Gerrard tók við Al-Ettifaq í júlí 2023 og hefur því aðeins stýrt liðinu í rúmt ár. Árangurinn hefur ekki verið merkilegur. Al-Ettifaq endaði í 6. sæti sádiarabísku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og er í 10. sæti á þessu tímabili. Strákarnir hans Gerrards hafa aðeins unnið þrjá af fyrstu átta deildarleikjum sínum.
Bæði sparkspekingar og stuðningsmenn Al-Ettifaq hafa kallað eftir því að Gerrard segi af sér eftir þetta slaka gengi.
Þá voru nýleg ummæli Gerrards um að hann skipulegði æfingar Al-Ettifaq í kringum leiki síns gamla liðs, Liverpool, ekki að hjálpa honum.
Auk þess að stýra Al-Ettifaq hefur Gerrard verið við stjórnvölinn hjá Rangers og Aston Villa. Lítið gekk hjá Villa en hann gerði Rangers að skoskum meisturum.