Vísar því til föðurhúsanna að hann sé „með orðljótari mönnum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. október 2024 15:26 Þórður (t.v.) sagðist hafa heyrt að Sigurjón væri „með orðljótari mönnum“ og bætti við að sjaldnast væri góð orka í kringum slíkt. Sjálfur segir Sigurjón það af og frá. „Ég kannast ekki alveg við þessa lýsingu á sjálfum mér,“ segir Sigurjón Þórðarson, oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi, eftir að hafa verið sagður „með orðljótari mönnum“. Umrædd ummæli féllu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar voru Ólöf Skaftadóttir ráðgjafi og hlaðvarpsstjóri og Þórður Gunnarsson hagfræðingur til viðtals, og ræddu um stjórnmálin. Þar sagði Þórður að hann teldi mistök hjá Flokki fólksins að taka Sigurjón í oddvitasætið, á kostnað Jakobs Frímanns Magnússonar. „Ég held að það hafi verið mistök, að taka inn Sigurjón Þórðarson fyrir norðan. Ég myndi halda kannski að það væri það kjördæmi þar sem Flokkur fólksins gæti þá klikkað. Það var einhver sem sagði við mig í dag að hann væri með orðljótari mönnum, og það er aldrei þægileg orka í kringum það,“ sagði Þórður í þættinum í gær. Heyra má umræðurnar í spilaranum hér að neðan. Segist kalla hlutina réttum nöfnum Í samtali við Vísi vill Sigurjón ekki kannast við þetta, og telur annað búa að baki slíkri fullyrðingu en að hann grípi reglulega til blótsyrða. „Það sem fer í taugarnar á Sjálfstæðismönnunum er að ég nefni hlutina hinum réttu nöfnum,“ segir Sigurjón. Þar vísar hann til Þórðar sem Sjálfstæðismanns, en Þórður bauð sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík árið 2022. Þeir hlutir sem Sigurjón segist kalla réttum nöfnum séu meðal annars fiskveiðistjórnunarkerfið, sem hann segist telja að feli í sér brot á jafnræðisreglu stjórnarskrár í núverandi mynd. Segi meira um Sjálfstæðisflokkinn en Sigurjón „Að menn séu hér að afnema samkeppnislög, til dæmis, á kjötmarkaði, það auðvitað þannig að það er öfugsnúið að flokkur sem kennir sig samkeppni og frjálsræði skuli bara samþykkja það að það sé jafnvel komið á einokun hvað varðar neysluvöru fyrir almenning,“ segir Sigurjón, og vísar þar til búvörulaga sem samþykkt voru í vor. Og Sigurjón heldur áfram að nefna dæmi um það sem hann telur kveikjuna að því að hann sé kallaður orðljótur. „Ef það er að vera orðljótur að segja rétt og satt frá, þá segir það kannski frekar eitthvað um raunveruleikann og þá stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur rekið,“ segir Sigurjón og kveðst viss um að þetta sé ástæða þess að hann sé kallaður orðljótur. „Ég gæti trúað því, hann nær ekkert að nefna neitt.“ Fólk fái að meta hversu hornóttur hann sé „Að ég sé orðljótasti maður landsins, ég kannast ekki við það, og að það sé einhver slæm orka í kringum mig. Það er bara er ekki þannig,“ segir Sigurjón. Hann segist því geta sagt, fullum fetum, að þarna fari ekki rétt lýsing á honum. „Ég held því miður, eða sem betur fer, að ég geti nú varla staðið undir því án þess að ég viti nákvæmlega hvernig það mat færi fram.“ Hann hafi þegar ferðast víða um kjördæmið sitt, sé vel tekið og vinni með góðu fólki. Það sé ánægjulegt að vera kominn á fullt í framboð. „Við sem erum að gefa okkur í það að taka þátt í stjórnmálum, geri það af einlægni og góðum hug, geri það fyrir sjávarbyggðirnar, Grímsey og hag landsins, Mér finnst þetta kannski ekki alveg rétt kynning á mér þegar ég er að stíga mín fyrstu skref sem oddviti í Norðausturkjördæmi. Mér þætti ekkert óeðlilegt að áheyrendur Bylgjunnar fengju að vega það og meta, hvort maður sé jafn hornóttur og þessi sérfræðingur gefur í skyn.“ Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2024 Norðausturkjördæmi Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Sjá meira
