Láki samdi við strák sem er nú einn heitasti framherji Evrópu Aron Guðmundsson skrifar 1. nóvember 2024 08:01 Þorlákur Árnason, sem var á dögunum ráðinn þjálfari karlaliðs ÍBV, samdi við Viktor Gyökeres á sínum tíma sem akademíustjóri sænska liðsins Brommapojkarna Vísir/Samsett mynd Viktor Gyökeres er eftirsóttasti framherji heims um þessar mundir og Þorláki Árnasyni óraði ekki fyrir því á sínum tíma, þegar að hann samdi við kappann í Svíþjóð, að hann myndi ná svona langt á sínum ferli. Þessi 26 ára gamli Svíi með ungversku ræturnar hefur raðað inn mörkum með liði Sporting Lissabon í Portúgal. Hann hóf ferilinn með sænska liðinu Brommapojkarna á sínum tíma og þar urðu á vegi hans tveir Íslendingar. Magni Fannberg og Þorlákur Árnason. Láki segir það ekki hafa hvarflað að sér á sínum tíma að Gyökeres gæti komist á þann stað sem að hann er á núna. „Magni Fannberg var að þjálfa hann í undir nítján ára liði Brommapojkarna og á sínum tíma, þegar að ég var akademíustjóri félagsins ákveð ég að það yrði samið við hann. Það er nú það eina sem ég get verið þekktur fyrir þó að ég hafi hitt hann, kynnst fjölskyldunni hans og allt það. Ég get ekki sagt það (að hann hafi búist við því að Gyökeres kæmist á þetta gæðastig á sínum ferli). Hann var þó með rosalega gott hugarfar og var frábær í ákveðnum hlutum. Það er oft þannig með bestu leikmennina að þeir eru ógeðslega góðir í fáum hlutum. Það er ekkert nauðsynlegt að vera góður í mörgu. Heldur hafði hann þetta knattrak og gat neglt boltanum í fjær skeytin. Það varð til þess að ég ákvað að semja við hann. Síðan var hann með rosalega gott bakland. Foreldra frá Ungverjalandi, ótrúlega jarðbundin og svo fékk hann, eins og margir sterkir leikmenn, að spila mjög snemma með meistaraflokki. Þannig að hann spilaði í liðinu hjá Magna þegar að hann var með Brommapojkarna í Superettunni, næst efstu deild í Svíþjóð. Spilaði fullt af leikjum þar og var síðan að mig minnir seldur til Brighton eftir það.“ Árin liðu og eftir veru hjá Brighton. Sem fól einnig í sér lánsdvalir hjá öðrum liðum á borð við Coventry City þar sem að Svíinn sló í gegn með því að skora fjörutíu og þrjú mörk og gefa sautjan stoðsendingar í yfir eitt hundrað leikjum, kom kallið frá Sporting Lissabon í Portúgal þar sem að Gyökeres hefur skorað 62 mörk og alls komið að 81 marki í 64 leikjum frá því að hann gekk til liðs við félagið í fyrra. Gyökeres varð portúgalskur meistari með Sporting á síðasta tímabili, varð markahæsti leikmaður efstu deildar og um leið valinn besti leikmaður deildarinnar það tímabilið. Frammistaða sem hefur varpað kastljósi stórliða á borð við Arsenal og Manchester City að Svíanum. Þá hugsa stuðningsmenn Manchester United sér nú gott til glóðarinnar. Því Rúben Amorim, þjálfari Gyökeres hjá Sporting er að fara taka við stjórnartaumunum á Old Trafford og spurning hvort að Svíinn fylgi með. Hvað sem gerist er það ekki spurning um hvort, heldur hvenær Gyökeres tekur næsta skref upp á við á sínum ferli að mati Láka sem varði undanförnu ári tólf í Portúgal sem þjálfari kvennalið Damaiense. „Nokkrir leikmenn sem ég vann með komu frá Sporting. Það eru eiginlega allir í Portúgal sem fylgja þremur stærstu liðunum; Sporting, Porto og Benfica. Ég hef aðeins kynnst honum (Gyökeres) í gegnum linsuna af því að vera í Portúgal. Hann er náttúrulega bara stærsta nafnið í fótboltanum í deildinni þar og fer á endanum í stærra lið.“ 10:03 Fréttin var uppfærð með upplýsingum um veru Gyökeres hjá Coventry City Portúgalski boltinn Portúgal Svíþjóð Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Enski boltinn Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Sjá meira
Þessi 26 ára gamli Svíi með ungversku ræturnar hefur raðað inn mörkum með liði Sporting Lissabon í Portúgal. Hann hóf ferilinn með sænska liðinu Brommapojkarna á sínum tíma og þar urðu á vegi hans tveir Íslendingar. Magni Fannberg og Þorlákur Árnason. Láki segir það ekki hafa hvarflað að sér á sínum tíma að Gyökeres gæti komist á þann stað sem að hann er á núna. „Magni Fannberg var að þjálfa hann í undir nítján ára liði Brommapojkarna og á sínum tíma, þegar að ég var akademíustjóri félagsins ákveð ég að það yrði samið við hann. Það er nú það eina sem ég get verið þekktur fyrir þó að ég hafi hitt hann, kynnst fjölskyldunni hans og allt það. Ég get ekki sagt það (að hann hafi búist við því að Gyökeres kæmist á þetta gæðastig á sínum ferli). Hann var þó með rosalega gott hugarfar og var frábær í ákveðnum hlutum. Það er oft þannig með bestu leikmennina að þeir eru ógeðslega góðir í fáum hlutum. Það er ekkert nauðsynlegt að vera góður í mörgu. Heldur hafði hann þetta knattrak og gat neglt boltanum í fjær skeytin. Það varð til þess að ég ákvað að semja við hann. Síðan var hann með rosalega gott bakland. Foreldra frá Ungverjalandi, ótrúlega jarðbundin og svo fékk hann, eins og margir sterkir leikmenn, að spila mjög snemma með meistaraflokki. Þannig að hann spilaði í liðinu hjá Magna þegar að hann var með Brommapojkarna í Superettunni, næst efstu deild í Svíþjóð. Spilaði fullt af leikjum þar og var síðan að mig minnir seldur til Brighton eftir það.“ Árin liðu og eftir veru hjá Brighton. Sem fól einnig í sér lánsdvalir hjá öðrum liðum á borð við Coventry City þar sem að Svíinn sló í gegn með því að skora fjörutíu og þrjú mörk og gefa sautjan stoðsendingar í yfir eitt hundrað leikjum, kom kallið frá Sporting Lissabon í Portúgal þar sem að Gyökeres hefur skorað 62 mörk og alls komið að 81 marki í 64 leikjum frá því að hann gekk til liðs við félagið í fyrra. Gyökeres varð portúgalskur meistari með Sporting á síðasta tímabili, varð markahæsti leikmaður efstu deildar og um leið valinn besti leikmaður deildarinnar það tímabilið. Frammistaða sem hefur varpað kastljósi stórliða á borð við Arsenal og Manchester City að Svíanum. Þá hugsa stuðningsmenn Manchester United sér nú gott til glóðarinnar. Því Rúben Amorim, þjálfari Gyökeres hjá Sporting er að fara taka við stjórnartaumunum á Old Trafford og spurning hvort að Svíinn fylgi með. Hvað sem gerist er það ekki spurning um hvort, heldur hvenær Gyökeres tekur næsta skref upp á við á sínum ferli að mati Láka sem varði undanförnu ári tólf í Portúgal sem þjálfari kvennalið Damaiense. „Nokkrir leikmenn sem ég vann með komu frá Sporting. Það eru eiginlega allir í Portúgal sem fylgja þremur stærstu liðunum; Sporting, Porto og Benfica. Ég hef aðeins kynnst honum (Gyökeres) í gegnum linsuna af því að vera í Portúgal. Hann er náttúrulega bara stærsta nafnið í fótboltanum í deildinni þar og fer á endanum í stærra lið.“ 10:03 Fréttin var uppfærð með upplýsingum um veru Gyökeres hjá Coventry City
Portúgalski boltinn Portúgal Svíþjóð Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Enski boltinn Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Sjá meira