„Við biðjum öll fyrir framtíð þessa unga efnismanns“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. október 2024 23:15 Hallgrímur Helgason, rithöfundur og listamaður, og Snorri Másson, frambjóðandi Miðflokksins. Vísir/Vilhelm „Fólk er að biðja mig að svara grein eftir Snorri Másson en jólavertíðin er hafin, fastur í viðtölum í dag og upplestur á Skaganum í kvöld, kemst bara ekki til þess. En mundi þá að ég var auðvitað þegar búinn að svara honum, hjá Gísla Marteini. Við biðjum öll fyrir framtíð þessa unga efnismanns.“ Þetta skrifar Hallgrímur Helgason, rithöfundur og listamaður, á Facebook-síðu sinni sem viðbrögð við grein Snorra Mássonar, frambjóðanda Miðflokksins, sem var birt í dag. Í greininni segir Snorri að Hallgrímur hafi gripið til ofureinfaldana og í raun útúrsnúninga í ræðu sinni á föstudaginn í Vikunni, þætti Gísla Marteins Baldurssonar á RÚV, sem fór eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum. Útlendingar eigi skilið virðingu í okkar samfélagi Í ræðunni vísaði Hallgrímur til þess að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði í viðtali að varast beri mikla blöndun menningarheima. Hallgrímur gagnrýndi Bjarna og sagði útlendinga eiga skilið virðingu í samfélagi okkar. Snorri skrifar í grein sinni að á Íslandi sé „augljóst og alvarlegt útlendingavandamál“ og vísar til stöðu íslenska tungumálsins hjá nýbúum. „Góðu fólki mislíkar það af hugmyndafræðilegum ástæðum að kenna vandamál við hópa sem gætu talist jaðarsettir í einhverjum skilningi. Ef það hjálpar því fólki í gegnum þessa umræðu að firra útlendinga allri ábyrgð á að læra tungumálið í því landi sem þeir flytjast til, getum við gert það hér fyrir sakir umræðunnar,“ skrifaði Snorri. „Ungum manni sem nú gengur inn á Klaustursbar“ Hallgrímur deildi myndskeiði af annarri ræðu sinni í þætti Gísla og sagðist vera búinn að svara gagnrýni Snorra með þeim orðum sem komu fram þar. „Síðustu helgi var ég í messu af því að dóttir mín var að syngja í messu í Langholtskirkju. Þegar ég var nýbúinn að leggja frá mér símann þá segir presturinn: Og við biðjum fyrir öllu því fólki sem nú býður sig fram til stjórnmála. Það fyrsta sem kom upp í hugann á mér var Sigríður Andersen. Allt í einu var ég þarna: Við biðjum fyrir Sigríði Andersen sem nú fetar nýja slóð og Snorra Mássyni ungum manni sem nú gengur inn á Klaustursbar.“ Logi Pedro segir Snorra vita betur Fleiri hafa brugðist við skrifum Snorra en Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður skrifaði athugasemd við færslu Snorra þar sem hann deildi greininni sinni. „Það er svo hlaðið að segja að vandinn sem íslensk tunga stendur frammi fyrir sé „útlendingavandamál“. Eins og vandinn liggi ekki í hinu stafræna, í fjármagni til íslenskukennslu, í smæð þjóðarinnar og öllu hinu. Fyrir utan það að Bjarni var ekki að einskorða sín aumu orð við íslenskuna. Og auðvitað ætti forsætisráðherra ekki að tala svona niður til þeirra sem eru afsprengi „blandaðra“ heimila,“ skrifaði Logi. Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður.66°Norður Logi bætti við að ef málið á að snúast um íslenskuna að þá séu til skilvirkari leiðir til að styðja hana en að merkja þetta sem útlendingavanda og að Snorri viti betur. Alþingiskosningar 2024 Fjölmiðlar Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Innflytjendamál Tengdar fréttir Sigríður Andersen leiðir lista Miðflokksins Sigríður Á. Andersen, lögmaður og fyrrverandi ráðherra, mun leiða einn lista Miðflokksins. 20. október 2024 10:41 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Þetta skrifar Hallgrímur Helgason, rithöfundur og listamaður, á Facebook-síðu sinni sem viðbrögð við grein Snorra Mássonar, frambjóðanda Miðflokksins, sem var birt í dag. Í greininni segir Snorri að Hallgrímur hafi gripið til ofureinfaldana og í raun útúrsnúninga í ræðu sinni á föstudaginn í Vikunni, þætti Gísla Marteins Baldurssonar á RÚV, sem fór eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum. Útlendingar eigi skilið virðingu í okkar samfélagi Í ræðunni vísaði Hallgrímur til þess að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði í viðtali að varast beri mikla blöndun menningarheima. Hallgrímur gagnrýndi Bjarna og sagði útlendinga eiga skilið virðingu í samfélagi okkar. Snorri skrifar í grein sinni að á Íslandi sé „augljóst og alvarlegt útlendingavandamál“ og vísar til stöðu íslenska tungumálsins hjá nýbúum. „Góðu fólki mislíkar það af hugmyndafræðilegum ástæðum að kenna vandamál við hópa sem gætu talist jaðarsettir í einhverjum skilningi. Ef það hjálpar því fólki í gegnum þessa umræðu að firra útlendinga allri ábyrgð á að læra tungumálið í því landi sem þeir flytjast til, getum við gert það hér fyrir sakir umræðunnar,“ skrifaði Snorri. „Ungum manni sem nú gengur inn á Klaustursbar“ Hallgrímur deildi myndskeiði af annarri ræðu sinni í þætti Gísla og sagðist vera búinn að svara gagnrýni Snorra með þeim orðum sem komu fram þar. „Síðustu helgi var ég í messu af því að dóttir mín var að syngja í messu í Langholtskirkju. Þegar ég var nýbúinn að leggja frá mér símann þá segir presturinn: Og við biðjum fyrir öllu því fólki sem nú býður sig fram til stjórnmála. Það fyrsta sem kom upp í hugann á mér var Sigríður Andersen. Allt í einu var ég þarna: Við biðjum fyrir Sigríði Andersen sem nú fetar nýja slóð og Snorra Mássyni ungum manni sem nú gengur inn á Klaustursbar.“ Logi Pedro segir Snorra vita betur Fleiri hafa brugðist við skrifum Snorra en Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður skrifaði athugasemd við færslu Snorra þar sem hann deildi greininni sinni. „Það er svo hlaðið að segja að vandinn sem íslensk tunga stendur frammi fyrir sé „útlendingavandamál“. Eins og vandinn liggi ekki í hinu stafræna, í fjármagni til íslenskukennslu, í smæð þjóðarinnar og öllu hinu. Fyrir utan það að Bjarni var ekki að einskorða sín aumu orð við íslenskuna. Og auðvitað ætti forsætisráðherra ekki að tala svona niður til þeirra sem eru afsprengi „blandaðra“ heimila,“ skrifaði Logi. Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður.66°Norður Logi bætti við að ef málið á að snúast um íslenskuna að þá séu til skilvirkari leiðir til að styðja hana en að merkja þetta sem útlendingavanda og að Snorri viti betur.
Alþingiskosningar 2024 Fjölmiðlar Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Innflytjendamál Tengdar fréttir Sigríður Andersen leiðir lista Miðflokksins Sigríður Á. Andersen, lögmaður og fyrrverandi ráðherra, mun leiða einn lista Miðflokksins. 20. október 2024 10:41 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Sigríður Andersen leiðir lista Miðflokksins Sigríður Á. Andersen, lögmaður og fyrrverandi ráðherra, mun leiða einn lista Miðflokksins. 20. október 2024 10:41