Umrædd ummæli féllu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar voru Ólöf Skaftadóttir ráðgjafi og hlaðvarpsstjóri og Þórður Gunnarsson hagfræðingur til viðtals, og ræddu um stjórnmálin. Þar sagði Þórður að hann teldi mistök hjá Flokki fólksins að taka Sigurjón í oddvitasætið, á kostnað Jakobs Frímanns Magnússonar. „Ég held að það hafi verið mistök, að taka inn Sigurjón Þórðarson fyrir norðan. Ég myndi halda kannski að það væri það kjördæmi þar sem Flokkur fólksins gæti þá klikkað. Það var einhver sem sagði við mig í dag að hann væri með orðljótari mönnum, og það er aldrei þægileg orka í kringum það,“ sagði Þórður í þættinum í gær. Heyra má umræðurnar í spilaranum hér að neðan. Segist kalla hlutina réttum nöfnum Í samtali við Vísi vill Sigurjón ekki kannast við þetta, og telur annað búa að baki slíkri fullyrðingu en að hann grípi reglulega til blótsyrða. „Það sem fer í taugarnar á Sjálfstæðismönnunum er að ég nefni hlutina hinum réttu nöfnum,“ segir Sigurjón. Þar vísar hann til Þórðar sem Sjálfstæðismanns, en Þórður bauð sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík árið 2022. Þeir hlutir sem Sigurjón segist kalla réttum nöfnum séu meðal annars fiskveiðistjórnunarkerfið, sem hann segist telja að feli í sér brot á jafnræðisreglu stjórnarskrár í núverandi mynd. Segi meira um Sjálfstæðisflokkinn en Sigurjón „Að menn séu hér að afnema samkeppnislög, til dæmis, á kjötmarkaði, það auðvitað þannig að það er öfugsnúið að flokkur sem kennir sig samkeppni og frjálsræði skuli bara samþykkja það að það sé jafnvel komið á einokun hvað varðar neysluvöru fyrir almenning,“ segir Sigurjón, og vísar þar til búvörulaga sem samþykkt voru í vor. Og Sigurjón heldur áfram að nefna dæmi um það sem hann telur kveikjuna að því að hann sé kallaður orðljótur. „Ef það er að vera orðljótur að segja rétt og satt frá, þá segir það kannski frekar eitthvað um raunveruleikann og þá stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur rekið,“ segir Sigurjón og kveðst viss um að þetta sé ástæða þess að hann sé kallaður orðljótur. „Ég gæti trúað því, hann nær ekkert að nefna neitt.“ Fólk fái að meta hversu hornóttur hann sé „Að ég sé orðljótasti maður landsins, ég kannast ekki við það, og að það sé einhver slæm orka í kringum mig. Það er bara er ekki þannig,“ segir Sigurjón. Hann segist því geta sagt, fullum fetum, að þarna fari ekki rétt lýsing á honum. „Ég held því miður, eða sem betur fer, að ég geti nú varla staðið undir því án þess að ég viti nákvæmlega hvernig það mat færi fram.“ Hann hafi þegar ferðast víða um kjördæmið sitt, sé vel tekið og vinni með góðu fólki. Það sé ánægjulegt að vera kominn á fullt í framboð. „Við sem erum að gefa okkur í það að taka þátt í stjórnmálum, geri það af einlægni og góðum hug, geri það fyrir sjávarbyggðirnar, Grímsey og hag landsins, Mér finnst þetta kannski ekki alveg rétt kynning á mér þegar ég er að stíga mín fyrstu skref sem oddviti í Norðausturkjördæmi. Mér þætti ekkert óeðlilegt að áheyrendur Bylgjunnar fengju að vega það og meta, hvort maður sé jafn hornóttur og þessi sérfræðingur gefur í skyn.“
Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2024 Norðausturkjördæmi Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Sjá meira