FCK lýsti yfir áhyggjum sínum fyrir læti helgarinnar í Bröndby Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. október 2024 22:02 Thomas Delaney, fyrirliði FCK, í baráttunni í leik helgarinnar. FC Kaupmannahöfn FC Kaupmannahöfn lét vita að það hefði áhyggjur af því hvernig öryggismálum á Bröndby-vellinum væri háttað fyrir leik liðanna um helgina í efstu deild Danmerkur. Áður en leikur hófst fór allt fjandans til og var leiknum seinkað um fimmtán mínútur eftir að áhorfendur skutu blysum að hvor öðrum og þar fram eftir götunum. Fótboltamiðillinn Bold greinir frá því að FCK hafi kvartað oftar en einu sinni yfir aðstöðu stuðningsfólks síns á heimavelli Bröndby. Heimaliðið taldi áhyggjurnar hins vegar óþarfar og breytti engu í aðdraganda leiksins. Brondby v FC Copenhagen now #BIF #fcklive pic.twitter.com/4VhJOhwpHF— FootballAwaydays (@Awaydays23) October 27, 2024 Klukkutíma fyrir leik fór urmull grímuklæddra manna að suðurhluta vallarins, þar sem stuðningsfólk FCK er staðsett, og grýtti blysum í átt þeirra. Öryggisverðir staðsettu sig á milli stuðningsfólks gestanna og aðilanna með grímurnar. Á sama tíma flúði fjölskyldufólk úr stúkunni. Um 50 lögreglumenn mættu í kjölfarið út á völl til að ná tökum á aðstæðum. Fimm þeirra urðu fyrir blysum og í kjölfarið var leiknum frestað um stundarfjórðung. Bold greinir frá því að félögin tvö, lögreglan og Knattspyrnusamband Danmerkur hafi fundað fyrir leik og þar hafi FCK kvartað yfir skorti á öryggi en Bröndby var á öðru máli. 🚨🇩🇰 Very strong tensions between Copenhagen and Brøndby fans. 😳 pic.twitter.com/XzduZdog7F— EuroFoot (@eurofootcom) October 27, 2024 Leikurinn sjálfur var heldur óspennandi og lauk með markalausu jafntefli. Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson sat allan tímann á varamannabekk FCK. Eftir leik kom hins vegar einnig upp atvik sem Bold greinir frá. Eins og venja er þarf stuðningsfólk sem styður útiliðið í leikjum liðanna að vera á vellinum í klukkustund eftir að leik lýkur. Er það gert til að stuðningsfólki liðanna lendi ekki saman beint eftir leikslok. Á sunnudag mættu hins vegar um 150 grímuklæddir stuðningsmenn Bröndby til að ógna öryggi stuðningsfólks FCK sem var læst inn á vellinum í 20 mínútur til viðbótar á meðan öryggi þeirra var tryggt. Ronnie Kesby, öryggisfulltrúi Bröndby, neitaði viðtali við Bold en miðillinn greinir frá því að þetta er langt því frá í fyrsta sinni sem öryggi gestaliðsins er ábótavant á Bröndby-vellinum. Í leik liðanna á síðustu leiktíð hafði reyksprengjum verið komið fyrir í hluta vallarins sem stuðningsfólk gestaliðsins er og þær sprengdar eftir að svæðið var fullt af stuðningsfólki FCK. Þá réðst fjöldi stuðningsmanna Bröndby á stuðningsfólk AGF eftir að Bröndby hafði tapað titlinum í lokaumferð deildarinnar á síðustu leiktíð. Var fjöldi manna handtekinn í kjölfarið. Danska knattspyrnusambandið hefur gefið út að næstu leikir Bröndby og FCK fari fram án þess að stuðningsfólk útiliðsins fái að mæta á völlinn. F.C. København tager på det kraftigste afstand fra dagens episode i Brøndby og accepterer Divisionsforeningens forbud mod udefans til Derby på ubestemt tid #fcklive https://t.co/GsDFPFmDSf— F.C. København (@FCKobenhavn) October 27, 2024 Eftir jafntefli helgarinnar er FCK í 2. sæti deildarinnar með 25 stig að loknum 13 umferðum, tveimur stigum minna en ríkjandi meistarar Midtjylland. Bröndby er í 6. sæti með 19 stig. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira
Áður en leikur hófst fór allt fjandans til og var leiknum seinkað um fimmtán mínútur eftir að áhorfendur skutu blysum að hvor öðrum og þar fram eftir götunum. Fótboltamiðillinn Bold greinir frá því að FCK hafi kvartað oftar en einu sinni yfir aðstöðu stuðningsfólks síns á heimavelli Bröndby. Heimaliðið taldi áhyggjurnar hins vegar óþarfar og breytti engu í aðdraganda leiksins. Brondby v FC Copenhagen now #BIF #fcklive pic.twitter.com/4VhJOhwpHF— FootballAwaydays (@Awaydays23) October 27, 2024 Klukkutíma fyrir leik fór urmull grímuklæddra manna að suðurhluta vallarins, þar sem stuðningsfólk FCK er staðsett, og grýtti blysum í átt þeirra. Öryggisverðir staðsettu sig á milli stuðningsfólks gestanna og aðilanna með grímurnar. Á sama tíma flúði fjölskyldufólk úr stúkunni. Um 50 lögreglumenn mættu í kjölfarið út á völl til að ná tökum á aðstæðum. Fimm þeirra urðu fyrir blysum og í kjölfarið var leiknum frestað um stundarfjórðung. Bold greinir frá því að félögin tvö, lögreglan og Knattspyrnusamband Danmerkur hafi fundað fyrir leik og þar hafi FCK kvartað yfir skorti á öryggi en Bröndby var á öðru máli. 🚨🇩🇰 Very strong tensions between Copenhagen and Brøndby fans. 😳 pic.twitter.com/XzduZdog7F— EuroFoot (@eurofootcom) October 27, 2024 Leikurinn sjálfur var heldur óspennandi og lauk með markalausu jafntefli. Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson sat allan tímann á varamannabekk FCK. Eftir leik kom hins vegar einnig upp atvik sem Bold greinir frá. Eins og venja er þarf stuðningsfólk sem styður útiliðið í leikjum liðanna að vera á vellinum í klukkustund eftir að leik lýkur. Er það gert til að stuðningsfólki liðanna lendi ekki saman beint eftir leikslok. Á sunnudag mættu hins vegar um 150 grímuklæddir stuðningsmenn Bröndby til að ógna öryggi stuðningsfólks FCK sem var læst inn á vellinum í 20 mínútur til viðbótar á meðan öryggi þeirra var tryggt. Ronnie Kesby, öryggisfulltrúi Bröndby, neitaði viðtali við Bold en miðillinn greinir frá því að þetta er langt því frá í fyrsta sinni sem öryggi gestaliðsins er ábótavant á Bröndby-vellinum. Í leik liðanna á síðustu leiktíð hafði reyksprengjum verið komið fyrir í hluta vallarins sem stuðningsfólk gestaliðsins er og þær sprengdar eftir að svæðið var fullt af stuðningsfólki FCK. Þá réðst fjöldi stuðningsmanna Bröndby á stuðningsfólk AGF eftir að Bröndby hafði tapað titlinum í lokaumferð deildarinnar á síðustu leiktíð. Var fjöldi manna handtekinn í kjölfarið. Danska knattspyrnusambandið hefur gefið út að næstu leikir Bröndby og FCK fari fram án þess að stuðningsfólk útiliðsins fái að mæta á völlinn. F.C. København tager på det kraftigste afstand fra dagens episode i Brøndby og accepterer Divisionsforeningens forbud mod udefans til Derby på ubestemt tid #fcklive https://t.co/GsDFPFmDSf— F.C. København (@FCKobenhavn) October 27, 2024 Eftir jafntefli helgarinnar er FCK í 2. sæti deildarinnar með 25 stig að loknum 13 umferðum, tveimur stigum minna en ríkjandi meistarar Midtjylland. Bröndby er í 6. sæti með 19 stig.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira