Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Lovísa Arnardóttir skrifar 31. október 2024 07:18 Margrét Ólafía Tómasdóttir er formaður Félags íslenskra heimilislækna. Félagið mótmælir nú útgáfu svokallaðra „fit to fly“ vottorða fyrir hælisleitendur. Vísir/Arnar Félag íslenskra heimilislækna hefur sent á félagsmenn sína og stjórnvöld ályktun og tilmæli um að heimilislæknar muni ekki gefa út svokölluð „fit to fly“ vottorð fyrir hælisleitendur sem á að vísa úr landi. Þau telji þau það stríða gegn siðareglum lækna og mannréttindasáttmálum. Þau vilja að reglugerð um vottorðin sé breytt. „Þetta eru mótmæli og tilmæli til okkar félagsmanna, og í raun árétting á siðareglum lækna,“ segir Margrét Ólafía Tómasdóttir formaður félagsins í samtali við fréttastofu. „Þetta eru þá tilmæli um að gefa þau ekki út og á sama tíma tilmæli til stjórnvalda um að breyta þessu verklagi hjá sér,“ segir Margrét Ólafía en fjallað er um vottorðin í reglugerð. Því þyrfti að breyta reglugerð til að breyta þessu verklagi, ekki lögum. „Við viljum helst ekki gefa út þessi vottorð. Þetta á ekki að vera á borði lækna,“ segir hún en að vegna þess að fjallað er um þetta í reglugerð geti læknar verið krafðir um að skrifa þau. „Það þarf reglugerðarbreytingu til þess að lagalega sé forsvaranlegt að hætta því en að sjálfsögðu megum við líka neita að gera hluti sem brjóta í bága við heilsufar skjólstæðinga okkar. Þetta er togsreita og við viljum árétta að það sé ekki nauðsynlegt að gera þetta.“ Læknar ekki landamæraverðir Margrét Ólafía segir þessi mótmæli íslenskra lækna ekki einsdæmi. Sænskir læknar hafi mótmælt þessu verklagi og hafi farið í mótmælagöngur vegna þess. „Við erum læknar en ekki landamæraverðir,“ segir Margrét Ólafía að hafi verið slagorð sænsku læknanna. Í ályktun heimilislækna segir að ekki sé hægt að krefjast þess að þeir gefi út svokölluð „fit to fly“ vottorð fyrir hælisleitendur sem á að vísa úr landi. Í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Félags íslenskra heimilislækna í október kemur fram að ekki sé hægt að krefjast þess af lækni að hann gefi út vottorð sem gera megi ráð fyrir að skaði velferð eða mannhelgi skjólstæðinga hans. Slík vottorð hafa oft komið til umræðu í málum fólk sem á að vísa úr landi. Sem dæmi var gefið út slíkt vottorð fyrir Yazan Tamimi í september þegar það átti að vísa honum úr landi og fyrir nígerísku konuna Blessing Newton sem var svo vísað úr landi í maí á þessu ári. „Mannúð er grundvallargildi í þeim siðareglum sem læknum er skylt að starfa eftir1, 2, 3. Þótt læknum sé skylt að gefa út vottorð sé þess óskað af sjúklingnum sjálfum, umboðsmanni hans eða yfirvöldum í vissum tilvikum, eru trúnaður og skyldur læknis fyrst og fremst bundnar skjólstæðingum hans og ber lækni að hafa velferð viðkomandi að leiðarljósi. Af þessu má ljóst vera að ekki er hægt að krefjast þess af lækni að gefa út vottorð sem gera má ráð fyrir að skaði velferð eða mannhelgi skjólstæðings hans,“ segir í ályktun aðalfundar heimilislækna sem hefur verið send á yfirvöld og fjölmiðla. Ráðleggingum lækna ekki fylgt Þar kemur jafnframt fram að heimilislæknar hafi í fjölmörg skipti gefið út slík vottorð þar sem kemur fram að heilsu og vellíðan skjólstæðinga þeirra sé ógnað af þvinguðum brottflutningi án þess að það hafi breytt ákvörðun yfirvalda um að neita viðkomandi um hæli á Íslandi. „Fundurinn leggst alfarið gegn því að læknar taki þátt í stjórnvaldsaðgerðum sem brjóta í bága við siðareglur lækna og alþjóðlega sáttmála um mannúð og mannréttindi og sömuleiðis öllum tilraunum til að bera álit læknis fyrir sig þegar ákvarðanir um slíkar aðgerðir eru teknar,“ segir að lokum í ályktuninni. Þar er svo vísað í siðareglur Læknafélags Íslands, Genfaryfirlýsinguna og Leiðbeiningar Embættis landlæknis um Góða starfshætti lækna þeim til stuðnings. Hælisleitendur Heilbrigðismál Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Brottflutningurinn óþægilegur en ekki ómannúðlegur Sigríður Andersen og Jón Steindór Valdimarsson ræddu mál albönsku konunnar sem var vísað úr landi á dögunum, gengin 36 vikur á leið. 10. nóvember 2019 15:30 Tók afrit af vottorðinu því flóttafólk þurfi alltaf að bera sönnunarbyrðina Elínborg Harpa Önundardóttir hefur unnið með fólki á flótta í þrjú ár. Hún segist hafa lært það mjög snemma að taka afrit af öllum skjölum og halda upplýsingum til haga. 6. nóvember 2019 14:13 Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
„Þetta eru mótmæli og tilmæli til okkar félagsmanna, og í raun árétting á siðareglum lækna,“ segir Margrét Ólafía Tómasdóttir formaður félagsins í samtali við fréttastofu. „Þetta eru þá tilmæli um að gefa þau ekki út og á sama tíma tilmæli til stjórnvalda um að breyta þessu verklagi hjá sér,“ segir Margrét Ólafía en fjallað er um vottorðin í reglugerð. Því þyrfti að breyta reglugerð til að breyta þessu verklagi, ekki lögum. „Við viljum helst ekki gefa út þessi vottorð. Þetta á ekki að vera á borði lækna,“ segir hún en að vegna þess að fjallað er um þetta í reglugerð geti læknar verið krafðir um að skrifa þau. „Það þarf reglugerðarbreytingu til þess að lagalega sé forsvaranlegt að hætta því en að sjálfsögðu megum við líka neita að gera hluti sem brjóta í bága við heilsufar skjólstæðinga okkar. Þetta er togsreita og við viljum árétta að það sé ekki nauðsynlegt að gera þetta.“ Læknar ekki landamæraverðir Margrét Ólafía segir þessi mótmæli íslenskra lækna ekki einsdæmi. Sænskir læknar hafi mótmælt þessu verklagi og hafi farið í mótmælagöngur vegna þess. „Við erum læknar en ekki landamæraverðir,“ segir Margrét Ólafía að hafi verið slagorð sænsku læknanna. Í ályktun heimilislækna segir að ekki sé hægt að krefjast þess að þeir gefi út svokölluð „fit to fly“ vottorð fyrir hælisleitendur sem á að vísa úr landi. Í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Félags íslenskra heimilislækna í október kemur fram að ekki sé hægt að krefjast þess af lækni að hann gefi út vottorð sem gera megi ráð fyrir að skaði velferð eða mannhelgi skjólstæðinga hans. Slík vottorð hafa oft komið til umræðu í málum fólk sem á að vísa úr landi. Sem dæmi var gefið út slíkt vottorð fyrir Yazan Tamimi í september þegar það átti að vísa honum úr landi og fyrir nígerísku konuna Blessing Newton sem var svo vísað úr landi í maí á þessu ári. „Mannúð er grundvallargildi í þeim siðareglum sem læknum er skylt að starfa eftir1, 2, 3. Þótt læknum sé skylt að gefa út vottorð sé þess óskað af sjúklingnum sjálfum, umboðsmanni hans eða yfirvöldum í vissum tilvikum, eru trúnaður og skyldur læknis fyrst og fremst bundnar skjólstæðingum hans og ber lækni að hafa velferð viðkomandi að leiðarljósi. Af þessu má ljóst vera að ekki er hægt að krefjast þess af lækni að gefa út vottorð sem gera má ráð fyrir að skaði velferð eða mannhelgi skjólstæðings hans,“ segir í ályktun aðalfundar heimilislækna sem hefur verið send á yfirvöld og fjölmiðla. Ráðleggingum lækna ekki fylgt Þar kemur jafnframt fram að heimilislæknar hafi í fjölmörg skipti gefið út slík vottorð þar sem kemur fram að heilsu og vellíðan skjólstæðinga þeirra sé ógnað af þvinguðum brottflutningi án þess að það hafi breytt ákvörðun yfirvalda um að neita viðkomandi um hæli á Íslandi. „Fundurinn leggst alfarið gegn því að læknar taki þátt í stjórnvaldsaðgerðum sem brjóta í bága við siðareglur lækna og alþjóðlega sáttmála um mannúð og mannréttindi og sömuleiðis öllum tilraunum til að bera álit læknis fyrir sig þegar ákvarðanir um slíkar aðgerðir eru teknar,“ segir að lokum í ályktuninni. Þar er svo vísað í siðareglur Læknafélags Íslands, Genfaryfirlýsinguna og Leiðbeiningar Embættis landlæknis um Góða starfshætti lækna þeim til stuðnings.
Hælisleitendur Heilbrigðismál Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Brottflutningurinn óþægilegur en ekki ómannúðlegur Sigríður Andersen og Jón Steindór Valdimarsson ræddu mál albönsku konunnar sem var vísað úr landi á dögunum, gengin 36 vikur á leið. 10. nóvember 2019 15:30 Tók afrit af vottorðinu því flóttafólk þurfi alltaf að bera sönnunarbyrðina Elínborg Harpa Önundardóttir hefur unnið með fólki á flótta í þrjú ár. Hún segist hafa lært það mjög snemma að taka afrit af öllum skjölum og halda upplýsingum til haga. 6. nóvember 2019 14:13 Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Brottflutningurinn óþægilegur en ekki ómannúðlegur Sigríður Andersen og Jón Steindór Valdimarsson ræddu mál albönsku konunnar sem var vísað úr landi á dögunum, gengin 36 vikur á leið. 10. nóvember 2019 15:30
Tók afrit af vottorðinu því flóttafólk þurfi alltaf að bera sönnunarbyrðina Elínborg Harpa Önundardóttir hefur unnið með fólki á flótta í þrjú ár. Hún segist hafa lært það mjög snemma að taka afrit af öllum skjölum og halda upplýsingum til haga. 6. nóvember 2019 14:13
Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03