Slot sló 132 ára félagsmet Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2024 17:31 Arne Slot hefur byrjað frábærlega sem knattspyrnustjóri Liverpool og með því séð til þess að það er enginn að gráta Jürgen Klopp lengur. Getty/ John Powell Allt gengur eins í sögu hjá Liverpool síðan að Arne Slot fékk það stóra verkefni að fylla í skarð goðsagnarinnar Jürgen Klopp. Það eru fáir að tala um Klopp í dag enda stígur liðið varla feilspor undir stjórn Hollendingsins. Liverpool hefur unnið ellefu af tólf fyrstu leikjum sínum í deild og Meistaradeild síðan að Slot settist í stjórastólinn. Það er þó sérstaklega gengið á útivöllum sem hefur vakið athygli. Liverpool var oft að gera frábæra hluti á Anfield í stjóratíð Klopp en það gekk oft mun verr á útivöllum. Slot hefur hins vegar stýrt Liverpool liðinu til sigurs í sex fyrstu útileikjum tímabilsins í deild og Meistaradeild. Hann varð fyrsti knattspyrnustjórinn í 132 ára sögu félagsins sem nær því. „Met eru fín en það er annað sem er betra en að setja met og við vitum öll hvað það er. Ég meina, það er að vinna titla,“ sagði Arne Slot eftir leikinn. Darwin Núñez skoraði eina mark leiksins en markvörðurinn Caoimhín Kelleher þurfti aðeins að taka á stóra sínum til að sjá til þess að það mark myndi duga. „Ef við hefðum farið héðan með jafntefli þá hefði mér fundist að við hefðum tapað einhverju. Við vorum með yfirburði í sjötíu mínútur svona fyrir utan fyrstu tíu mínúturnar,“ sagði Slot. Hann tók Mohamed Salah af velli þegar hálftími var eftir. Það kom ekki í bakið á honum. „Við erum að glíma við meiðsli og ég þarf að passa upp á leikmennina sem hafa spilað mikið. Mo er einn af þeim og það er stórleikur sem bíður okkar á sunnudaginn,“ sagði Slot. Liverpool mætir þá Arsenal í toppslag í ensku úrvalsdeildinni. „Við þurfum fullt af leikmönnum til að komast í gegnum erfiðar vikur framundan og þessa krefjandi mánuði sem bíða okkar. Það eru allir í hópnum tilbúnir að spila,“ sagði Slot. View this post on Instagram A post shared by Liverpool FC (@liverpoolfcfanpage) Enski boltinn Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Sjá meira
Liverpool hefur unnið ellefu af tólf fyrstu leikjum sínum í deild og Meistaradeild síðan að Slot settist í stjórastólinn. Það er þó sérstaklega gengið á útivöllum sem hefur vakið athygli. Liverpool var oft að gera frábæra hluti á Anfield í stjóratíð Klopp en það gekk oft mun verr á útivöllum. Slot hefur hins vegar stýrt Liverpool liðinu til sigurs í sex fyrstu útileikjum tímabilsins í deild og Meistaradeild. Hann varð fyrsti knattspyrnustjórinn í 132 ára sögu félagsins sem nær því. „Met eru fín en það er annað sem er betra en að setja met og við vitum öll hvað það er. Ég meina, það er að vinna titla,“ sagði Arne Slot eftir leikinn. Darwin Núñez skoraði eina mark leiksins en markvörðurinn Caoimhín Kelleher þurfti aðeins að taka á stóra sínum til að sjá til þess að það mark myndi duga. „Ef við hefðum farið héðan með jafntefli þá hefði mér fundist að við hefðum tapað einhverju. Við vorum með yfirburði í sjötíu mínútur svona fyrir utan fyrstu tíu mínúturnar,“ sagði Slot. Hann tók Mohamed Salah af velli þegar hálftími var eftir. Það kom ekki í bakið á honum. „Við erum að glíma við meiðsli og ég þarf að passa upp á leikmennina sem hafa spilað mikið. Mo er einn af þeim og það er stórleikur sem bíður okkar á sunnudaginn,“ sagði Slot. Liverpool mætir þá Arsenal í toppslag í ensku úrvalsdeildinni. „Við þurfum fullt af leikmönnum til að komast í gegnum erfiðar vikur framundan og þessa krefjandi mánuði sem bíða okkar. Það eru allir í hópnum tilbúnir að spila,“ sagði Slot. View this post on Instagram A post shared by Liverpool FC (@liverpoolfcfanpage)
Enski boltinn Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Sjá meira