Víðir leiðir í Suðurkjördæmi: „Þjóðin þarf festu í landstjórnina núna“ Lovísa Arnardóttir skrifar 24. október 2024 20:46 Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna. Vísir/Arnar Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs hjá ríkislögreglustjóra, leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, Ása Berglind Hjálmarsdóttir, bæjarfulltrúi í Ölfusi og verkefnastjóri hjá Hörpu, er í öðru sæti. Í þriðja sæti er Sverrir Bergmann, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ og söngvari. Fjórða sæti skipar svo Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi í Árborg og félagsráðgjafi. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Samfylkingunni. Í tilkynningu kemur fram að heiðurssætin skipi Oddný G. Harðardóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingar og þingmaður, og Margrét Frímannsdóttir, fyrrverandi talsmaður Samfylkingarinnar og þingmaður til fjölda ára. „Þetta var frábær fundur á Eyrarbakka. Það er mikill hugur í Samfylkingarfólki á Suðurlandi. Við ætlum að keyra á samstöðu. Jákvæð og stórhuga stjórnmál eru sterkasta svarið við sundrungu og upphlaupum annarra flokka,“ segir Víðir Reynisson, oddviti Samfylkingar í Suðurkjördæmi, að loknum fundi Samfylkingarinnar í kvöld. „Þjóðin þarf festu í landstjórnina núna. Og við höfum séð þessa festu í nýrri forystu Samfylkingar, sem hefur fyllt fjölda fólks um land allt von og trú á að við getum náð samstöðu og náð þjóðinni saman um málin sem mestu skipta í daglegu lífi. Ég hef bara hrifist með og hef fulla trú á þessu verkefni sem við höfum fylgst með í Samfylkingunni á undanförnum misserum,“ segir Víðir og bætir við: „Nú leggjum við allt undir í kosningabaráttunni. Samfylkingin er til þjónustu reiðubúin, og ég ætla svo sannarlega að gefa allt mitt í verkefnið. Vonandi verður okkur treyst til verka – en við þurfum fyrst að bretta upp ermar og sækja sigurinn.“ Framboðslisti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi: 1. Víðir Reynisson – yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs hjá ríkislögreglustjóra, 2. Ása Berglind Hjálmarsdóttir – bæjarfulltrúi í Ölfusi og verkefnastjóri hjá Hörpu, 3. Sverrir Bergmann Magnússon – söngvari og bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, 4. Arna Ír Gunnarsdóttir – bæjarfulltrúi í Árborg og félagsráðgjafi, 5. Ólafur Þór Ólafsson – stjórnsýslufræðingur og fyrrum sveitarstjóri á Tálknafirði, 6. Arndís María Kjartansdóttir – kennari og fasteignasali í Vestmannaeyjum, 7. Hlynur Snær Vilhjálmsson – iðnaðarmaður og nemi, 8. Vala Ósk Ólafsdóttir – félagsráðgjafi í barnaverndarþjónustu, 9. Gunnar Karl Ólafsson – starfsmaður Bárunnar stéttarfélags, 10. Eyrún Fríða Árnadóttir – formaður bæjarráðs Hornafjarðar, 11. Renuka Charee Perera – vörukynningar hjá MS, 12. Óðinn Hilmarsson – húsasmíðameistari, 13. Borghildur Kristinsdóttir – bóndi, 14. Marta Sigurðardóttir – sérfræðingur hjá Isavia, 15. Gísli Matthías Auðunsson – veitingamaður, 16. Eggert Valur Guðmundsson – oddviti Rangárþings ytra, 17. Lína Björg Tryggvadóttir – byggðaþróunarfulltrúi Uppsveita Árnessýslu, 18. Friðjón Einarsson – fyrrverandi bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, 19. Margrét Frímannsdóttir – fyrrverandi alþingismaður, 20. Oddný G. Harðardóttir – alþingismaður Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Tengdar fréttir Sverrir Bergmann sækist eftir 3. sæti í Suðurkjördæmi Sverrir Bergmann tónlistarmaður og bæjarstjórnarfulltrúi í Reykjanesbæ býður sig fram í 3. sæti í Suðurkjördæmi fyrir Samfylkinguna. Fyrst var greint frá á mbl.is. Í samtali við fréttastofu segir Sverrir Bergmann að hann hafi stefnt á 2. til 3. sæti en nú þegar liggi ljóst að Víðir Reynisson taki fyrsta sætið stefni hann á það þriðja, hjá Samfylkingu séu fléttulistar. 20. október 2024 12:33 Frægir í framboð Er það ekki veikleikamerki flokka að finnast þeir þurfa að fylla oddvita sæti í kjördæmum með “frægu” fólki, fólki sem ekki hefur tekið þátt í flokksstarfi en er lyft fram fyrir félaga í flokknum sem sinnt hafa innra flokksstarfi árum eða jafnvel áratugum saman? 23. október 2024 21:32 „Ég hef alltaf haft augun á þessu“ Víðir Reynisson segist alltaf haft augun á því að fara á þing. Hann hafi því verið fljótur að taka slaginn þegar uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar hafði samband. Hann leggur áherslu á velferðarmál og öryggismál. 19. október 2024 20:10 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Sjá meira
Í þriðja sæti er Sverrir Bergmann, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ og söngvari. Fjórða sæti skipar svo Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi í Árborg og félagsráðgjafi. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Samfylkingunni. Í tilkynningu kemur fram að heiðurssætin skipi Oddný G. Harðardóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingar og þingmaður, og Margrét Frímannsdóttir, fyrrverandi talsmaður Samfylkingarinnar og þingmaður til fjölda ára. „Þetta var frábær fundur á Eyrarbakka. Það er mikill hugur í Samfylkingarfólki á Suðurlandi. Við ætlum að keyra á samstöðu. Jákvæð og stórhuga stjórnmál eru sterkasta svarið við sundrungu og upphlaupum annarra flokka,“ segir Víðir Reynisson, oddviti Samfylkingar í Suðurkjördæmi, að loknum fundi Samfylkingarinnar í kvöld. „Þjóðin þarf festu í landstjórnina núna. Og við höfum séð þessa festu í nýrri forystu Samfylkingar, sem hefur fyllt fjölda fólks um land allt von og trú á að við getum náð samstöðu og náð þjóðinni saman um málin sem mestu skipta í daglegu lífi. Ég hef bara hrifist með og hef fulla trú á þessu verkefni sem við höfum fylgst með í Samfylkingunni á undanförnum misserum,“ segir Víðir og bætir við: „Nú leggjum við allt undir í kosningabaráttunni. Samfylkingin er til þjónustu reiðubúin, og ég ætla svo sannarlega að gefa allt mitt í verkefnið. Vonandi verður okkur treyst til verka – en við þurfum fyrst að bretta upp ermar og sækja sigurinn.“ Framboðslisti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi: 1. Víðir Reynisson – yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs hjá ríkislögreglustjóra, 2. Ása Berglind Hjálmarsdóttir – bæjarfulltrúi í Ölfusi og verkefnastjóri hjá Hörpu, 3. Sverrir Bergmann Magnússon – söngvari og bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, 4. Arna Ír Gunnarsdóttir – bæjarfulltrúi í Árborg og félagsráðgjafi, 5. Ólafur Þór Ólafsson – stjórnsýslufræðingur og fyrrum sveitarstjóri á Tálknafirði, 6. Arndís María Kjartansdóttir – kennari og fasteignasali í Vestmannaeyjum, 7. Hlynur Snær Vilhjálmsson – iðnaðarmaður og nemi, 8. Vala Ósk Ólafsdóttir – félagsráðgjafi í barnaverndarþjónustu, 9. Gunnar Karl Ólafsson – starfsmaður Bárunnar stéttarfélags, 10. Eyrún Fríða Árnadóttir – formaður bæjarráðs Hornafjarðar, 11. Renuka Charee Perera – vörukynningar hjá MS, 12. Óðinn Hilmarsson – húsasmíðameistari, 13. Borghildur Kristinsdóttir – bóndi, 14. Marta Sigurðardóttir – sérfræðingur hjá Isavia, 15. Gísli Matthías Auðunsson – veitingamaður, 16. Eggert Valur Guðmundsson – oddviti Rangárþings ytra, 17. Lína Björg Tryggvadóttir – byggðaþróunarfulltrúi Uppsveita Árnessýslu, 18. Friðjón Einarsson – fyrrverandi bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, 19. Margrét Frímannsdóttir – fyrrverandi alþingismaður, 20. Oddný G. Harðardóttir – alþingismaður
Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Tengdar fréttir Sverrir Bergmann sækist eftir 3. sæti í Suðurkjördæmi Sverrir Bergmann tónlistarmaður og bæjarstjórnarfulltrúi í Reykjanesbæ býður sig fram í 3. sæti í Suðurkjördæmi fyrir Samfylkinguna. Fyrst var greint frá á mbl.is. Í samtali við fréttastofu segir Sverrir Bergmann að hann hafi stefnt á 2. til 3. sæti en nú þegar liggi ljóst að Víðir Reynisson taki fyrsta sætið stefni hann á það þriðja, hjá Samfylkingu séu fléttulistar. 20. október 2024 12:33 Frægir í framboð Er það ekki veikleikamerki flokka að finnast þeir þurfa að fylla oddvita sæti í kjördæmum með “frægu” fólki, fólki sem ekki hefur tekið þátt í flokksstarfi en er lyft fram fyrir félaga í flokknum sem sinnt hafa innra flokksstarfi árum eða jafnvel áratugum saman? 23. október 2024 21:32 „Ég hef alltaf haft augun á þessu“ Víðir Reynisson segist alltaf haft augun á því að fara á þing. Hann hafi því verið fljótur að taka slaginn þegar uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar hafði samband. Hann leggur áherslu á velferðarmál og öryggismál. 19. október 2024 20:10 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Sjá meira
Sverrir Bergmann sækist eftir 3. sæti í Suðurkjördæmi Sverrir Bergmann tónlistarmaður og bæjarstjórnarfulltrúi í Reykjanesbæ býður sig fram í 3. sæti í Suðurkjördæmi fyrir Samfylkinguna. Fyrst var greint frá á mbl.is. Í samtali við fréttastofu segir Sverrir Bergmann að hann hafi stefnt á 2. til 3. sæti en nú þegar liggi ljóst að Víðir Reynisson taki fyrsta sætið stefni hann á það þriðja, hjá Samfylkingu séu fléttulistar. 20. október 2024 12:33
Frægir í framboð Er það ekki veikleikamerki flokka að finnast þeir þurfa að fylla oddvita sæti í kjördæmum með “frægu” fólki, fólki sem ekki hefur tekið þátt í flokksstarfi en er lyft fram fyrir félaga í flokknum sem sinnt hafa innra flokksstarfi árum eða jafnvel áratugum saman? 23. október 2024 21:32
„Ég hef alltaf haft augun á þessu“ Víðir Reynisson segist alltaf haft augun á því að fara á þing. Hann hafi því verið fljótur að taka slaginn þegar uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar hafði samband. Hann leggur áherslu á velferðarmál og öryggismál. 19. október 2024 20:10