Jens Garðar vill oddvitasætið Árni Sæberg skrifar 16. október 2024 11:23 Jens Garðar Helgason, aðstoðarforstjóri Kaldvíkur. Sigurjón Ólason Jens Garðar Helgason hefur tilkynnt framboð sitt til oddvita Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi þingkosningum. Hann er aðstoðarforstjóri laxeldisfyrirtæksisins Kaldvíkur. Njáll Trausti Friðbertsson leiddi lista Sjálfstæðismanna í kjördæminu í síðustu kosningum. Í tilkynningu þess efnis segir að Jens Garðar hafi langa reynslu af störfum í atvinnulífi og sveitarstjórn. Framboðið sé byggt á þörf fyrir sterka forystu sem gæti betur hagsmuna Norðausturkjördæmis. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á málefnum samfélagsins og trúi því að með sameiginlegu átaki getum við tryggt áframhaldandi framfarir og velferð í kjördæmi sem og landinu í heild. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið sterkt hreyfiafl íslenskra stjórnmála og þjóðlífs. Ég vill leggja mitt af mörkum í baráttu fyrir framgangi sjálfstæðisstefnunnar,“ er haft eftir honum. Mikil reynsla af sjávarútvegi Þá segir að Jens Garðar sé 47 ára gamall, fæddur og uppalinn á Eskifirði. Hann hafi útskrifast sem stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1996, stundað nám við viðskiptafræði í Háskóla Íslands frá 1997 til 2000 og hafi MBA gráðu frá Norwegian School of Economics. Jens Garðar sé búsettur á Eskifirði og eigi þrjú börn. Eiginkona hans sé Kristín Lilja Eyglóardóttir heilaskurðlæknir. Jens Garðar hafi lengi starfað í forystu sjávarútvegsins og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum á sveitarstjórnarstigi. Hann hafi verið formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á árunum 2014 til 2020, varaformaður Samtaka atvinnulífsins 2017 til 2020 og formaður bæjarráðs í Fjarðabyggð tvo kjörtímabil. „Í störfum mínum í atvinnulífi og stjórnmálum hef ég unnið náið með fólki og veit hversu mikilvægt það er að hlusta á raddir allra og byggja brýr milli ólíkra sjónarmiða,“ er haft eftir honum. Í tilkynningunni er ekki tekið fram við hvað hann starfar nú, en hann er aðstoðarforstjóri Kaldvíkur, laxeldisfyrirtækis sem áður hét Ice fish farm. Rödd athafnafrelsis þurfi að heyrast betur Haft er eftir honum að hugmyndaauðgi, kjarkur og þor einstaklingsins sé, og hafi verið, drifkraftur hagsældar Íslendinga. Það sé hlutverk ríkisvaldsins að skapa umhverfi sem hvetur, en ekki letur, áframhaldandi fjárfestingar og framþróun. „Í þessu starfi vil ég leiða Sjálfstæðisflokkinn í Norðausturkjördæmi. Rödd athafnafrelsis þarf að heyrast betur. Forsenda uppbyggingar öflugs velferðarkerfis er meiri verðmætasköpun. Frjálst fólk framleiðir meira.“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Sjávarútvegur Fiskeldi Alþingiskosningar 2024 Norðausturkjördæmi Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Í tilkynningu þess efnis segir að Jens Garðar hafi langa reynslu af störfum í atvinnulífi og sveitarstjórn. Framboðið sé byggt á þörf fyrir sterka forystu sem gæti betur hagsmuna Norðausturkjördæmis. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á málefnum samfélagsins og trúi því að með sameiginlegu átaki getum við tryggt áframhaldandi framfarir og velferð í kjördæmi sem og landinu í heild. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið sterkt hreyfiafl íslenskra stjórnmála og þjóðlífs. Ég vill leggja mitt af mörkum í baráttu fyrir framgangi sjálfstæðisstefnunnar,“ er haft eftir honum. Mikil reynsla af sjávarútvegi Þá segir að Jens Garðar sé 47 ára gamall, fæddur og uppalinn á Eskifirði. Hann hafi útskrifast sem stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1996, stundað nám við viðskiptafræði í Háskóla Íslands frá 1997 til 2000 og hafi MBA gráðu frá Norwegian School of Economics. Jens Garðar sé búsettur á Eskifirði og eigi þrjú börn. Eiginkona hans sé Kristín Lilja Eyglóardóttir heilaskurðlæknir. Jens Garðar hafi lengi starfað í forystu sjávarútvegsins og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum á sveitarstjórnarstigi. Hann hafi verið formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á árunum 2014 til 2020, varaformaður Samtaka atvinnulífsins 2017 til 2020 og formaður bæjarráðs í Fjarðabyggð tvo kjörtímabil. „Í störfum mínum í atvinnulífi og stjórnmálum hef ég unnið náið með fólki og veit hversu mikilvægt það er að hlusta á raddir allra og byggja brýr milli ólíkra sjónarmiða,“ er haft eftir honum. Í tilkynningunni er ekki tekið fram við hvað hann starfar nú, en hann er aðstoðarforstjóri Kaldvíkur, laxeldisfyrirtækis sem áður hét Ice fish farm. Rödd athafnafrelsis þurfi að heyrast betur Haft er eftir honum að hugmyndaauðgi, kjarkur og þor einstaklingsins sé, og hafi verið, drifkraftur hagsældar Íslendinga. Það sé hlutverk ríkisvaldsins að skapa umhverfi sem hvetur, en ekki letur, áframhaldandi fjárfestingar og framþróun. „Í þessu starfi vil ég leiða Sjálfstæðisflokkinn í Norðausturkjördæmi. Rödd athafnafrelsis þarf að heyrast betur. Forsenda uppbyggingar öflugs velferðarkerfis er meiri verðmætasköpun. Frjálst fólk framleiðir meira.“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Sjávarútvegur Fiskeldi Alþingiskosningar 2024 Norðausturkjördæmi Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira