Flokkshollusta á undanhaldi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. október 2024 21:02 Bryndís Nielsen er ráðgjafi hjá Athygli. vísir/einar Ráðgjafi segir flakk þingmanna á milli flokka meðal annars skýrast af því að lítill sem enginn munur er á milli stefnumála sumra flokka og flokkshollusta að einhverju leyti á undanhaldi. „Það er ekki glæpur að skipta um skoðun.“ Svona hljóðar gamall málsháttur sem virðist eiga vel við í aðdraganda kosninga nú þegar þónokkrir hafa skipt úr einum flokki í annan. Nýjasta útspilið er Lilja Rafney sem fer úr VG í Flokk fólksins, Jakob Frímann skiptir um lið og Bjarni Jónsson líka. Rósa Björk fór úr VG í Samfylkingu og aftur í VG og Sigríður Andersen úr einum flokk í annan. Jón Gnarr var á lista Samfylkingarinnar fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar en býður nú fram fyrir Viðreisn og svo væri hægt að halda lengi áfram og telja upp Tómas Ellert, Baldur Borgþórsson, Ólaf Guðmundsson og Evu Pandóru. Ef litið er nokkur ár aftur í tímann má rifja upp kanónur sem öll eiga það sameiginlegt að hafa skilið við einn flokk og samið við annan, eða stofnað nýjan flokk. Þeirra á meðal eru Þorgerður Katrín, Sigmundur Davíð, Andrés Ingi, Arnar Þór, Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti. Lítill sem enginn munur á flokkum Bryndís Nielsen, ráðgjafi hjá Athygli segir skýringu á flakki milli flokka eiga sér langan aðdraganda. Fyrir áratugum hafi fólk valið sér flokk eftir breiðari hugmyndafræðilegum línum. „Við vorum með miklu skýrari vinstri og hægri ás og þú mátaðir þínar pólitísku skoðanir við það. Svo hélt fólk sig við sinn flokk og hélt með honum eins og íþróttaliði.“ Og átti það við þegar fjórflokkakerfið var við lýði. Nú þegar fleiri en tíu flokkar eru í framboði sé munur milli flokka oft sáralítill og jafnvel enginn í ákveðnum málaflokkum. „Þannig það er miklu minna skref að færa sig til milli flokka en áður.“ Persónufylgi stjórnmálamanna geti skipt miklu máli og er með tilkomu samfélagsmiðla auðveldara fyrir þá að markaðssetja sig og byggja upp persónulegar vinsældir. „Með minnkandi flokkshollustu þá hefur traustið færst yfir á einstaklinga, fólk er frekar að fylgja pólitískum leiðtogum en flokkum.“ Erfitt að hverfa úr stjórnmálunum Líklega hafa aldrei fleiri sóst eftir því að verma þingsæti og virðast þingmenn frekar skipta um flokk en að hætta á þingi. Bryndís segir það líklega vegna ástríðu frambjóðenda á samfélagsmálum frekar en að kjörin heilli. „En svo má ekki gleyma því að stjórnmálin eru skemmtilegur vettvangur og það getur verið erfitt að hverfa af honum.“ Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
„Það er ekki glæpur að skipta um skoðun.“ Svona hljóðar gamall málsháttur sem virðist eiga vel við í aðdraganda kosninga nú þegar þónokkrir hafa skipt úr einum flokki í annan. Nýjasta útspilið er Lilja Rafney sem fer úr VG í Flokk fólksins, Jakob Frímann skiptir um lið og Bjarni Jónsson líka. Rósa Björk fór úr VG í Samfylkingu og aftur í VG og Sigríður Andersen úr einum flokk í annan. Jón Gnarr var á lista Samfylkingarinnar fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar en býður nú fram fyrir Viðreisn og svo væri hægt að halda lengi áfram og telja upp Tómas Ellert, Baldur Borgþórsson, Ólaf Guðmundsson og Evu Pandóru. Ef litið er nokkur ár aftur í tímann má rifja upp kanónur sem öll eiga það sameiginlegt að hafa skilið við einn flokk og samið við annan, eða stofnað nýjan flokk. Þeirra á meðal eru Þorgerður Katrín, Sigmundur Davíð, Andrés Ingi, Arnar Þór, Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti. Lítill sem enginn munur á flokkum Bryndís Nielsen, ráðgjafi hjá Athygli segir skýringu á flakki milli flokka eiga sér langan aðdraganda. Fyrir áratugum hafi fólk valið sér flokk eftir breiðari hugmyndafræðilegum línum. „Við vorum með miklu skýrari vinstri og hægri ás og þú mátaðir þínar pólitísku skoðanir við það. Svo hélt fólk sig við sinn flokk og hélt með honum eins og íþróttaliði.“ Og átti það við þegar fjórflokkakerfið var við lýði. Nú þegar fleiri en tíu flokkar eru í framboði sé munur milli flokka oft sáralítill og jafnvel enginn í ákveðnum málaflokkum. „Þannig það er miklu minna skref að færa sig til milli flokka en áður.“ Persónufylgi stjórnmálamanna geti skipt miklu máli og er með tilkomu samfélagsmiðla auðveldara fyrir þá að markaðssetja sig og byggja upp persónulegar vinsældir. „Með minnkandi flokkshollustu þá hefur traustið færst yfir á einstaklinga, fólk er frekar að fylgja pólitískum leiðtogum en flokkum.“ Erfitt að hverfa úr stjórnmálunum Líklega hafa aldrei fleiri sóst eftir því að verma þingsæti og virðast þingmenn frekar skipta um flokk en að hætta á þingi. Bryndís segir það líklega vegna ástríðu frambjóðenda á samfélagsmálum frekar en að kjörin heilli. „En svo má ekki gleyma því að stjórnmálin eru skemmtilegur vettvangur og það getur verið erfitt að hverfa af honum.“
Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira