Ekki nauðvörn og fimm ára dómur fyrir manndrápstilraun stendur Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2024 11:18 Hæstiréttur hafnaði áfrýjunarbeiðni Skúla Helgasonar sem dæmdur var í fimm ára fangelsi í maí. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni Skúla Helgasonar sem dæmdur var í fimm ára fangelsi í Landsrétti fyrir tilraun til manndráps með því að stinga mann ítekað með vasahníf. Maðurinn vildi meina að um neyðarvörn hafi verið að ræða og að Landsréttur hefði ekki tekið tillit til þess. Landsréttur þyngdi dóm yfir manninum í fimm ár í maí síðastliðinn, en í héraði hafði Skúli, sem er á fertugsaldri, verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi. Í málinu beitti Skúli fyrir sér neyðarvörn, sem Landsréttur féllst ekki á og taldi að Skúla hefði mátt vera ljóst að langlíklegast væri að bani hlytist af árásinni. Í dómum kom fram að Skúli hafi ítrekað stungið annan mann með vasahníf þannig að hann hafi hlotið stunguáverka, þar af einn sem náði inn í kviðarhol og í gegnum milta svo fjarlægja þurfti miltað, og annan sem olli loftbrjósti. Árás í gamlárspartýi Umrædd árás var gerð að morgni nýársdags 2020. Kom fram í dómi að Skúli hafi þar haldið samkvæmi á gamlárskvöld og einnig hjá nágranna hans, en gestir hafi þar farið á milli samkvæmanna. Skúli sagðist hafa neytt áfengis og verið undir töluverðum áhrifum en þó munað eftir rifrildi milli tveggja, sem einnig voru ákærðir í héraði. Hann hafi verið sleginn í gólfið í partíi nágrannans. Seinna hafi einn meðákærði og drengur sem Skúli þekkti ekki ruðst inn til hans með flöskur í hönd. Drengurinn hafi brotið flösku á andlitinu á honum og látið höggin dynja á honum. Hann hafi talið sig hafa dottið út í skamma stund og mundi ekki vel eftir kvöldinu. „[Skúli] mundi þó að hafa verið með lítinn vasahníf í buxnavasanum og hann hafi stungið drenginn, sem hann þekkti ekki, einu sinni,“ sagði í dómi. Ekki sammála Skúla Skúli byggði áfrýjun sína á að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur þar sem málsmeðferð fyrir dómi hefði verið stórlega ábótavant. Þá lyti áfrýjun að atriði sem hefði verulega almenna þýðingu og varði rétt manna til að verja sig fyrir ólögmætum árásum annarra. Hann sagði sömuleiðis rannsókn lögreglu hafa verið ábótavant. „Gefa verði neyðarvarnarsjónarmiðum meiri gaum og gera ítarlega grein fyrir þeim í heildarmati í niðurstöðu dóms,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar þar sem farið var yfir áfrýjunbeiðni Skúla. Hæstiréttur ákvað hins vegar að að virtum gögnum málsins yrði ekki séð að málið lyti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn. Þá byggi niðurstaða Landsréttar um sakfellingu á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar en það mat verði ekki endurskoðað fyrir Hæstarétti. Beiðninni sé því hafnað. Dómsmál Tengdar fréttir Reyndi að drepa mann eftir að upp úr sauð á gamlárskvöld Skúli Helgason, karlmaður á fertugsaldri, hefur verið dæmdur til fimm ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps, með því að stinga mann ítrekað. Í héraði hlaut hann aðeins þriggja og hálfs árs refsingu. 10. maí 2024 16:51 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira
Landsréttur þyngdi dóm yfir manninum í fimm ár í maí síðastliðinn, en í héraði hafði Skúli, sem er á fertugsaldri, verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi. Í málinu beitti Skúli fyrir sér neyðarvörn, sem Landsréttur féllst ekki á og taldi að Skúla hefði mátt vera ljóst að langlíklegast væri að bani hlytist af árásinni. Í dómum kom fram að Skúli hafi ítrekað stungið annan mann með vasahníf þannig að hann hafi hlotið stunguáverka, þar af einn sem náði inn í kviðarhol og í gegnum milta svo fjarlægja þurfti miltað, og annan sem olli loftbrjósti. Árás í gamlárspartýi Umrædd árás var gerð að morgni nýársdags 2020. Kom fram í dómi að Skúli hafi þar haldið samkvæmi á gamlárskvöld og einnig hjá nágranna hans, en gestir hafi þar farið á milli samkvæmanna. Skúli sagðist hafa neytt áfengis og verið undir töluverðum áhrifum en þó munað eftir rifrildi milli tveggja, sem einnig voru ákærðir í héraði. Hann hafi verið sleginn í gólfið í partíi nágrannans. Seinna hafi einn meðákærði og drengur sem Skúli þekkti ekki ruðst inn til hans með flöskur í hönd. Drengurinn hafi brotið flösku á andlitinu á honum og látið höggin dynja á honum. Hann hafi talið sig hafa dottið út í skamma stund og mundi ekki vel eftir kvöldinu. „[Skúli] mundi þó að hafa verið með lítinn vasahníf í buxnavasanum og hann hafi stungið drenginn, sem hann þekkti ekki, einu sinni,“ sagði í dómi. Ekki sammála Skúla Skúli byggði áfrýjun sína á að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur þar sem málsmeðferð fyrir dómi hefði verið stórlega ábótavant. Þá lyti áfrýjun að atriði sem hefði verulega almenna þýðingu og varði rétt manna til að verja sig fyrir ólögmætum árásum annarra. Hann sagði sömuleiðis rannsókn lögreglu hafa verið ábótavant. „Gefa verði neyðarvarnarsjónarmiðum meiri gaum og gera ítarlega grein fyrir þeim í heildarmati í niðurstöðu dóms,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar þar sem farið var yfir áfrýjunbeiðni Skúla. Hæstiréttur ákvað hins vegar að að virtum gögnum málsins yrði ekki séð að málið lyti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn. Þá byggi niðurstaða Landsréttar um sakfellingu á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar en það mat verði ekki endurskoðað fyrir Hæstarétti. Beiðninni sé því hafnað.
Dómsmál Tengdar fréttir Reyndi að drepa mann eftir að upp úr sauð á gamlárskvöld Skúli Helgason, karlmaður á fertugsaldri, hefur verið dæmdur til fimm ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps, með því að stinga mann ítrekað. Í héraði hlaut hann aðeins þriggja og hálfs árs refsingu. 10. maí 2024 16:51 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira
Reyndi að drepa mann eftir að upp úr sauð á gamlárskvöld Skúli Helgason, karlmaður á fertugsaldri, hefur verið dæmdur til fimm ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps, með því að stinga mann ítrekað. Í héraði hlaut hann aðeins þriggja og hálfs árs refsingu. 10. maí 2024 16:51