Varar við því að skerðingar á raforku geti staðið fram á vor Kristján Már Unnarsson skrifar 23. október 2024 21:26 Tinna Traustadóttir er framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Bjarni Einarsson Landsvirkjun tilkynnti í dag að grípa yrði til aukinna skerðinga á raforku til stórnotenda og varaði við því að þær gætu staðið fram á vor. Slæm vatnsstaða miðlunarlóna er sögð meginskýringin. Þórisvatn, mikilvægasta vatnsforðabúr Landsvirkjunar, náði ekki að fyllast í haust. „Þó að það hafi verið úrkomusamt á láglendinu þá náði úrkoman ekki upp á hálendið. Og síðan auðvitað er þetta afkoma jöklanna,“ segir Tinna Traustadóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu Landsvirkjunar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Þetta þýðir að ekki fá allir þá raforku sem þeir höfðu óskað eftir. „Í dag eru að taka gildi áður boðaðar skerðingar hjá stórnotendum á suðvesturhluta landsins. Og síðan erum við jafnframt að tilkynna um skerðingar til þeirra stórnotenda sem eru starfandi á Norðausturlandi.“ Frá Búrfellsvirkjun. Hún var gangsett haustið 1969 og hefur því framleitt raforku í 55 ár.Arnar Halldórsson Forgangsorka verður þó ekki skert. Svona staða hefur komið upp nokkur undanfarin ár en núna varar Landsvirkjun við því að skerðingar geti staðið fram á vor, auk þess sem Norður- og Austurland bætast núna við. En er þetta víðtækara núna en áður? „Það má kannski segja að við séum að byrja skerðingarnar fyrr en áður. Síðasta vatnsár þá hófum við skerðingar eftir áramót. Þannig að ég mundi ekki segja að það væri víðtækara,“ svarar Tinna. Hún segir að hvorki hafi verið lagt mat á tekjutap Landsvirkjunar vegna minni orkusölu né á tap orkukaupenda vegna skertrar framleiðslugetu en ástandið bitnar helst á þeim ellefu fyrirtækjum sem teljast stórnotendur. „Þetta eru auðvitað álverin og kísilverin og svo framvegis. Þannig að þetta eru fyrst og fremst þessir aðilar, þessir stærstu raforkunotendur á landinu.“ Frá Alcoa Fjarðaáli í Reyðarfirði.Arnar Halldórsson Og fiskimjölsverksmiðjur þurfa að brenna olíu. „Það felur það í sér að fiskimjölsbræðslurnar hafa ekki aðgang að raforku þegar staðan er svona.“ Og þeir sem vilja kaupa meiri raforku koma að tómum kofanum. „Þetta er auðvitað ekki ásættanlegt ástand og er birtingarmynd þess að við höfum ekki náð að halda í við eftirspurnina. Framboðið, það hefur verið að tefjast, að það komist nýjar virkjanir inn á kerfið. Þannig að auðvitað er þetta ekki ásættanlegt. Það er mikilvægt að við reynum að koma nýjum virkjunum í gagnið sem allra fyrst,“ segir Tinna í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér: Landsvirkjun Orkumál Loftslagsmál Umhverfismál Áliðnaður Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Landsvirkjun hefur tilkynnt stórnotendum á norður- og austurhluta landsins að grípa verði til skerðinga á afhendingu raforku til þeirra frá 23. nóvember næstkomandi, en á morgun taka við áður boðaðar skerðingar hjá stórnotendum á suðvesturhluta landsins. 23. október 2024 10:55 Spáir viðvarandi skorti á raforku næstu fimm ár Ný raforkuspá Landsnets gerir ráð fyrir viðvarandi orkuskorti í landinu næstu fimm árin og að raforkuskerðingar verði áfram við lýði fram eftir þessum áratug. 17. september 2024 20:40 Olían í bræðslunum þurrkaði upp ávinning rafbílavæðingar Þriðja veturinn í röð neyðast fiskimjölsverksmiðjur landsins til að brenna olíu vegna raforkuskort. Sú aukna olíunotkun sem af þessu leiddi síðastliðinn vetur þurrkaði upp allan loftslagsávinning af öllum innfluttum rafmagnsbílum frá upphafi. 28. nóvember 2023 20:20 Gætum neyðst til að kaupa loftslagskvóta fyrir milljarða Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir að ef Íslendingar standi ekki við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum fyrir árið 2030 gætu þeir neyðst til að kaupa loftslagsheimildir fyrir einn til tíu milljarða króna á ári. Þetta kom fram í ávarpi ráðherrans á haustfundi Landsvirkjunar í morgun. 11. október 2023 12:21 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Sjá meira
Þórisvatn, mikilvægasta vatnsforðabúr Landsvirkjunar, náði ekki að fyllast í haust. „Þó að það hafi verið úrkomusamt á láglendinu þá náði úrkoman ekki upp á hálendið. Og síðan auðvitað er þetta afkoma jöklanna,“ segir Tinna Traustadóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu Landsvirkjunar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Þetta þýðir að ekki fá allir þá raforku sem þeir höfðu óskað eftir. „Í dag eru að taka gildi áður boðaðar skerðingar hjá stórnotendum á suðvesturhluta landsins. Og síðan erum við jafnframt að tilkynna um skerðingar til þeirra stórnotenda sem eru starfandi á Norðausturlandi.“ Frá Búrfellsvirkjun. Hún var gangsett haustið 1969 og hefur því framleitt raforku í 55 ár.Arnar Halldórsson Forgangsorka verður þó ekki skert. Svona staða hefur komið upp nokkur undanfarin ár en núna varar Landsvirkjun við því að skerðingar geti staðið fram á vor, auk þess sem Norður- og Austurland bætast núna við. En er þetta víðtækara núna en áður? „Það má kannski segja að við séum að byrja skerðingarnar fyrr en áður. Síðasta vatnsár þá hófum við skerðingar eftir áramót. Þannig að ég mundi ekki segja að það væri víðtækara,“ svarar Tinna. Hún segir að hvorki hafi verið lagt mat á tekjutap Landsvirkjunar vegna minni orkusölu né á tap orkukaupenda vegna skertrar framleiðslugetu en ástandið bitnar helst á þeim ellefu fyrirtækjum sem teljast stórnotendur. „Þetta eru auðvitað álverin og kísilverin og svo framvegis. Þannig að þetta eru fyrst og fremst þessir aðilar, þessir stærstu raforkunotendur á landinu.“ Frá Alcoa Fjarðaáli í Reyðarfirði.Arnar Halldórsson Og fiskimjölsverksmiðjur þurfa að brenna olíu. „Það felur það í sér að fiskimjölsbræðslurnar hafa ekki aðgang að raforku þegar staðan er svona.“ Og þeir sem vilja kaupa meiri raforku koma að tómum kofanum. „Þetta er auðvitað ekki ásættanlegt ástand og er birtingarmynd þess að við höfum ekki náð að halda í við eftirspurnina. Framboðið, það hefur verið að tefjast, að það komist nýjar virkjanir inn á kerfið. Þannig að auðvitað er þetta ekki ásættanlegt. Það er mikilvægt að við reynum að koma nýjum virkjunum í gagnið sem allra fyrst,“ segir Tinna í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér:
Landsvirkjun Orkumál Loftslagsmál Umhverfismál Áliðnaður Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Landsvirkjun hefur tilkynnt stórnotendum á norður- og austurhluta landsins að grípa verði til skerðinga á afhendingu raforku til þeirra frá 23. nóvember næstkomandi, en á morgun taka við áður boðaðar skerðingar hjá stórnotendum á suðvesturhluta landsins. 23. október 2024 10:55 Spáir viðvarandi skorti á raforku næstu fimm ár Ný raforkuspá Landsnets gerir ráð fyrir viðvarandi orkuskorti í landinu næstu fimm árin og að raforkuskerðingar verði áfram við lýði fram eftir þessum áratug. 17. september 2024 20:40 Olían í bræðslunum þurrkaði upp ávinning rafbílavæðingar Þriðja veturinn í röð neyðast fiskimjölsverksmiðjur landsins til að brenna olíu vegna raforkuskort. Sú aukna olíunotkun sem af þessu leiddi síðastliðinn vetur þurrkaði upp allan loftslagsávinning af öllum innfluttum rafmagnsbílum frá upphafi. 28. nóvember 2023 20:20 Gætum neyðst til að kaupa loftslagskvóta fyrir milljarða Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir að ef Íslendingar standi ekki við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum fyrir árið 2030 gætu þeir neyðst til að kaupa loftslagsheimildir fyrir einn til tíu milljarða króna á ári. Þetta kom fram í ávarpi ráðherrans á haustfundi Landsvirkjunar í morgun. 11. október 2023 12:21 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Sjá meira
Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Landsvirkjun hefur tilkynnt stórnotendum á norður- og austurhluta landsins að grípa verði til skerðinga á afhendingu raforku til þeirra frá 23. nóvember næstkomandi, en á morgun taka við áður boðaðar skerðingar hjá stórnotendum á suðvesturhluta landsins. 23. október 2024 10:55
Spáir viðvarandi skorti á raforku næstu fimm ár Ný raforkuspá Landsnets gerir ráð fyrir viðvarandi orkuskorti í landinu næstu fimm árin og að raforkuskerðingar verði áfram við lýði fram eftir þessum áratug. 17. september 2024 20:40
Olían í bræðslunum þurrkaði upp ávinning rafbílavæðingar Þriðja veturinn í röð neyðast fiskimjölsverksmiðjur landsins til að brenna olíu vegna raforkuskort. Sú aukna olíunotkun sem af þessu leiddi síðastliðinn vetur þurrkaði upp allan loftslagsávinning af öllum innfluttum rafmagnsbílum frá upphafi. 28. nóvember 2023 20:20
Gætum neyðst til að kaupa loftslagskvóta fyrir milljarða Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir að ef Íslendingar standi ekki við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum fyrir árið 2030 gætu þeir neyðst til að kaupa loftslagsheimildir fyrir einn til tíu milljarða króna á ári. Þetta kom fram í ávarpi ráðherrans á haustfundi Landsvirkjunar í morgun. 11. október 2023 12:21