Brottflutningurinn óþægilegur en ekki ómannúðlegur Andri Eysteinsson skrifar 10. nóvember 2019 15:30 Sigríður Andersen ræddi málin á Sprengisandi í dag. Vísir/Vilhelm „Gallinn við umræðuna þegar einstök mál koma upp í fjölmiðlum er að hún fær á flug áður en að allar staðreyndir málsins líta dagsins ljós“ segir Sigríður Á. Andersen, formaður utanríkismálanefndar, fyrrverandi dómsmálaráðherra og þingkona Sjálfstæðisflokksins. Sigríður var ásamt Jóni Steindóri Valdimarssyni, þingmanni Viðreisnar, gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Jón Steindór og Sigríður ræddu þar helst mál albönsku konunnar sem mikið hefur verið fjallað um undanfarna daga. Konan sem gengin er 36 vikur á leið var vísað frá landi 5. nóvember síðastliðinn. Hafði hún fengið útgefið vottorð er sagði að hún myndi eiga erfitt með langt flug. Síðar var gefið út svokallað „fit to fly“ vottorð og flogið með konuna til Albaníu. „Konan kom sjálfviljug til landsins í byrjun október. Máli hennar var lokið 11. október, nokkrum dögum eftir að hún kom til landsins, það var afgreitt með synjun. Þá var óskað eftir því að hún færi sjálfviljug en hún hefur ekki gert það, þá þarf að framkvæma brottvísun,“ segir Sigríður og bætir við að ekkert í þessu máli endurspegli viðhorf sem ættu að vera öðruvísi.Taka verði á móti fólki á réttum forsendum „Það liggur fyrir að við höfum fengið mikið af hælisumsóknum frá fólki frá Albaníu og nær öllum er hafnað. Það hafa verið um 700 umsóknir frá Albaníu frá 2015 og um 99% er hafnað. Ísland er opið land, það eru 45.000 erlendir ríkisborgarar sem búa hér og vinna, við tökum við fjölmörgum kvótaflóttamönnum. Af 500 hælisumsóknum sem afgreidd voru á fyrri hluta árs hefur 100 verið veitt hæli,“ segir Sigríður. Sigríður segir þá að taka verði á móti fólki á réttum forsendum. Fólk sem sé ekki að flýja ástand sem veiti rétt til að fá stöðu hælisleitanda ætti ekki að fara inn í þetta kerfi og ætti heldur að fara aðra leið. Segist Sigríður þá hafa hvatt félagsmálaráðherra til þess að endurskoða reglur um veitingu atvinnuleyfa fyrir ríkisborgara utan EES-svæðisins.Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/VilhelmJón Steindór segist geta tekið undir með Sigríði með að margt fólk komi hingað til lands til að sækja um dvalarleyfi á grundvelli aðstæðna í heimalandinu sem ekki eigi erindi til þess. Þetta mál snúist hins vegar ekki um aðstæður í heimalandinu. „Í mínum huga snerist þetta mál eingöngu um það setjum við konu nauðuga upp í flugvél á 36. viku meðgöngu. Það eigum við ekki að gera, en við gerðum það. Mér finnst það sýna að kerfið hafi ekki að geyma þann sveigjanleika sem til þarf til þess að geta tekið tillit til aðstæðna eins og þessara,“ sagði Jón Steindór. Jón Steindór segir landið þá of lokað fyrir fólk sem vill koma hingað til lands til þess að vinna. „Við erum ekki með landið nógu opið til þess að t.d. Albana að þeir eigi auðvelt með að koma hingað til að vinna.“ Segir Jón Steindór að sé skynsamlegt sé ætlunin að draga úr fjölda efnahagslegra flóttamanna. Hælisleitendur Sprengisandur Stjórnsýsla Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
„Gallinn við umræðuna þegar einstök mál koma upp í fjölmiðlum er að hún fær á flug áður en að allar staðreyndir málsins líta dagsins ljós“ segir Sigríður Á. Andersen, formaður utanríkismálanefndar, fyrrverandi dómsmálaráðherra og þingkona Sjálfstæðisflokksins. Sigríður var ásamt Jóni Steindóri Valdimarssyni, þingmanni Viðreisnar, gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Jón Steindór og Sigríður ræddu þar helst mál albönsku konunnar sem mikið hefur verið fjallað um undanfarna daga. Konan sem gengin er 36 vikur á leið var vísað frá landi 5. nóvember síðastliðinn. Hafði hún fengið útgefið vottorð er sagði að hún myndi eiga erfitt með langt flug. Síðar var gefið út svokallað „fit to fly“ vottorð og flogið með konuna til Albaníu. „Konan kom sjálfviljug til landsins í byrjun október. Máli hennar var lokið 11. október, nokkrum dögum eftir að hún kom til landsins, það var afgreitt með synjun. Þá var óskað eftir því að hún færi sjálfviljug en hún hefur ekki gert það, þá þarf að framkvæma brottvísun,“ segir Sigríður og bætir við að ekkert í þessu máli endurspegli viðhorf sem ættu að vera öðruvísi.Taka verði á móti fólki á réttum forsendum „Það liggur fyrir að við höfum fengið mikið af hælisumsóknum frá fólki frá Albaníu og nær öllum er hafnað. Það hafa verið um 700 umsóknir frá Albaníu frá 2015 og um 99% er hafnað. Ísland er opið land, það eru 45.000 erlendir ríkisborgarar sem búa hér og vinna, við tökum við fjölmörgum kvótaflóttamönnum. Af 500 hælisumsóknum sem afgreidd voru á fyrri hluta árs hefur 100 verið veitt hæli,“ segir Sigríður. Sigríður segir þá að taka verði á móti fólki á réttum forsendum. Fólk sem sé ekki að flýja ástand sem veiti rétt til að fá stöðu hælisleitanda ætti ekki að fara inn í þetta kerfi og ætti heldur að fara aðra leið. Segist Sigríður þá hafa hvatt félagsmálaráðherra til þess að endurskoða reglur um veitingu atvinnuleyfa fyrir ríkisborgara utan EES-svæðisins.Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/VilhelmJón Steindór segist geta tekið undir með Sigríði með að margt fólk komi hingað til lands til að sækja um dvalarleyfi á grundvelli aðstæðna í heimalandinu sem ekki eigi erindi til þess. Þetta mál snúist hins vegar ekki um aðstæður í heimalandinu. „Í mínum huga snerist þetta mál eingöngu um það setjum við konu nauðuga upp í flugvél á 36. viku meðgöngu. Það eigum við ekki að gera, en við gerðum það. Mér finnst það sýna að kerfið hafi ekki að geyma þann sveigjanleika sem til þarf til þess að geta tekið tillit til aðstæðna eins og þessara,“ sagði Jón Steindór. Jón Steindór segir landið þá of lokað fyrir fólk sem vill koma hingað til lands til þess að vinna. „Við erum ekki með landið nógu opið til þess að t.d. Albana að þeir eigi auðvelt með að koma hingað til að vinna.“ Segir Jón Steindór að sé skynsamlegt sé ætlunin að draga úr fjölda efnahagslegra flóttamanna.
Hælisleitendur Sprengisandur Stjórnsýsla Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira