Enn að átta sig á breyttri stöðu eftir tapið fyrir Þórdísi Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2024 09:19 Jón Gunnarsson (t.v.) og Bjarni Benediktsson (t.h.) hafa leitt Sjálfstæðisflokkinn í Suðvesturkjördæmi í átta ár. Nú verður Jón ekki lengur í framboði fyrir flokkinn. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson segist ekki enn farinn að velta fyrir sér hvað taki við hjá sér eftir að hann var undir í baráttu við Þórdísi Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur um annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í gær. Þórdís Kolbrún bauð sig óvænt fram í Suðvesturkjördæmi en hún hefur verið þingmaður Norðvesturkjördæmis. Hún hafði betur gegn Jóni í baráttu um annað sæti listans í atkvæðagreiðslu í kjördæmaráði flokksins í gær. Jón, sem hefur verið í forystusveit Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu frá árinu 2016, gaf ekki kost á sér í önnur sæti og verður því ekki á framboðslistanum fyrir þingkosningarnar sem fara fram 30. nóvember. Í samtali við Vísi í morgun sagðist Jón enn að átta sig á breyttri stöðu. „Ég et þarna kappi við varaformann flokksins. Ég gerði mér alveg grein fyrir því að það væri mikil barátta og svona er bara lýðræðið í okkar flokki. Niðurstaðan úr því er komin. Það er ekkert um þetta að segja. Þetta er bara kosning sem ég tapaði. Það kemur bara í ljós hvað tekur við hjá mér í framhaldinu,“ sagði hann. Um þá ákvörðun að bjóða sig aðeins fram í annað sætið frekar en að taka sæti neðar á lista sagði Jón ástæðu fyrir því að menn sæktust eftir því að vera ofarlega á lista. „Það er sæti sem ég er búinn að hafa á þessum lista síðan 2016 í stóru prófkjöri. Svo fór bara sem fór í þessari kosningu,“ segir hann. Ekki séð hvort aðrir hafi reynt að hafa samband Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins, leiðir lista Miðflokksins í kosningunum. Jón sagði að það kæmi í ljós hvort hann gæti hugsað sér að bjóða sig fram fyrir annan flokk sjálfur. „Ég er ekkert farinn að velta því þannig fyrir mér. Þetta hefur sinn gang. Maður er rétt að átta sig á breyttri stöðu og og benda á það hvað maður fer að gera þegar maður verður orðinn stór,“ sagði Jón sem átti svo annríkt í gær að hann hafði ekki séð hvort fulltrúar einhverra flokka hefðu reynt að ná sambandi við sig. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Suðvesturkjördæmi Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira
Þórdís Kolbrún bauð sig óvænt fram í Suðvesturkjördæmi en hún hefur verið þingmaður Norðvesturkjördæmis. Hún hafði betur gegn Jóni í baráttu um annað sæti listans í atkvæðagreiðslu í kjördæmaráði flokksins í gær. Jón, sem hefur verið í forystusveit Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu frá árinu 2016, gaf ekki kost á sér í önnur sæti og verður því ekki á framboðslistanum fyrir þingkosningarnar sem fara fram 30. nóvember. Í samtali við Vísi í morgun sagðist Jón enn að átta sig á breyttri stöðu. „Ég et þarna kappi við varaformann flokksins. Ég gerði mér alveg grein fyrir því að það væri mikil barátta og svona er bara lýðræðið í okkar flokki. Niðurstaðan úr því er komin. Það er ekkert um þetta að segja. Þetta er bara kosning sem ég tapaði. Það kemur bara í ljós hvað tekur við hjá mér í framhaldinu,“ sagði hann. Um þá ákvörðun að bjóða sig aðeins fram í annað sætið frekar en að taka sæti neðar á lista sagði Jón ástæðu fyrir því að menn sæktust eftir því að vera ofarlega á lista. „Það er sæti sem ég er búinn að hafa á þessum lista síðan 2016 í stóru prófkjöri. Svo fór bara sem fór í þessari kosningu,“ segir hann. Ekki séð hvort aðrir hafi reynt að hafa samband Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins, leiðir lista Miðflokksins í kosningunum. Jón sagði að það kæmi í ljós hvort hann gæti hugsað sér að bjóða sig fram fyrir annan flokk sjálfur. „Ég er ekkert farinn að velta því þannig fyrir mér. Þetta hefur sinn gang. Maður er rétt að átta sig á breyttri stöðu og og benda á það hvað maður fer að gera þegar maður verður orðinn stór,“ sagði Jón sem átti svo annríkt í gær að hann hafði ekki séð hvort fulltrúar einhverra flokka hefðu reynt að ná sambandi við sig.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Suðvesturkjördæmi Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira