Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2024 13:39 Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi hefur um ýmislegt að hugsa þessa dagana. Aðsend Íbúar í Ölfusi geta greitt atkvæði með eða á móti skipulagsbreytingum við höfnina í Þorlákshöfn vegna fyrirhugaðrar mölunarverksmiðju og hafnar. Íbúakosning hefst mánudaginn 25. nóvember. Íbúakosningunni var frestað á síðustu stundu í maí eftir athugasemdir landeldisfyrirtækisins First Water í grenndinni. Íbúar áttu að greiða atkvæði um deiliskipulag fyrir mölunarverksmiðju og höfn þýska fyrirtækisins Heidelberg í Keflavík við Þórshöfn í Ölfusi. Á aukafundi bæjarstjórnar var ákveðið að fresta atkvæðagreiðslunni, sem gerist afar sjaldan. Ákvörðunin var tekin eftir að bæjarstjórn barst fréf frá forstjóra landeldisfyrirtækisins First Water sem er með starfsstöðvar nálægt fyrirhugaðri mölunarverksmiðju. Í bréfinu lýsti forstjórinn áhyggjum af því að verksmiðjan væri svo nálægt eldisstöðvunum og algjörri andstöðu við byggingu mölunarverksmiðjunnar. Ker First Water í forgrunni. Til stendur að reisa mölunarverksmiðjuna aðeins vestur af starfsstöð First Water, til móts við hvítt hús Lýsis við Suðurstrandaveg. Í víkinni verður byggð höfn undir starfsemina. Elliði Vignisson bæjarstjóri sagði ekki annað verið hægt að gera en að fresta atkvæðagreiðslunni. Hann sagði nauðsynlegt að eiga samtal við First Water sem hyggur á framkvæmd fyrir rúmlega hundrað milljarða króna á næstu sex árum. First Water segir um að ræða stærstu einkaframkvæmd sögunnar á Íslandi. „Tekjur sveitarfélagsins gætu numið 700 miljónum á ári og það verða til sextíu til áttatíu störf sem greiða um eða yfir milljón á mánuði. Um leið eru þetta umhverfisáhrif, þetta er verksmiðja sem fer ekki framhjá neinum sem keyrir framhjá. Þannig það er mjög eðlilegt að um málið séu skiptar skoðanir,“ sagði Elliði. Fram kemur á vef Ölfus að verkfræðistofan Cowi hafi tekið að sér að rannsaka og leggja fram gögn er varðar þann varhug sem FirstWater galt varðandi ryk, hávaða og titring frá mölunarverksmiðju í Keflavík. Þeirri vinnu hafi miðað vel áfram. Verkfræðistofna Efla hafi verið fengin til að yfirfara gögnin og leggja mat á fagleg gæði þeirra. „Enn fremur að Efla leggi sérstakt mat á hvort að niðurstöður þessara rannsókna kalli á að Sveitarfélagið Ölfus óski eftir því að Skipulagsstofnun opni umhverfismat að nýju. Fulltrúar Eflu telja einsýnt að þeim takist að ljúka sinni vinnu þannig að gögn liggi fyrir vel áður en til íbúakosninga kemur í samræmi við lög þar að lútandi.“ Þá liggi fyrir að Det Norske Veritas hafi í nokkurn tíma unnið að hættumati fyrir Þorlákshöfn og vænta hafnar í Keflavík. Stefnt sé að því að gögn þar að lútandi liggi fyrir eigi síðar en 4. nóv. og geti því farið í kynningu samhliða gögnum frá Eflu. Bæjarstjórn Ölfuss leggur því til að boðað verði að nýju til bindandi íbúakosningar vegna mölunarverksmiðjunnar og hafnarinnar í Keflavík við Þorlákshöfn. Íbúum mun því gefast kostur á að kjósa um tillögurnar og verða svarmöguleikar eftirfarandi: Já (ég samþykki skipulagstillögurnar og þar með að fyrirtækið fái heimild til að reisa verksmiðjuna sem fjallað er um í áður auglýstum skipulagstillögum). eða Nei (ég hafna skipulagstillögunum og þar með að fyrirtækinu verði ekki heimilað að reisa verksmiðjuna sem fjallað er um í áður auglýstum skipulagstillögum). Ölfus Deilur um iðnað í Ölfusi Skipulag Námuvinnsla Fiskeldi Landeldi Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn „Ellilífeyrisþegar hafa það einna best í samfélaginu,“ segir ráðherra Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Sjá meira
Íbúakosningunni var frestað á síðustu stundu í maí eftir athugasemdir landeldisfyrirtækisins First Water í grenndinni. Íbúar áttu að greiða atkvæði um deiliskipulag fyrir mölunarverksmiðju og höfn þýska fyrirtækisins Heidelberg í Keflavík við Þórshöfn í Ölfusi. Á aukafundi bæjarstjórnar var ákveðið að fresta atkvæðagreiðslunni, sem gerist afar sjaldan. Ákvörðunin var tekin eftir að bæjarstjórn barst fréf frá forstjóra landeldisfyrirtækisins First Water sem er með starfsstöðvar nálægt fyrirhugaðri mölunarverksmiðju. Í bréfinu lýsti forstjórinn áhyggjum af því að verksmiðjan væri svo nálægt eldisstöðvunum og algjörri andstöðu við byggingu mölunarverksmiðjunnar. Ker First Water í forgrunni. Til stendur að reisa mölunarverksmiðjuna aðeins vestur af starfsstöð First Water, til móts við hvítt hús Lýsis við Suðurstrandaveg. Í víkinni verður byggð höfn undir starfsemina. Elliði Vignisson bæjarstjóri sagði ekki annað verið hægt að gera en að fresta atkvæðagreiðslunni. Hann sagði nauðsynlegt að eiga samtal við First Water sem hyggur á framkvæmd fyrir rúmlega hundrað milljarða króna á næstu sex árum. First Water segir um að ræða stærstu einkaframkvæmd sögunnar á Íslandi. „Tekjur sveitarfélagsins gætu numið 700 miljónum á ári og það verða til sextíu til áttatíu störf sem greiða um eða yfir milljón á mánuði. Um leið eru þetta umhverfisáhrif, þetta er verksmiðja sem fer ekki framhjá neinum sem keyrir framhjá. Þannig það er mjög eðlilegt að um málið séu skiptar skoðanir,“ sagði Elliði. Fram kemur á vef Ölfus að verkfræðistofan Cowi hafi tekið að sér að rannsaka og leggja fram gögn er varðar þann varhug sem FirstWater galt varðandi ryk, hávaða og titring frá mölunarverksmiðju í Keflavík. Þeirri vinnu hafi miðað vel áfram. Verkfræðistofna Efla hafi verið fengin til að yfirfara gögnin og leggja mat á fagleg gæði þeirra. „Enn fremur að Efla leggi sérstakt mat á hvort að niðurstöður þessara rannsókna kalli á að Sveitarfélagið Ölfus óski eftir því að Skipulagsstofnun opni umhverfismat að nýju. Fulltrúar Eflu telja einsýnt að þeim takist að ljúka sinni vinnu þannig að gögn liggi fyrir vel áður en til íbúakosninga kemur í samræmi við lög þar að lútandi.“ Þá liggi fyrir að Det Norske Veritas hafi í nokkurn tíma unnið að hættumati fyrir Þorlákshöfn og vænta hafnar í Keflavík. Stefnt sé að því að gögn þar að lútandi liggi fyrir eigi síðar en 4. nóv. og geti því farið í kynningu samhliða gögnum frá Eflu. Bæjarstjórn Ölfuss leggur því til að boðað verði að nýju til bindandi íbúakosningar vegna mölunarverksmiðjunnar og hafnarinnar í Keflavík við Þorlákshöfn. Íbúum mun því gefast kostur á að kjósa um tillögurnar og verða svarmöguleikar eftirfarandi: Já (ég samþykki skipulagstillögurnar og þar með að fyrirtækið fái heimild til að reisa verksmiðjuna sem fjallað er um í áður auglýstum skipulagstillögum). eða Nei (ég hafna skipulagstillögunum og þar með að fyrirtækinu verði ekki heimilað að reisa verksmiðjuna sem fjallað er um í áður auglýstum skipulagstillögum).
Ölfus Deilur um iðnað í Ölfusi Skipulag Námuvinnsla Fiskeldi Landeldi Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn „Ellilífeyrisþegar hafa það einna best í samfélaginu,“ segir ráðherra Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Sjá meira