttindi. Almenningsálitið hefur samt sem áður mikil áhrif á starf á alþjóðavettvangi. „Ef þú ert bara að hugsa um kjörfylgi þitt fyrir næsta prófkjör að þá velurðu það að vera ekki í alþjóðastarfi, það mun aðeins taka athygli þína frá verkum sem fá athygli á Íslandi og er þar af leiðandi ekki gott fyrir þinn pólitíska frama,“ segir viðmælandi Vilborgar. Kjósendur á landsbyggðinni séu neikvæðari gagnvart alþjóðastarfinu en þeir sem kjósa á höfuðborgarsvæðinu. Landsbyggðarkjósendur vilja frekar að þingmennirnir sínir einbeiti sér alfarið að málefnum kjördæmisins í stað þess að taka þátt í alþjóðastarfi. Þingmennirnir sjá því engan pólitískan ávinning af því að taka þátt í starfinu og segja það hafa neikvæð áhrif á pólitískan frama. Viðmælendurnir bentu einnig á lítinn áhuga fjölmiðla á starfinu. „Umfjöllun og þekking á utanríkismálum skortir því miður dýpt á Íslandi,“ segir viðmælandi. Þarf að endurskoða starfið Flestir viðmælendur Vilborgar voru sammála um að endurskoða þyrfti alþjóðastarf Alþingis. Nú eru átta alþjóðanefndir starfandi en voru flestir sammála um að stofna þurfi eins konar yfiralþjóðanefnd sem yfir alþjóðastarfinu. „Einhver veginn getur maður tekið undir að sumir fundir eru algjör óþarfi, þú veist, maður hefur farið út og heyrðu ég fékk ekkert út úr þessum fundi,“ segir viðmælandi Vilborgar. Önnur lykilatriði væru aukið samstarf á milli löggjafarvaldsins og framkvæmdavaldsins ásamt aukins samstarfs milli alþjóðanefnda og fastanefnda. Vilborg kynnti doktorsverkefnið á ráðstefnunni Þjóðarspegilinn. Yfirskrift erindisins var „Þú ert alltaf í fríi í útlöndum í staðinn fyrir að vera heima að vinna.“ Vísindi Alþingi Utanríkismál Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
„Þetta er alls ekki ofið inn í störf þingsins með neinum hætti, þú tekur þér bara frí frá þínum daglegu störfum, frá þinginu, ef þú ætlar að sinna þessu og sinnir þar af leiðandi ekki raunverulega aðalstarfi þingmannsins sem er að starfa í nefndum þingsins, þú þarft að kalla inn varamann fyrir þig og stundum færðu ekki að kalla inn varamanninn ef ferðin er stutt og þá ertu ekki að sinna því starfi,“ segir viðmælandi í doktorsverkefni Vilborgar Ásu Guðjónsdóttir í alþjóðastjórnmálum. Vilborg ræddi við tvo embættismenn, sex fyrrverandi alþingismenn og átta sitjandi alþingismenn, þar af tvo ráðherra um alþjóðastarf á Alþingi. Hún hefur áður starfað sem ráðgjafi í alþjóðadeild Alþingis. Viðmælendurnir sögðu yfirstjórn þingsins líta á alþjóðastarf sem eins konar áhugamál þingmanna. Ferðalögin á fundi alþjóðlegra þingmannasamtaka séu álitnar „fyllerís- og fríferðir.“ Árangur af alþjóðastarfi færi því einungis eftir framtaki hvers og eins þingmanns. „Það er ennþá stemning gagnvart alþjóðastarfi, ennþá fullyrðingar að þetta séu bara fríferðir þingmanna og þar af leiðandi má ekki leyfa okkur að fara of mikið eða vera of dugleg í að taka þátt, þess vegna er okkur skammtaðir kvótar, hversu mikið við megum fara út.“ Neikvæð áhrif á pólitískan frama Álit almennings á alþjóðastarfi sé neikvætt og ýmsar ranghugmyndir séu uppi. Litið sé á ferðalög í þágu alþjóðastarfs sem lúxus og forréttindi. Almenningsálitið hefur samt sem áður mikil áhrif á starf á alþjóðavettvangi. „Ef þú ert bara að hugsa um kjörfylgi þitt fyrir næsta prófkjör að þá velurðu það að vera ekki í alþjóðastarfi, það mun aðeins taka athygli þína frá verkum sem fá athygli á Íslandi og er þar af leiðandi ekki gott fyrir þinn pólitíska frama,“ segir viðmælandi Vilborgar. Kjósendur á landsbyggðinni séu neikvæðari gagnvart alþjóðastarfinu en þeir sem kjósa á höfuðborgarsvæðinu. Landsbyggðarkjósendur vilja frekar að þingmennirnir sínir einbeiti sér alfarið að málefnum kjördæmisins í stað þess að taka þátt í alþjóðastarfi. Þingmennirnir sjá því engan pólitískan ávinning af því að taka þátt í starfinu og segja það hafa neikvæð áhrif á pólitískan frama. Viðmælendurnir bentu einnig á lítinn áhuga fjölmiðla á starfinu. „Umfjöllun og þekking á utanríkismálum skortir því miður dýpt á Íslandi,“ segir viðmælandi. Þarf að endurskoða starfið Flestir viðmælendur Vilborgar voru sammála um að endurskoða þyrfti alþjóðastarf Alþingis. Nú eru átta alþjóðanefndir starfandi en voru flestir sammála um að stofna þurfi eins konar yfiralþjóðanefnd sem yfir alþjóðastarfinu. „Einhver veginn getur maður tekið undir að sumir fundir eru algjör óþarfi, þú veist, maður hefur farið út og heyrðu ég fékk ekkert út úr þessum fundi,“ segir viðmælandi Vilborgar. Önnur lykilatriði væru aukið samstarf á milli löggjafarvaldsins og framkvæmdavaldsins ásamt aukins samstarfs milli alþjóðanefnda og fastanefnda. Vilborg kynnti doktorsverkefnið á ráðstefnunni Þjóðarspegilinn. Yfirskrift erindisins var „Þú ert alltaf í fríi í útlöndum í staðinn fyrir að vera heima að vinna.“
Vísindi Alþingi Utanríkismál Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira