Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2024 13:39 Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi hefur um ýmislegt að hugsa þessa dagana. Aðsend Íbúar í Ölfusi geta greitt atkvæði með eða á móti skipulagsbreytingum við höfnina í Þorlákshöfn vegna fyrirhugaðrar mölunarverksmiðju og hafnar. Íbúakosning hefst mánudaginn 25. nóvember. Íbúakosningunni var frestað á síðustu stundu í maí eftir athugasemdir landeldisfyrirtækisins First Water í grenndinni. Íbúar áttu að greiða atkvæði um deiliskipulag fyrir mölunarverksmiðju og höfn þýska fyrirtækisins Heidelberg í Keflavík við Þórshöfn í Ölfusi. Á aukafundi bæjarstjórnar var ákveðið að fresta atkvæðagreiðslunni, sem gerist afar sjaldan. Ákvörðunin var tekin eftir að bæjarstjórn barst fréf frá forstjóra landeldisfyrirtækisins First Water sem er með starfsstöðvar nálægt fyrirhugaðri mölunarverksmiðju. Í bréfinu lýsti forstjórinn áhyggjum af því að verksmiðjan væri svo nálægt eldisstöðvunum og algjörri andstöðu við byggingu mölunarverksmiðjunnar. Ker First Water í forgrunni. Til stendur að reisa mölunarverksmiðjuna aðeins vestur af starfsstöð First Water, til móts við hvítt hús Lýsis við Suðurstrandaveg. Í víkinni verður byggð höfn undir starfsemina. Elliði Vignisson bæjarstjóri sagði ekki annað verið hægt að gera en að fresta atkvæðagreiðslunni. Hann sagði nauðsynlegt að eiga samtal við First Water sem hyggur á framkvæmd fyrir rúmlega hundrað milljarða króna á næstu sex árum. First Water segir um að ræða stærstu einkaframkvæmd sögunnar á Íslandi. „Tekjur sveitarfélagsins gætu numið 700 miljónum á ári og það verða til sextíu til áttatíu störf sem greiða um eða yfir milljón á mánuði. Um leið eru þetta umhverfisáhrif, þetta er verksmiðja sem fer ekki framhjá neinum sem keyrir framhjá. Þannig það er mjög eðlilegt að um málið séu skiptar skoðanir,“ sagði Elliði. Fram kemur á vef Ölfus að verkfræðistofan Cowi hafi tekið að sér að rannsaka og leggja fram gögn er varðar þann varhug sem FirstWater galt varðandi ryk, hávaða og titring frá mölunarverksmiðju í Keflavík. Þeirri vinnu hafi miðað vel áfram. Verkfræðistofna Efla hafi verið fengin til að yfirfara gögnin og leggja mat á fagleg gæði þeirra. „Enn fremur að Efla leggi sérstakt mat á hvort að niðurstöður þessara rannsókna kalli á að Sveitarfélagið Ölfus óski eftir því að Skipulagsstofnun opni umhverfismat að nýju. Fulltrúar Eflu telja einsýnt að þeim takist að ljúka sinni vinnu þannig að gögn liggi fyrir vel áður en til íbúakosninga kemur í samræmi við lög þar að lútandi.“ Þá liggi fyrir að Det Norske Veritas hafi í nokkurn tíma unnið að hættumati fyrir Þorlákshöfn og vænta hafnar í Keflavík. Stefnt sé að því að gögn þar að lútandi liggi fyrir eigi síðar en 4. nóv. og geti því farið í kynningu samhliða gögnum frá Eflu. Bæjarstjórn Ölfuss leggur því til að boðað verði að nýju til bindandi íbúakosningar vegna mölunarverksmiðjunnar og hafnarinnar í Keflavík við Þorlákshöfn. Íbúum mun því gefast kostur á að kjósa um tillögurnar og verða svarmöguleikar eftirfarandi: Já (ég samþykki skipulagstillögurnar og þar með að fyrirtækið fái heimild til að reisa verksmiðjuna sem fjallað er um í áður auglýstum skipulagstillögum). eða Nei (ég hafna skipulagstillögunum og þar með að fyrirtækinu verði ekki heimilað að reisa verksmiðjuna