Götulokanir og mikil öryggisgæsla vegna heimsóknar þjóðarleiðtoga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. október 2024 12:40 Bryndís Haraldsdóttir er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti Norðurlandaráðs. Vísir/Ívar Fannar Mikill viðbúnaður og öryggisgæsla verður í höfuðborginni á morgun þegar von er á fjölda erlendra þjóðarleiðtoga í tengslum við Norðurlandaráðsþing i Reykjavík. Samvinna í öryggis- og varnarmálum og friður og öryggi á Norðurslóðum verða í brennidepli á þinginu í ár. Norðurlandaráðsþing fer fram í Reykjavík í ár dagana 28. til 31. október. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður og forseti Norðurlandaráðs segir undirbúningur staðið yfir í nokkurn tíma. „Þetta er náttúrlega stærsti viðburður Norðurlandaráðs á hverju ári og nú erum við gestgjafinn hérna á Íslandi,“ segir Bryndís. Þétt dagskrá er framundan næstu daga en yfirskrift þingsins að þessu sinni er „Friður og öryggi á Norðurslóðum.“ „Við lifum á víðsjárverðum tímum og við erum auðvitað mjög meðvituð um stöðuna í Evrópu og víðar í heiminum. En við viljum líka setja áherslu á Norðurslóðir og það sem er að gerast þar og hvetja okkar ráðherra til að vinna enn frekar saman að því að móta okkur skýra stefnu og sýn um það hvernig við viljum sjá þetta mikilvæga svæði þróast,“ segir Bryndís. Deilt um aðkomu sjálfstjórnarríkjanna Uppfærsla og breytingar á Helsingfors-sáttmálanum um Norðurlandasamstarf verður einnig ofarlega á blaði. „Það lítur að því að uppfæra hann meðal annars í tengslum við það að nú viljum við vinna saman líka á sviði öryggis og varnarmála, sem í gegnum tíðina hefur ekki verið á vettvangi Norðurlandaráðs.“ Bryndís á einnig von á að tekist verði á um einhver mál. „Svo er alveg óhætt að segja að kannski hefur verið mesti ágreiningurinn og erfiðast að ná fólki saman um hvernig Færeyjar, Grænland og Álandseyjar, þessi sjálfstjórnarlönd okkar, fá aukna aðild að Norðurlandaráði.“ Götulokanir í þrjá daga Götulokanir verða í gildi á skilgreindu svæði umhverfis Alþinghúsið frá og með morgundeginum og fram á miðvikudag, og viðbúið að einhverjar frekari tafir geti orðið á umferð. Þá verður mikill öryggisviðbúnaður á þingsvæðinu og á Þingvöllum þar sem forsætisráðherrar Norðurlandanna munu funda. „Því miður þá er staðan nú þannig í heiminum að öryggisgæslan þarf að vera ofboðslega mikil. Við erum að fá hér alla forsætisráðherra og utanríkisráðherra Norðurlandanna ásamt spennandi erlendum gestum, þingmönnum víða að, bæði frá Norðurlöndum en líka frá fleiri löndum. Þannig að því miður þá er staðan sú að öryggisgæslan þarf að vera virkilega mikil þannig að fólk mun eflaust verða vart um það hvað er um að vera hérna á næstu dögum. Það er stórt svæði í kringum þinghúsið sem þarf að loka og eitthvað þarf að vera um forgangsakstur og annað þess háttar,“ segir Bryndís. Utanríkismál Alþingi Öryggis- og varnarmál Norðurlandaráð Norðurslóðir Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Norðurlandaráðsþing fer fram í Reykjavík í ár dagana 28. til 31. október. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður og forseti Norðurlandaráðs segir undirbúningur staðið yfir í nokkurn tíma. „Þetta er náttúrlega stærsti viðburður Norðurlandaráðs á hverju ári og nú erum við gestgjafinn hérna á Íslandi,“ segir Bryndís. Þétt dagskrá er framundan næstu daga en yfirskrift þingsins að þessu sinni er „Friður og öryggi á Norðurslóðum.“ „Við lifum á víðsjárverðum tímum og við erum auðvitað mjög meðvituð um stöðuna í Evrópu og víðar í heiminum. En við viljum líka setja áherslu á Norðurslóðir og það sem er að gerast þar og hvetja okkar ráðherra til að vinna enn frekar saman að því að móta okkur skýra stefnu og sýn um það hvernig við viljum sjá þetta mikilvæga svæði þróast,“ segir Bryndís. Deilt um aðkomu sjálfstjórnarríkjanna Uppfærsla og breytingar á Helsingfors-sáttmálanum um Norðurlandasamstarf verður einnig ofarlega á blaði. „Það lítur að því að uppfæra hann meðal annars í tengslum við það að nú viljum við vinna saman líka á sviði öryggis og varnarmála, sem í gegnum tíðina hefur ekki verið á vettvangi Norðurlandaráðs.“ Bryndís á einnig von á að tekist verði á um einhver mál. „Svo er alveg óhætt að segja að kannski hefur verið mesti ágreiningurinn og erfiðast að ná fólki saman um hvernig Færeyjar, Grænland og Álandseyjar, þessi sjálfstjórnarlönd okkar, fá aukna aðild að Norðurlandaráði.“ Götulokanir í þrjá daga Götulokanir verða í gildi á skilgreindu svæði umhverfis Alþinghúsið frá og með morgundeginum og fram á miðvikudag, og viðbúið að einhverjar frekari tafir geti orðið á umferð. Þá verður mikill öryggisviðbúnaður á þingsvæðinu og á Þingvöllum þar sem forsætisráðherrar Norðurlandanna munu funda. „Því miður þá er staðan nú þannig í heiminum að öryggisgæslan þarf að vera ofboðslega mikil. Við erum að fá hér alla forsætisráðherra og utanríkisráðherra Norðurlandanna ásamt spennandi erlendum gestum, þingmönnum víða að, bæði frá Norðurlöndum en líka frá fleiri löndum. Þannig að því miður þá er staðan sú að öryggisgæslan þarf að vera virkilega mikil þannig að fólk mun eflaust verða vart um það hvað er um að vera hérna á næstu dögum. Það er stórt svæði í kringum þinghúsið sem þarf að loka og eitthvað þarf að vera um forgangsakstur og annað þess háttar,“ segir Bryndís.
Utanríkismál Alþingi Öryggis- og varnarmál Norðurlandaráð Norðurslóðir Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira