Kaupa tilbúinn mat á meðan E.coli sýkingin er til rannsóknar Lovísa Arnardóttir skrifar 28. október 2024 11:55 Soffía Emelía Bragadóttir leikskólastjóri Mánagarðs segir starfsmenn bíða frétta um það hvort þau geti opnað í vikunni og hvaðan sýkingin kemur. Vísir/Einar Leikskólinn Mánagarður í Vesturbæ Reykjavíkur er enn lokaður eftir að upp kom E.coli sýking á leikskólanum í síðustu viku. Leikskólastjóri segir það koma í ljós síðar í dag hvort hægt sé að opna í vikunni. Hún ætlar að kaupa tilbúinn mat á meðan málið er til rannsóknar. Alls eru nú 42 börn undir eftirlit á Landspítalanum vegna E. Coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum eru 11 af þeim inniliggjandi og þrjú þeirra á gjörgæslu alvarlega veik. E. Coli sýking getur leitt til alvarlegar nýrnabilunar og því eru þau þrjú börn sem eru á gjörgæslu í blóðskilun. Soffía Emelía Bragadóttir leikskólastjóri á Mánagarði segir starfsmenn bíða upplýsinga frá embætti sóttvarnalæknis um stöðuna. „Það er fundur hjá sóttvarnalækni í dag og eftir þann fund fáum við upplýsingar um hvort við megum opna aftur á miðvikudaginn. Það er búið að sótthreinsa og allt er tilbúið. Við erum tilbúin að taka á móti börnunum þegar við fáum leyfi.“ Þriðjungur lasinn Alls eru 128 börn í leikskólanum og því um þriðjungur þeirra undir eftirliti vegna sýkingarinnar. Soffía á því von á því að fámennt verði í leikskólanum fyrstu dagana fái þau leyfi til að opna. „Það er enginn starfsmaður lasinn núna en við erum að kanna hvort einhver sé með sýkinguna í sér. Einhverjir fengu eitthvað í magann en við eigum enn eftir að fá niðurstöður úr rannsóknum á sýnum frá þeim,“ segir Soffía. Um er að ræða fjóra starfsmenn sem skiluðu sýnum. Lokar eldhúsi á meðan málið er til rannsóknar Fram kom í viðtali við sóttvarnalækni fyrr í dag á Vísi að niðurstöður úr rannsóknum væru væntanlega um miðja vikuna um uppruna sýkingarinnar. Þó hefur verið talið líklegt að uppruni sýkingarinnar gæti verið rakinn til hakks sem var eldað á staðnum. Allur matur sem börnin og starfsmennirnir borða er alla jafna eldaður á staðnum en Soffía segir að á meðan málið er til rannsóknar verði pantaður matur. „Á meðan við erum að komast yfir þetta áfall þá hugsa ég að við förum í aðkeyptan mat í mánuð á meðan við erum að breyta ferlum og finna út hvað gerðist. Það getur tekið þessa viku og næstu. Á meðan við bíðum er betra að vera öruggari og kaupa annars staðar frá,“ segir Soffía. Algengt er að leikskólar og skólar kaupi mat frá til dæmis Skólamat eða Matartímanum. Hún segir starfsmenn og foreldra enn í miklu áfalli vegna málsins. „Maður er auðvitað mjög áhyggjufullur og fólk enn í miklu áfalli.“ E. coli-sýking á Mánagarði Heilbrigðismál Háskólar Leikskólar Landspítalinn Reykjavík Tengdar fréttir Tvö börn til viðbótar lögð inn á spítala vegna E.coli Tvö börn til viðbótar hafa verið lögð inn á Landspítala vegna E.coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði í Reykjavík í vikunni. Alls liggja sex börn inni á spítala og þar af eru tvö enn á gjörgæslu. 26. október 2024 13:40 Tæplega þrjátíu börn í virku eftirliti Tæplega þrjátíu leikskólabörn eru í virku eftirliti vegna e. coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði í Reykjavík í vikunni. Alls liggja fjögur börn inni á spítala en tvö þeirra eru enn á gjörgæslu. Þetta staðfestir Andri Ólafsson, samskiptastjóri Landspítalans. 25. október 2024 19:39 Starfsfólk Mánagarðs í áfalli Tvö börn af leikskólanum Mánagarði í Reykjavík eru á gjörgæslu vegna E. coli-sýkingar. Leikskólastjórinn segir alla starfsmenn skólans vera í áfalli vegna málsins. 24. október 2024 19:16 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Sjá meira
Alls eru nú 42 börn undir eftirlit á Landspítalanum vegna E. Coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum eru 11 af þeim inniliggjandi og þrjú þeirra á gjörgæslu alvarlega veik. E. Coli sýking getur leitt til alvarlegar nýrnabilunar og því eru þau þrjú börn sem eru á gjörgæslu í blóðskilun. Soffía Emelía Bragadóttir leikskólastjóri á Mánagarði segir starfsmenn bíða upplýsinga frá embætti sóttvarnalæknis um stöðuna. „Það er fundur hjá sóttvarnalækni í dag og eftir þann fund fáum við upplýsingar um hvort við megum opna aftur á miðvikudaginn. Það er búið að sótthreinsa og allt er tilbúið. Við erum tilbúin að taka á móti börnunum þegar við fáum leyfi.“ Þriðjungur lasinn Alls eru 128 börn í leikskólanum og því um þriðjungur þeirra undir eftirliti vegna sýkingarinnar. Soffía á því von á því að fámennt verði í leikskólanum fyrstu dagana fái þau leyfi til að opna. „Það er enginn starfsmaður lasinn núna en við erum að kanna hvort einhver sé með sýkinguna í sér. Einhverjir fengu eitthvað í magann en við eigum enn eftir að fá niðurstöður úr rannsóknum á sýnum frá þeim,“ segir Soffía. Um er að ræða fjóra starfsmenn sem skiluðu sýnum. Lokar eldhúsi á meðan málið er til rannsóknar Fram kom í viðtali við sóttvarnalækni fyrr í dag á Vísi að niðurstöður úr rannsóknum væru væntanlega um miðja vikuna um uppruna sýkingarinnar. Þó hefur verið talið líklegt að uppruni sýkingarinnar gæti verið rakinn til hakks sem var eldað á staðnum. Allur matur sem börnin og starfsmennirnir borða er alla jafna eldaður á staðnum en Soffía segir að á meðan málið er til rannsóknar verði pantaður matur. „Á meðan við erum að komast yfir þetta áfall þá hugsa ég að við förum í aðkeyptan mat í mánuð á meðan við erum að breyta ferlum og finna út hvað gerðist. Það getur tekið þessa viku og næstu. Á meðan við bíðum er betra að vera öruggari og kaupa annars staðar frá,“ segir Soffía. Algengt er að leikskólar og skólar kaupi mat frá til dæmis Skólamat eða Matartímanum. Hún segir starfsmenn og foreldra enn í miklu áfalli vegna málsins. „Maður er auðvitað mjög áhyggjufullur og fólk enn í miklu áfalli.“
E. coli-sýking á Mánagarði Heilbrigðismál Háskólar Leikskólar Landspítalinn Reykjavík Tengdar fréttir Tvö börn til viðbótar lögð inn á spítala vegna E.coli Tvö börn til viðbótar hafa verið lögð inn á Landspítala vegna E.coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði í Reykjavík í vikunni. Alls liggja sex börn inni á spítala og þar af eru tvö enn á gjörgæslu. 26. október 2024 13:40 Tæplega þrjátíu börn í virku eftirliti Tæplega þrjátíu leikskólabörn eru í virku eftirliti vegna e. coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði í Reykjavík í vikunni. Alls liggja fjögur börn inni á spítala en tvö þeirra eru enn á gjörgæslu. Þetta staðfestir Andri Ólafsson, samskiptastjóri Landspítalans. 25. október 2024 19:39 Starfsfólk Mánagarðs í áfalli Tvö börn af leikskólanum Mánagarði í Reykjavík eru á gjörgæslu vegna E. coli-sýkingar. Leikskólastjórinn segir alla starfsmenn skólans vera í áfalli vegna málsins. 24. október 2024 19:16 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Sjá meira
Tvö börn til viðbótar lögð inn á spítala vegna E.coli Tvö börn til viðbótar hafa verið lögð inn á Landspítala vegna E.coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði í Reykjavík í vikunni. Alls liggja sex börn inni á spítala og þar af eru tvö enn á gjörgæslu. 26. október 2024 13:40
Tæplega þrjátíu börn í virku eftirliti Tæplega þrjátíu leikskólabörn eru í virku eftirliti vegna e. coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði í Reykjavík í vikunni. Alls liggja fjögur börn inni á spítala en tvö þeirra eru enn á gjörgæslu. Þetta staðfestir Andri Ólafsson, samskiptastjóri Landspítalans. 25. október 2024 19:39
Starfsfólk Mánagarðs í áfalli Tvö börn af leikskólanum Mánagarði í Reykjavík eru á gjörgæslu vegna E. coli-sýkingar. Leikskólastjórinn segir alla starfsmenn skólans vera í áfalli vegna málsins. 24. október 2024 19:16
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent