Þotur ráðherranna í krefjandi lendingum Kristján Már Unnarsson skrifar 28. október 2024 22:30 Þota sænska forsætisráðherrans að lenda á Reykjavíkurflugvelli síðdegis. Sigurjón Ólason Þrír af forsætisráðherrum Norðurlandanna flugu til Íslands á einkaþotum og lentu þær með fárra mínútna millibili á Reykjavíkurflugvelli síðdegis. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá hve krefjandi aðstæður voru á flugvellinum. Þar var suðvestan strekkingur með rigningarsudda þegar fyrsta þotan birtist úr skýjunum yfir Tjörninni klukkan korter yfir fjögur og greinilegt að talsverð ókyrrð var í lofti þegar flugmennirnir lentu vélinni. Þar var komin þota sænska forsætisráðherrans, Ulfs Kristersson, nítján sæta af gerðinni Grumman Gulfstream, merkt sænska flughernum. Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, stiginn frá borði.Sigurjón Ólason Um líkt leyti og verið var að leggja henni við Loftleiðahótelið birtist næsta þota með norska forsætisráðherrannn um borð, Jonas Gahr Støre. Þotan sem hann kom á er af gerðinni Dassault Falcon og með sæti fyrir allt að tíu farþega. Henni var sömuleiðis ekið að Loftleiðahótelinu og lagt við hlið þeirrar sænsku. Í sömu mund birtist svo þriðja þotan úr skýjaþykkninu með danska forsætisráðherrann um borð, Mette Frederiksen. Einnig hún mátti þola talsverðan hristing þegar vængirnir sveifluðust til í lendingunni. Þota hennar, merkt danska flughernum, er af gerðinni Bombardier Challenger og með pláss fyrir allt að nítján farþega. Svo þétt komu þoturnar að beðið var með að hleypa farþegunum úr þeim fyrri út þar til búið var að leggja þeim öllum á flugstæðinu og drepa á hreyflunum. Þá loks þótti óhætt að opna dyrnar. Bílalestunum var síðan ekið upp að þotunum, hverri að sinni. Þotur forsætisráðherra Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar við Loftleiðahótelið síðdegis. Ráðherrarnir og fylgdarlið að koma sér fyrir í bílunum sem óku þeim til Þingvalla.KMU Sérstakar móttökunefndir tóku á móti ráðherrunum og fylgdarliði þeirra. Meðan gestirnir komu sér fyrir í bílunum mátti sjá enn eina lögreglufylgdina á Hringbrautinni, væntanlega með finnska forsætisráðherrann, sem sameinaðist fljótlega hinum þremur. Aðeins þrír af forsætisráðherrunum flugu með glæsiþotum til Reykjavíkur. Finnski forsætisráðherrann kom með almennu farþegaflugi til Keflavíkur í morgun. Hér má sjá lendingarnar: Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Norðurlandaráð Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Svíþjóð Noregur Danmörk Finnland Tengdar fréttir Svona var dagur Selenskíjs á Íslandi Forseti Úkraínu, fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í dag á Þingvöllum. Stuttu síðar funduðu þeir tveir með forsætisráðherrum Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, sem staddir eru hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Á blaðamannafundi Selenskíj og ráðamanna þakkaði hann fyrir stuðning Norðurlanda við Úkraínu. 28. október 2024 20:18 Vopnaðir lögreglumenn standa vaktina Vopnaðir lögreglumenn standa vaktina á suðvesturhorninu í dag í tilefni Norðurlandaráðsþings og heimsóknar Úkraínuforseta. Forsætisráðherra fundar með Úkraínuforseta á Þingvöllum í dag. 28. október 2024 13:35 Götulokanir og mikil öryggisgæsla vegna heimsóknar þjóðarleiðtoga Mikill viðbúnaður og öryggisgæsla verður í höfuðborginni á morgun þegar von er á fjölda erlendra þjóðarleiðtoga í tengslum við Norðurlandaráðsþing i Reykjavík. Samvinna í öryggis- og varnarmálum og friður og öryggi á Norðurslóðum verða í brennidepli á þinginu í ár. 27. október 2024 12:40 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá hve krefjandi aðstæður voru á flugvellinum. Þar var suðvestan strekkingur með rigningarsudda þegar fyrsta þotan birtist úr skýjunum yfir Tjörninni klukkan korter yfir fjögur og greinilegt að talsverð ókyrrð var í lofti þegar flugmennirnir lentu vélinni. Þar var komin þota sænska forsætisráðherrans, Ulfs Kristersson, nítján sæta af gerðinni Grumman Gulfstream, merkt sænska flughernum. Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, stiginn frá borði.Sigurjón Ólason Um líkt leyti og verið var að leggja henni við Loftleiðahótelið birtist næsta þota með norska forsætisráðherrannn um borð, Jonas Gahr Støre. Þotan sem hann kom á er af gerðinni Dassault Falcon og með sæti fyrir allt að tíu farþega. Henni var sömuleiðis ekið að Loftleiðahótelinu og lagt við hlið þeirrar sænsku. Í sömu mund birtist svo þriðja þotan úr skýjaþykkninu með danska forsætisráðherrann um borð, Mette Frederiksen. Einnig hún mátti þola talsverðan hristing þegar vængirnir sveifluðust til í lendingunni. Þota hennar, merkt danska flughernum, er af gerðinni Bombardier Challenger og með pláss fyrir allt að nítján farþega. Svo þétt komu þoturnar að beðið var með að hleypa farþegunum úr þeim fyrri út þar til búið var að leggja þeim öllum á flugstæðinu og drepa á hreyflunum. Þá loks þótti óhætt að opna dyrnar. Bílalestunum var síðan ekið upp að þotunum, hverri að sinni. Þotur forsætisráðherra Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar við Loftleiðahótelið síðdegis. Ráðherrarnir og fylgdarlið að koma sér fyrir í bílunum sem óku þeim til Þingvalla.KMU Sérstakar móttökunefndir tóku á móti ráðherrunum og fylgdarliði þeirra. Meðan gestirnir komu sér fyrir í bílunum mátti sjá enn eina lögreglufylgdina á Hringbrautinni, væntanlega með finnska forsætisráðherrann, sem sameinaðist fljótlega hinum þremur. Aðeins þrír af forsætisráðherrunum flugu með glæsiþotum til Reykjavíkur. Finnski forsætisráðherrann kom með almennu farþegaflugi til Keflavíkur í morgun. Hér má sjá lendingarnar:
Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Norðurlandaráð Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Svíþjóð Noregur Danmörk Finnland Tengdar fréttir Svona var dagur Selenskíjs á Íslandi Forseti Úkraínu, fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í dag á Þingvöllum. Stuttu síðar funduðu þeir tveir með forsætisráðherrum Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, sem staddir eru hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Á blaðamannafundi Selenskíj og ráðamanna þakkaði hann fyrir stuðning Norðurlanda við Úkraínu. 28. október 2024 20:18 Vopnaðir lögreglumenn standa vaktina Vopnaðir lögreglumenn standa vaktina á suðvesturhorninu í dag í tilefni Norðurlandaráðsþings og heimsóknar Úkraínuforseta. Forsætisráðherra fundar með Úkraínuforseta á Þingvöllum í dag. 28. október 2024 13:35 Götulokanir og mikil öryggisgæsla vegna heimsóknar þjóðarleiðtoga Mikill viðbúnaður og öryggisgæsla verður í höfuðborginni á morgun þegar von er á fjölda erlendra þjóðarleiðtoga í tengslum við Norðurlandaráðsþing i Reykjavík. Samvinna í öryggis- og varnarmálum og friður og öryggi á Norðurslóðum verða í brennidepli á þinginu í ár. 27. október 2024 12:40 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Svona var dagur Selenskíjs á Íslandi Forseti Úkraínu, fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í dag á Þingvöllum. Stuttu síðar funduðu þeir tveir með forsætisráðherrum Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, sem staddir eru hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Á blaðamannafundi Selenskíj og ráðamanna þakkaði hann fyrir stuðning Norðurlanda við Úkraínu. 28. október 2024 20:18
Vopnaðir lögreglumenn standa vaktina Vopnaðir lögreglumenn standa vaktina á suðvesturhorninu í dag í tilefni Norðurlandaráðsþings og heimsóknar Úkraínuforseta. Forsætisráðherra fundar með Úkraínuforseta á Þingvöllum í dag. 28. október 2024 13:35
Götulokanir og mikil öryggisgæsla vegna heimsóknar þjóðarleiðtoga Mikill viðbúnaður og öryggisgæsla verður í höfuðborginni á morgun þegar von er á fjölda erlendra þjóðarleiðtoga í tengslum við Norðurlandaráðsþing i Reykjavík. Samvinna í öryggis- og varnarmálum og friður og öryggi á Norðurslóðum verða í brennidepli á þinginu í ár. 27. október 2024 12:40