Kennarar ættu að koma sér úr hlutverki fórnarlamba Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 22. október 2024 20:57 Jón Pétur Zimsen fagnar því að skólamálin séu til umræðu. Vísir/Arnar Halldórsson Aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla segir kennara ekki þurfa að fara í vörn vegna umræðu um menntakerfið undanfarin misseri, enda séu gallar í menntakerfinu ekki á ábyrgð kennara heldur sveitarfélaga. Aftur á móti ættu þeir að koma sér úr hlutverki fórnarlamba og taka stjórnina í umræðunni. Jón Pétur Zimsen aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla hefur lagt orð í belg í tengslum við umræðuna um grunnskólamálin. Kennarasamband Íslands boðar verkföll í næsta mánuði á meðan Viðskiptaráð telur rekstur menntakerfisins í ólagi og aukið fjármagn ekki lausn á vandanum. Formaður kennarafélags Mosfellsbæjar, Seltjarnarness og Kópavogs sagði í samtali við fréttastofu að henni sárni málflutningur síðustu daga og umræða um úttektir Viðskiptaráðs og sveitarfélaganna. Kennarar upplifi að verið sé að tala starf þeirra ítrekað niður. „Hvers vegna erum við kennarar viðkvæmir fyrir umfjöllun Viðskiptaráðs og Morgunblaðsins um menntamál? Það er ekki kennurum að kenna hvernig staðan er. Þessir aðilar eru að minnsta kosti tilbúnir að setja menntamál á dagskrá, finnst þau það mikilvæg að vert sé að ræða þessi mikilvægu mál. Viljum við frekar þögnina?“ spyr Jón Pétur í umræðuhópnum Skólaþróunarspjallinu á Facebook. Færslan hefur vakið athygli meðlima. Vandinn ekki kennurum að kenna Hann segir menntamál ekki einkamál skólanna og að sú gagnrýni sem komið hefur á menntakerfið undanfarið beinist að mestu leyti að sveitarfélögunum og öðrum þeim sem stjórna menntamálunum, en ekki kennurum. „Við ættum að stjórna umræðunni meira og koma okkur úr hlutverki fórnarlamba, við vinnum að menntun æskunnar, eitt af mikilvægustu störfum samfélagsins,“ skrifar Jón Pétur. „Hvers vegna er erfitt að ræða málin opinskátt ? Menntakerfið okkar er ekki fullkomið, það er EKKI okkur kennurum að kenna, við þurfum ekki að fara í vörn.“ Björn Brynjúlfur Björnsson framkvæmdastjóri viðskiptaráðs vakti athygli á því í Kvöldfréttum í gær að hvergi á Norðurlöndum eru jafn fáir nemendur á hvern grunnskólakennara. Þá fari mikið fjármagn inn í kerfið, en skili ekki nægilegum afrakstri. Jón Pétur spyr í færslunni hvort ekki sé hægt að svara fyrir þetta. Hann bendir á að Ísland sé strjálbýlt og því hlutfallslega margir skólar hérlendis með fáa nemendur, og því fylgi mikill kostnaður. Það sama sé hægt að segja um vegakerfið, það sé dýrt vegna strjálbýlis og fámennis. Ýmislegt sem skýri kostnaðinn „Um 30% nemenda þiggja sérkennslu, um 25% meira en það ætti að vera vegna þess að við notum ekki árangursmestu kennsluaðferðir hvað grunnnám varðar. Mikill kostnaður,“ skrifar Jón Pétur jafnframt. Hann bendir einnig á að foreldrar á Íslandi vinni einna mest innan OECD og séu því minna með börnum sínum en foreldrar í samanburðarlöndum. „Börn eru ekki dauðir hlutir þau þurfa leiðsögn og þjálfun í félagsfærni sem er lærð hegðun sem lærist illa við skjái, kostnaður.“ Þá hafi börnum af erlendu bergi fjölgað mikið og kerfið sinni þeim ekki nógu vel. Þrátt fyrir það kalli fjölgunin á kostnað. Að auki veltir hann því upp hvort endurskoða þyrfti kennaranám með tilliti til þess að kennaranemar komi betur undirbúnir til kennslu. Fara þyrfti yfir kennsluskrá menntavísindasviði og gera skynsamlegar breytingar sem leiði til að kennaranemar komi úr námi með meiri hæfni til að sinna kennarastarfinu. Þetta séu ekki vandamál sem skrifist á kennara heldur sveitarfélögin, samfélagið og Háskóla Íslands. Fagnar umræðunni „Það þarf ekki langa rannsókn til að átta sig á því að við kennarar höfum lagt á það áherslu, bæði kjara- og faglega, á það að minnka kennsluskyldu. Kennsluskyldan hefur minnkað jafnt og þétt síðastliðna áratugi. Þurfum við að skammast okkar fyrir það? Svar mitt er nei en við þurfum að geta svarað fyrir það, sem er auðvelt,“ skrifar Jón Pétur. Loks segir hann áhyggjuefni fyrir samfélagið allt hve margir kennarar taki sér veikindaleyfi. Það sé greinilega eitthvað að í starfsaðstæðum þeirra og það því þurfi að taka alvarlega. „Fögnum umræðum um menntun. Nýtum okkur umræðuna, til dæmis tal um starfsaðstæður, og setjum ábyrgðina á þann stað sem hún á heima, til sveitarfélaganna,“ segir Jón Pétur að lokum. Skóla- og menntamál Sveitarstjórnarmál Kennaraverkfall 2024 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Fleiri fréttir Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Sjá meira
Jón Pétur Zimsen aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla hefur lagt orð í belg í tengslum við umræðuna um grunnskólamálin. Kennarasamband Íslands boðar verkföll í næsta mánuði á meðan Viðskiptaráð telur rekstur menntakerfisins í ólagi og aukið fjármagn ekki lausn á vandanum. Formaður kennarafélags Mosfellsbæjar, Seltjarnarness og Kópavogs sagði í samtali við fréttastofu að henni sárni málflutningur síðustu daga og umræða um úttektir Viðskiptaráðs og sveitarfélaganna. Kennarar upplifi að verið sé að tala starf þeirra ítrekað niður. „Hvers vegna erum við kennarar viðkvæmir fyrir umfjöllun Viðskiptaráðs og Morgunblaðsins um menntamál? Það er ekki kennurum að kenna hvernig staðan er. Þessir aðilar eru að minnsta kosti tilbúnir að setja menntamál á dagskrá, finnst þau það mikilvæg að vert sé að ræða þessi mikilvægu mál. Viljum við frekar þögnina?“ spyr Jón Pétur í umræðuhópnum Skólaþróunarspjallinu á Facebook. Færslan hefur vakið athygli meðlima. Vandinn ekki kennurum að kenna Hann segir menntamál ekki einkamál skólanna og að sú gagnrýni sem komið hefur á menntakerfið undanfarið beinist að mestu leyti að sveitarfélögunum og öðrum þeim sem stjórna menntamálunum, en ekki kennurum. „Við ættum að stjórna umræðunni meira og koma okkur úr hlutverki fórnarlamba, við vinnum að menntun æskunnar, eitt af mikilvægustu störfum samfélagsins,“ skrifar Jón Pétur. „Hvers vegna er erfitt að ræða málin opinskátt ? Menntakerfið okkar er ekki fullkomið, það er EKKI okkur kennurum að kenna, við þurfum ekki að fara í vörn.“ Björn Brynjúlfur Björnsson framkvæmdastjóri viðskiptaráðs vakti athygli á því í Kvöldfréttum í gær að hvergi á Norðurlöndum eru jafn fáir nemendur á hvern grunnskólakennara. Þá fari mikið fjármagn inn í kerfið, en skili ekki nægilegum afrakstri. Jón Pétur spyr í færslunni hvort ekki sé hægt að svara fyrir þetta. Hann bendir á að Ísland sé strjálbýlt og því hlutfallslega margir skólar hérlendis með fáa nemendur, og því fylgi mikill kostnaður. Það sama sé hægt að segja um vegakerfið, það sé dýrt vegna strjálbýlis og fámennis. Ýmislegt sem skýri kostnaðinn „Um 30% nemenda þiggja sérkennslu, um 25% meira en það ætti að vera vegna þess að við notum ekki árangursmestu kennsluaðferðir hvað grunnnám varðar. Mikill kostnaður,“ skrifar Jón Pétur jafnframt. Hann bendir einnig á að foreldrar á Íslandi vinni einna mest innan OECD og séu því minna með börnum sínum en foreldrar í samanburðarlöndum. „Börn eru ekki dauðir hlutir þau þurfa leiðsögn og þjálfun í félagsfærni sem er lærð hegðun sem lærist illa við skjái, kostnaður.“ Þá hafi börnum af erlendu bergi fjölgað mikið og kerfið sinni þeim ekki nógu vel. Þrátt fyrir það kalli fjölgunin á kostnað. Að auki veltir hann því upp hvort endurskoða þyrfti kennaranám með tilliti til þess að kennaranemar komi betur undirbúnir til kennslu. Fara þyrfti yfir kennsluskrá menntavísindasviði og gera skynsamlegar breytingar sem leiði til að kennaranemar komi úr námi með meiri hæfni til að sinna kennarastarfinu. Þetta séu ekki vandamál sem skrifist á kennara heldur sveitarfélögin, samfélagið og Háskóla Íslands. Fagnar umræðunni „Það þarf ekki langa rannsókn til að átta sig á því að við kennarar höfum lagt á það áherslu, bæði kjara- og faglega, á það að minnka kennsluskyldu. Kennsluskyldan hefur minnkað jafnt og þétt síðastliðna áratugi. Þurfum við að skammast okkar fyrir það? Svar mitt er nei en við þurfum að geta svarað fyrir það, sem er auðvelt,“ skrifar Jón Pétur. Loks segir hann áhyggjuefni fyrir samfélagið allt hve margir kennarar taki sér veikindaleyfi. Það sé greinilega eitthvað að í starfsaðstæðum þeirra og það því þurfi að taka alvarlega. „Fögnum umræðum um menntun. Nýtum okkur umræðuna, til dæmis tal um starfsaðstæður, og setjum ábyrgðina á þann stað sem hún á heima, til sveitarfélaganna,“ segir Jón Pétur að lokum.
Skóla- og menntamál Sveitarstjórnarmál Kennaraverkfall 2024 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Fleiri fréttir Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Sjá meira