Læknir hafi metið Yazan flugfæran Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. september 2024 10:46 Marín Þórsdóttir er verkefnastjóri hjá heimferða- og fylgdadeild ríkislögreglustjóra. Hún stýrir heimferðar- og fylgdardeildum ríkislögreglustjóra. Hún starfaði áður sem deildarstjóri hjá Rauða krossinum. Vísir/Vilhelm Verkefnastjóri heimferða- og fylgdadeildar Ríkislögreglustjóra segir að grænt ljós sé fengið hjá læknum veikra barna áður en þeim er fylgt úr landi. Þannig sé gengið úr skugga um að óhætt sé fyrir viðkomandi að ferðast. Lögreglumenn á vegum ríkislögreglustjóra voru sendir í Rjóðrið, hvíldarheimili fyrir langveik börn, seint á sunnudagskvöld. Þar var Yazan Tamimi, ellefu ára drengur frá Palestínu sem glímir við vöðvarýrnunarsjúkdóm, vakinn með það fyrir augum að flytja hann og móður hans úr landi. Um svipað leyti braust lögregla inn í húsnæði sem fjölskyldan hefur til afnota og handtók föður hans. Til stóð að fljúga fjölskyldunni til Spánar á grundvelli Dyflinnarsáttmálans. Þangað flaug fjölskyldan frá Palestínu áður en hún kom til Íslands árið 2023. Félagsmálaráðherra fór þess á leit að málið fengi frekari umræðu og ákvað dómsmálaráðherra að fresta brottvísun. Tilhögun ríkislögreglustjóra hefur vakið athygli og hefur formaður Duchenne-samtakanna hér á landi sagt geta verið hættulegt fyrir Yazan að ferðast til Spánar. Marín Þórsdóttir, verkefnastjóri heimferða- og fylgdadeildar hjá ríkislögreglustjóra, mætti í Kastljós í gærkvöldi til að ræða slíkan brottflutning. Þar sagði hún að ekki væri ráðist í slíkar aðgerðir nema með grænu ljósi frá lækni. „Þegar við erum með líkamlega veika einstaklinga þá er rætt við lækna. Ef þeir eru með lækna þá er rætt við þá. Ef þeir hafa ekki verið í læknismeðferð og talið er að hætta sé á, þá er fengið læknismat og gefið út svokallað „Fit to fly“-vottorð og það er gert,“ sagði Marín. Það lægi alltaf fyrir áður en farið væri í aðgerðir sem þessar. Nokkur hundruð manns hafa komið saman við Hverfisgötu í morgun þar sem ríkisstjórnin fundar. Vill hópurinn mótmæla meðferðinni á Yazan og kallar eftir að hann fái dvalarleyfi hér á landi. Mál Yazans Hælisleitendur Lögreglumál Tengdar fréttir Yazan mjög verkjaður og faðir hans brákaður Kristbjörg Arna Elínudóttir Þorvaldsdóttir aðstoðarkona Yazans hitti hann og fjölskyldu hans í gær. Hún er ein þeirra sem mótmælir fyrir utan fund ríkisstjórnarinnar á Hverfisgötu. Hún segir Yazan þreyttan eftir að hafa setið í hjólastól í sjö tíma í gær og faðir hans brákaðan eftir aðgerðir lögreglu. 17. september 2024 10:33 „Við viljum þetta ekki“ Mótmælendur á Hverfisgötu segja kröfu sína einfalda. Að Yazan og fjölskylda hans fái að vera á Íslandi. Það verði rof á þjónustu með brottflutningi til Spánar sem geti stytt ævi hans. Mótmælt hefur verið fyrir utan ríkisstjórnarinnar frá því klukkan átta í morgun. 17. september 2024 10:11 Hundruð mótmæla brottvísun Yazan Um tvö hundrað manns mótmæla fyrirhuguðum brottflutningi Yazan Tamini, ellefu ára langveiks drengs frá Palestínu, við Hverfisgötu. Ríkisstjórnin fundar þar núna í morgunsárið á sínum reglulega þriðjudagsfundi og er mál Yazans eitt þeirra sem er á dagskrá fundarins. Búið er að loka Hverfisgötunni við Lækjargötu vegna mótmælanna. 17. september 2024 08:24 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira
Lögreglumenn á vegum ríkislögreglustjóra voru sendir í Rjóðrið, hvíldarheimili fyrir langveik börn, seint á sunnudagskvöld. Þar var Yazan Tamimi, ellefu ára drengur frá Palestínu sem glímir við vöðvarýrnunarsjúkdóm, vakinn með það fyrir augum að flytja hann og móður hans úr landi. Um svipað leyti braust lögregla inn í húsnæði sem fjölskyldan hefur til afnota og handtók föður hans. Til stóð að fljúga fjölskyldunni til Spánar á grundvelli Dyflinnarsáttmálans. Þangað flaug fjölskyldan frá Palestínu áður en hún kom til Íslands árið 2023. Félagsmálaráðherra fór þess á leit að málið fengi frekari umræðu og ákvað dómsmálaráðherra að fresta brottvísun. Tilhögun ríkislögreglustjóra hefur vakið athygli og hefur formaður Duchenne-samtakanna hér á landi sagt geta verið hættulegt fyrir Yazan að ferðast til Spánar. Marín Þórsdóttir, verkefnastjóri heimferða- og fylgdadeildar hjá ríkislögreglustjóra, mætti í Kastljós í gærkvöldi til að ræða slíkan brottflutning. Þar sagði hún að ekki væri ráðist í slíkar aðgerðir nema með grænu ljósi frá lækni. „Þegar við erum með líkamlega veika einstaklinga þá er rætt við lækna. Ef þeir eru með lækna þá er rætt við þá. Ef þeir hafa ekki verið í læknismeðferð og talið er að hætta sé á, þá er fengið læknismat og gefið út svokallað „Fit to fly“-vottorð og það er gert,“ sagði Marín. Það lægi alltaf fyrir áður en farið væri í aðgerðir sem þessar. Nokkur hundruð manns hafa komið saman við Hverfisgötu í morgun þar sem ríkisstjórnin fundar. Vill hópurinn mótmæla meðferðinni á Yazan og kallar eftir að hann fái dvalarleyfi hér á landi.
Mál Yazans Hælisleitendur Lögreglumál Tengdar fréttir Yazan mjög verkjaður og faðir hans brákaður Kristbjörg Arna Elínudóttir Þorvaldsdóttir aðstoðarkona Yazans hitti hann og fjölskyldu hans í gær. Hún er ein þeirra sem mótmælir fyrir utan fund ríkisstjórnarinnar á Hverfisgötu. Hún segir Yazan þreyttan eftir að hafa setið í hjólastól í sjö tíma í gær og faðir hans brákaðan eftir aðgerðir lögreglu. 17. september 2024 10:33 „Við viljum þetta ekki“ Mótmælendur á Hverfisgötu segja kröfu sína einfalda. Að Yazan og fjölskylda hans fái að vera á Íslandi. Það verði rof á þjónustu með brottflutningi til Spánar sem geti stytt ævi hans. Mótmælt hefur verið fyrir utan ríkisstjórnarinnar frá því klukkan átta í morgun. 17. september 2024 10:11 Hundruð mótmæla brottvísun Yazan Um tvö hundrað manns mótmæla fyrirhuguðum brottflutningi Yazan Tamini, ellefu ára langveiks drengs frá Palestínu, við Hverfisgötu. Ríkisstjórnin fundar þar núna í morgunsárið á sínum reglulega þriðjudagsfundi og er mál Yazans eitt þeirra sem er á dagskrá fundarins. Búið er að loka Hverfisgötunni við Lækjargötu vegna mótmælanna. 17. september 2024 08:24 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira
Yazan mjög verkjaður og faðir hans brákaður Kristbjörg Arna Elínudóttir Þorvaldsdóttir aðstoðarkona Yazans hitti hann og fjölskyldu hans í gær. Hún er ein þeirra sem mótmælir fyrir utan fund ríkisstjórnarinnar á Hverfisgötu. Hún segir Yazan þreyttan eftir að hafa setið í hjólastól í sjö tíma í gær og faðir hans brákaðan eftir aðgerðir lögreglu. 17. september 2024 10:33
„Við viljum þetta ekki“ Mótmælendur á Hverfisgötu segja kröfu sína einfalda. Að Yazan og fjölskylda hans fái að vera á Íslandi. Það verði rof á þjónustu með brottflutningi til Spánar sem geti stytt ævi hans. Mótmælt hefur verið fyrir utan ríkisstjórnarinnar frá því klukkan átta í morgun. 17. september 2024 10:11
Hundruð mótmæla brottvísun Yazan Um tvö hundrað manns mótmæla fyrirhuguðum brottflutningi Yazan Tamini, ellefu ára langveiks drengs frá Palestínu, við Hverfisgötu. Ríkisstjórnin fundar þar núna í morgunsárið á sínum reglulega þriðjudagsfundi og er mál Yazans eitt þeirra sem er á dagskrá fundarins. Búið er að loka Hverfisgötunni við Lækjargötu vegna mótmælanna. 17. september 2024 08:24