Á annan milljarð í þjálfun, búnað og hergögn fyrir Úkraínu Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2024 06:01 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, (t.h.) með Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, á Þingvöllum. Það var Bjarni sem sat leiðtogafund NATO í sumar þar sem ákveðið var að auka varnartengdan stuðning við Úkraínu. Vísir/Vilhelm Einn og hálfur milljarður króna í aukinn stuðning við Úkraínu í fjáraukalögum á að mæta kostnaði við auknar skuldbindingar Íslands sem samið var um á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í sumar. Stuðningurinn fer áfram í þjálfun, kaup á búnaði og hergögnum og framlögum í sjóði sem styðja varnir Úkraínu. Leiðtogar NATO-ríkja samþykktu að verja að lágmarki fjörutíu milljörðum evra á ári í varnartengdan stuðning við Úkraínu á fundi þeirra í Washington-borg í júlí. Hlutdeild Íslands í stuðningnum á að nema 0,66 prósentum eða að lágmarki 3,7 milljörðum króna samkvæmt svari utanríkisráðuneytisins við skriflegri fyrirspurn Vísis. Kostnaðurinn við aðstoðina skiptist niður á ríki í samræmi við hlutdeild þeirra í sameiginlegum sjóðum NATO sem tekur mið af vergri landsframleiðslu ríkjanna. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, sat fundinn fyrir hönd Íslands. Til þess að mæta hluta kostnaðarins við þessar auknu skuldbindingar Íslands og þingsályktun um stefnu um stuðning Íslands við Úkraínu næstu fjögur árin sem Alþingi samþykkti í vor er lagt til að einum og hálfum milljarði króna verði varið aukalega til varnartengds stuðnings við Úkraínu í fjáraukalögunum sem voru lögð fram í síðustu viku. Þegar var gert ráð fyrir 750 milljónum króna til varnartengdra verkefna í fjárlögum ársins. Varnartengdur stuðningur Íslands við Úkraínu mun áfram beinast að þjálfunarverkefnum, kaupum á búnaði og hergögnum og framlögum í fjölþjóðlega sjóði eða verkefni til stuðnings varnarbaráttu Úkraínu í samræmi við ályktun Alþingis um stuðninginn, að því er kemur fram í svari ráðuneytisins. Frumvarpið að fjáraukalögum var sent til fjárlaganefndar eftir að fyrstu umræðu um það lauk á fimmtudaginn 24. október. Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Alþingi NATO Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Öryggis- og varnarmál Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
Leiðtogar NATO-ríkja samþykktu að verja að lágmarki fjörutíu milljörðum evra á ári í varnartengdan stuðning við Úkraínu á fundi þeirra í Washington-borg í júlí. Hlutdeild Íslands í stuðningnum á að nema 0,66 prósentum eða að lágmarki 3,7 milljörðum króna samkvæmt svari utanríkisráðuneytisins við skriflegri fyrirspurn Vísis. Kostnaðurinn við aðstoðina skiptist niður á ríki í samræmi við hlutdeild þeirra í sameiginlegum sjóðum NATO sem tekur mið af vergri landsframleiðslu ríkjanna. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, sat fundinn fyrir hönd Íslands. Til þess að mæta hluta kostnaðarins við þessar auknu skuldbindingar Íslands og þingsályktun um stefnu um stuðning Íslands við Úkraínu næstu fjögur árin sem Alþingi samþykkti í vor er lagt til að einum og hálfum milljarði króna verði varið aukalega til varnartengds stuðnings við Úkraínu í fjáraukalögunum sem voru lögð fram í síðustu viku. Þegar var gert ráð fyrir 750 milljónum króna til varnartengdra verkefna í fjárlögum ársins. Varnartengdur stuðningur Íslands við Úkraínu mun áfram beinast að þjálfunarverkefnum, kaupum á búnaði og hergögnum og framlögum í fjölþjóðlega sjóði eða verkefni til stuðnings varnarbaráttu Úkraínu í samræmi við ályktun Alþingis um stuðninginn, að því er kemur fram í svari ráðuneytisins. Frumvarpið að fjáraukalögum var sent til fjárlaganefndar eftir að fyrstu umræðu um það lauk á fimmtudaginn 24. október.
Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Alþingi NATO Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Öryggis- og varnarmál Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira