„Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til forystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í hinu víðfeðma Norðvesturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Ég hlakka til að takast á við þær áskoranir sem fram undan eru með öflugum hópi Sjálfstæðisfólks,“ segir Ólafur í tilkynningu á Facebook.
Þórdís flytur sig um kjördæmi
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður hefur um árabil verið oddviti flokksins í kjördæminu en tilkynnti í gær að hún hygðist sækjast eftir öðru sætinu í Suðvesturkjördæmi. Þar leiðir formaður flokksins listans, Bjarni Benediktsson.
Kosið verður á sunnudaginn um fjögur efstu sætin í Suðvesturkjördæmi, sex efstu sætin í Suðurkjördæmi, fimm efstu í Norðausturkjördæmi og fjögur efstu í Norðvesturkjördæmi. Tillaga stjórna kjördæmaráðanna er að raðað verði í önnur sæti á listana þar.
Í Reykjavíkurkjördæmunum verður raðað á lista með uppstillingu sem verða svo bornir undir kjördæmisþing.