Jón Daði spilar fyrir Hollywood-liðið Sindri Sverrisson skrifar 25. október 2024 16:33 Jón Daði Böðvarsson er orðinn leikmaður Wrexham í Englandi. Wrexham Jón Daði Böðvarsson, sem verið hefur í hléi frá fótbolta síðan samningur hans við Bolton rann út í sumar, hefur skrifað undir skammtímasamning við enska knattspyrnufélagið Wrexham. Wrexham, sem er staðsett í Wales, leikur í C-deild Englands, sömu deild og Jón Daði lék í með Bolton. Wrexham er í baráttu um að komast upp í næstefstu deild og er sem stendur í næstefsta sæti með 24 stig eftir tólf leiki, fjórum stigum á eftir Birmingham en þar spila þeir Willum Þór Willumsson og Alfons Sampsted. Wrexham er í eigu Hollywood-stjarnanna Ryan Reynolds og Rob McElhenney, sem eignuðust félagið árið 2020, þegar það var í E-deild. Það hefur svo einnig skapað sér miklar vinsældir um allan heim með heimildaþáttunum Welcome to Wrexham. „Það er frábært að vera kominn í félag eins og Wrexham. Núna þekkja allir sögu félagsins og þetta er bara mjög spennandi félag til að tilheyra. Ég er himinlifandi með að vera hér og vonandi get ég hjálpað félaginu að ná enn frekari árangri,“ sagði Jón Daði sem hefur verið á Íslandi síðustu mánuði. Hann er feginn að vera mættur aftur í boltann. View this post on Instagram A post shared by Wrexham AFC (@wrexham_afc) „Það er gott að vera mættur aftur í búningsklefann, ég hef saknað þess. Ég held að konan mín hafi verið að klikkast! Ég hef æft og haldið mér í standi en það er gott að vera kominn aftur í þetta umhverfi til að ná aftur fram mínu besta.“ Jón Daði, sem á að baki 64 A-landsleiki og tvö stórmót, hefur spilað á Englandi frá árinu 2016, með Wolves, Reading, Millwall og Bolton. Áður lék hann með Kaiserslautern í Þýskalandi og Viking í Noregi, en hann hóf ferilinn heima á Selfossi. Enski boltinn Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Sjá meira
Wrexham, sem er staðsett í Wales, leikur í C-deild Englands, sömu deild og Jón Daði lék í með Bolton. Wrexham er í baráttu um að komast upp í næstefstu deild og er sem stendur í næstefsta sæti með 24 stig eftir tólf leiki, fjórum stigum á eftir Birmingham en þar spila þeir Willum Þór Willumsson og Alfons Sampsted. Wrexham er í eigu Hollywood-stjarnanna Ryan Reynolds og Rob McElhenney, sem eignuðust félagið árið 2020, þegar það var í E-deild. Það hefur svo einnig skapað sér miklar vinsældir um allan heim með heimildaþáttunum Welcome to Wrexham. „Það er frábært að vera kominn í félag eins og Wrexham. Núna þekkja allir sögu félagsins og þetta er bara mjög spennandi félag til að tilheyra. Ég er himinlifandi með að vera hér og vonandi get ég hjálpað félaginu að ná enn frekari árangri,“ sagði Jón Daði sem hefur verið á Íslandi síðustu mánuði. Hann er feginn að vera mættur aftur í boltann. View this post on Instagram A post shared by Wrexham AFC (@wrexham_afc) „Það er gott að vera mættur aftur í búningsklefann, ég hef saknað þess. Ég held að konan mín hafi verið að klikkast! Ég hef æft og haldið mér í standi en það er gott að vera kominn aftur í þetta umhverfi til að ná aftur fram mínu besta.“ Jón Daði, sem á að baki 64 A-landsleiki og tvö stórmót, hefur spilað á Englandi frá árinu 2016, með Wolves, Reading, Millwall og Bolton. Áður lék hann með Kaiserslautern í Þýskalandi og Viking í Noregi, en hann hóf ferilinn heima á Selfossi.
Enski boltinn Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Sjá meira