sem fjallað er um í áður auglýstum skipulagstillögum). Ölfus Deilur um iðnað í Ölfusi Skipulag Námuvinnsla Fiskeldi Landeldi Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Íbúakosningunni var frestað á síðustu stundu í maí eftir athugasemdir landeldisfyrirtækisins First Water í grenndinni. Íbúar áttu að greiða atkvæði um deiliskipulag fyrir mölunarverksmiðju og höfn þýska fyrirtækisins Heidelberg í Keflavík við Þórshöfn í Ölfusi. Á aukafundi bæjarstjórnar var ákveðið að fresta atkvæðagreiðslunni, sem gerist afar sjaldan. Ákvörðunin var tekin eftir að bæjarstjórn barst fréf frá forstjóra landeldisfyrirtækisins First Water sem er með starfsstöðvar nálægt fyrirhugaðri mölunarverksmiðju. Í bréfinu lýsti forstjórinn áhyggjum af því að verksmiðjan væri svo nálægt eldisstöðvunum og algjörri andstöðu við byggingu mölunarverksmiðjunnar. Ker First Water í forgrunni. Til stendur að reisa mölunarverksmiðjuna aðeins vestur af starfsstöð First Water, til móts við hvítt hús Lýsis við Suðurstrandaveg. Í víkinni verður byggð höfn undir starfsemina. Elliði Vignisson bæjarstjóri sagði ekki annað verið hægt að gera en að fresta atkvæðagreiðslunni. Hann sagði nauðsynlegt að eiga samtal við First Water sem hyggur á framkvæmd fyrir rúmlega hundrað milljarða króna á næstu sex árum. First Water segir um að ræða stærstu einkaframkvæmd sögunnar á Íslandi. „Tekjur sveitarfélagsins gætu numið 700 miljónum á ári og það verða til sextíu til áttatíu störf sem greiða um eða yfir milljón á mánuði. Um leið eru þetta umhverfisáhrif, þetta er verksmiðja sem fer ekki framhjá neinum sem keyrir framhjá. Þannig það er mjög eðlilegt að um málið séu skiptar skoðanir,“ sagði Elliði. Fram kemur á vef Ölfus að verkfræðistofan Cowi hafi tekið að sér að rannsaka og leggja fram gögn er varðar þann varhug sem FirstWater galt varðandi ryk, hávaða og titring frá mölunarverksmiðju í Keflavík. Þeirri vinnu hafi miðað vel áfram. Verkfræðistofna Efla hafi verið fengin til að yfirfara gögnin og leggja mat á fagleg gæði þeirra. „Enn fremur að Efla leggi sérstakt mat á hvort að niðurstöður þessara rannsókna kalli á að Sveitarfélagið Ölfus óski eftir því að Skipulagsstofnun opni umhverfismat að nýju. Fulltrúar Eflu telja einsýnt að þeim takist að ljúka sinni vinnu þannig að gögn liggi fyrir vel áður en til íbúakosninga kemur í samræmi við lög þar að lútandi.“ Þá liggi fyrir að Det Norske Veritas hafi í nokkurn tíma unnið að hættumati fyrir Þorlákshöfn og vænta hafnar í Keflavík. Stefnt sé að því að gögn þar að lútandi liggi fyrir eigi síðar en 4. nóv. og geti því farið í kynningu samhliða gögnum frá Eflu. Bæjarstjórn Ölfuss leggur því til að boðað verði að nýju til bindandi íbúakosningar vegna mölunarverksmiðjunnar og hafnarinnar í Keflavík við Þorlákshöfn. Íbúum mun því gefast kostur á að kjósa um tillögurnar og verða svarmöguleikar eftirfarandi: Já (ég samþykki skipulagstillögurnar og þar með að fyrirtækið fái heimild til að reisa verksmiðjuna sem fjallað er um í áður auglýstum skipulagstillögum). eða Nei (ég hafna skipulagstillögunum og þar með að fyrirtækinu verði ekki heimilað að reisa verksmiðjuna sem fjallað er um í áður auglýstum skipulagstillögum).
Ölfus Deilur um iðnað í Ölfusi Skipulag Námuvinnsla Fiskeldi Landeldi Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira