Einkareknir grunnskólar möguleg lausn á brotnu kerfi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. október 2024 22:48 Björn Brynjúlfur Björnsson Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri viðskiptaráðs segir grunnskólakerfið hérlendis brotið og einsleitt. Lausnin við því sé ekki að setja meira fjármagn inn í kerfið heldur að laga það innan frá. Hann segir einkarekna grunnskóla mögulega lausn við vandanum. Veikindahlutfall kennara er tvöfalt hærra en á almennum vinnumarkaði samkvæmt nýrri úttekt Viðskiptaráðs, eða ríflega sjö prósent samanborið við þrjú prósent. Þá hefur kennurum og öðru starfsfólki grunnskóla fjölgað hraðar en nemendum og hvergi á Norðurlöndum eru jafn fáir nemendur á hvern grunnskólakennara. Fjöldinn er 9,9 nemendur á kennara hérlendis í samanburði við fjórtán í löndum OECD. Öll gögn má nálgast á vef Viðskiptaráðs. Viðskpitaráð Þá bendir viðskiptaráð á að grunnskólakennarar hér á landi verji minni tíma með nemendum en á öðrum Norðurlöndum og að kennsluskylda sé nítján prósentum undir OECD. Björn Brynjúlfur Björnsson framkvæmdastjóri viðskiptaráðs segir ráðið hafa fylgst með ummælum borgarstjóra um grunnskólakennara og mótmælum í kjölfar þeirra. Viðskiptaráð hafi rýnt í tölfræði OECD til að kanna stöðu grunnskólakerfisins í alþjóðlegu samhengi. Björn ræddi úttektina við Kolbein Tuma í kvöldfréttum. „Við höfum áður fjallað, og þið líka, um lakan námsárangur en þessar nýju tölur leiða í ljós að hagkvæmnin, eða reksturinn, er líka í ólagi,“ segir Björn og nefnir annars vegar hátt veikindhlutfall og hins vegar kennsluskyldu. „Hver og einn kennari er að kenna færri stundir á Íslandi heldur en á öllum öðrum Norðurlöndum. Þetta finnst okkur áhyggjuefni og við teljum augljóst skref, til að nemendur, foreldrar og útsvarsgreiðendur fái meira fyrir minna, sé að hækka þetta hlutfall.“ Aukið fjármagn ekki svarið Þá segist Björn hafa bent á að árangursmælikvarða vanti inn í skólakerfið. Búið sé að taka úr sambandi alla samræmda árangursmælikvarða og PISA-kannanir sýni að ekki gangi nógu vel að mennta börnin í landinu. Þrátt fyrir það fari mjög mikið fjármagn inn í kerfið. „Það er eitthvað mikið að þarna inni, og það er kannski kveikjan að þessum upphaflegu ummælum borgarstjóra, að kerfið er brotið. Og það sem við erum að reyna að benda á er að þegar þú ert með brotið kerfi, og mikið fer inn og lítið kemur út, þá er lausnin ekki að setja meira inn í kerfið. Lausnin er að opna kassann og laga kerfið.“ Aðspurður segir hann einkarekna grunnskóla mögulega lausn við vandanum. „Auðvitað er kerfið einsleitt. Lægsta hlutfall einkareksturs er í grunnskólum, það er miklu hærra í leikskólum, framhaldsskólum og háskólum þannig að mögulega er það hluti af lausninni. En við erum fyrst og fremst að horfa á hagkvæmni í því kerfi sem við búum við.“ Efnahagsmál Skóla- og menntamál Rekstur hins opinbera Grunnskólar Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
Veikindahlutfall kennara er tvöfalt hærra en á almennum vinnumarkaði samkvæmt nýrri úttekt Viðskiptaráðs, eða ríflega sjö prósent samanborið við þrjú prósent. Þá hefur kennurum og öðru starfsfólki grunnskóla fjölgað hraðar en nemendum og hvergi á Norðurlöndum eru jafn fáir nemendur á hvern grunnskólakennara. Fjöldinn er 9,9 nemendur á kennara hérlendis í samanburði við fjórtán í löndum OECD. Öll gögn má nálgast á vef Viðskiptaráðs. Viðskpitaráð Þá bendir viðskiptaráð á að grunnskólakennarar hér á landi verji minni tíma með nemendum en á öðrum Norðurlöndum og að kennsluskylda sé nítján prósentum undir OECD. Björn Brynjúlfur Björnsson framkvæmdastjóri viðskiptaráðs segir ráðið hafa fylgst með ummælum borgarstjóra um grunnskólakennara og mótmælum í kjölfar þeirra. Viðskiptaráð hafi rýnt í tölfræði OECD til að kanna stöðu grunnskólakerfisins í alþjóðlegu samhengi. Björn ræddi úttektina við Kolbein Tuma í kvöldfréttum. „Við höfum áður fjallað, og þið líka, um lakan námsárangur en þessar nýju tölur leiða í ljós að hagkvæmnin, eða reksturinn, er líka í ólagi,“ segir Björn og nefnir annars vegar hátt veikindhlutfall og hins vegar kennsluskyldu. „Hver og einn kennari er að kenna færri stundir á Íslandi heldur en á öllum öðrum Norðurlöndum. Þetta finnst okkur áhyggjuefni og við teljum augljóst skref, til að nemendur, foreldrar og útsvarsgreiðendur fái meira fyrir minna, sé að hækka þetta hlutfall.“ Aukið fjármagn ekki svarið Þá segist Björn hafa bent á að árangursmælikvarða vanti inn í skólakerfið. Búið sé að taka úr sambandi alla samræmda árangursmælikvarða og PISA-kannanir sýni að ekki gangi nógu vel að mennta börnin í landinu. Þrátt fyrir það fari mjög mikið fjármagn inn í kerfið. „Það er eitthvað mikið að þarna inni, og það er kannski kveikjan að þessum upphaflegu ummælum borgarstjóra, að kerfið er brotið. Og það sem við erum að reyna að benda á er að þegar þú ert með brotið kerfi, og mikið fer inn og lítið kemur út, þá er lausnin ekki að setja meira inn í kerfið. Lausnin er að opna kassann og laga kerfið.“ Aðspurður segir hann einkarekna grunnskóla mögulega lausn við vandanum. „Auðvitað er kerfið einsleitt. Lægsta hlutfall einkareksturs er í grunnskólum, það er miklu hærra í leikskólum, framhaldsskólum og háskólum þannig að mögulega er það hluti af lausninni. En við erum fyrst og fremst að horfa á hagkvæmni í því kerfi sem við búum við.“
Efnahagsmál Skóla- og menntamál Rekstur hins opinbera Grunnskólar Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira