„Hefur engan tilgang“ að setja nýtt fólk í starfsstjórn Heimir Már Pétursson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 15. október 2024 17:42 Sigurður Ingi segir mikilvægt að ljúka við ýmis verkefni fram að kosningum. Vísir/Einar Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hyggst sitja áfram í starfsstjórn Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra fram að kosningum. Eðlilegast sé að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur skipti með sér verkum ráðherra Vinstri grænna. Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna tilkynnti að ráðherrar flokksins hygðust ekki sitja í starfstjórn skömmu eftir að Halla Tómasdóttir forseti Íslands rauf þing síðdegis. Þingflokkur Framsóknar fundaði í gær og var niðurstaða hans að skynsamlegast væri, nú þegar boðað hefur verið til kosninga með örskömmum fyrirvara að fylgja verði eftir þeim verkefnum sem eru á borðinu. Sigurður sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að honum þætti eðlilegast að ef Vinstri græn yrðu ekki með í starfsstjórninni skiptu hinir tveir stjórnarflokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn, með sér verkum. „Það hefur engan tilgang að setja nýtt fólk í það. Þetta er fyrst og fremst starfsstjórn sem er að starfa fram að kosningum,“ sagði Sigurður Ingi. Svandís viðraði það í gær að hún væri tilbúin til að sitja í minnihlutastjórn undir forystu Sigurðar Inga fram að kosningum. Freistaði það þín að fara í slíkt samstarf? „Nei, ekki persónulega. En það sem okkur fannst í Framsókn og finnst að þegar við erum komin í þessar aðstæður, þá þurfum við að horfa á þessi verkefni sem við teljum að sé mikilvægt að sé lokið. Auðvitað vita allir að það þarf að ljúka fjárlögum og það er mikilvægt í þessu efnahagsumhverfi sem við erum í,“ sagði Sigurður. Þá séu fleiri mál sem væri gott að klára, til að mynda ýmis samgöngumál. „Við þurfum að skoða hvort það sé hægt. Hún er auðvitað ekki komin fram, það væri auðvitað möguleiki að mæla fyrir henni en það má líka skoða hvort það sé hægt að gera það í gegnum fjárlögin á einvhern hátt. ég held það myndi hjálpa til við pólitíska umræðu að samgönguáætlun komi fram.“ Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Alþingi Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna tilkynnti að ráðherrar flokksins hygðust ekki sitja í starfstjórn skömmu eftir að Halla Tómasdóttir forseti Íslands rauf þing síðdegis. Þingflokkur Framsóknar fundaði í gær og var niðurstaða hans að skynsamlegast væri, nú þegar boðað hefur verið til kosninga með örskömmum fyrirvara að fylgja verði eftir þeim verkefnum sem eru á borðinu. Sigurður sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að honum þætti eðlilegast að ef Vinstri græn yrðu ekki með í starfsstjórninni skiptu hinir tveir stjórnarflokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn, með sér verkum. „Það hefur engan tilgang að setja nýtt fólk í það. Þetta er fyrst og fremst starfsstjórn sem er að starfa fram að kosningum,“ sagði Sigurður Ingi. Svandís viðraði það í gær að hún væri tilbúin til að sitja í minnihlutastjórn undir forystu Sigurðar Inga fram að kosningum. Freistaði það þín að fara í slíkt samstarf? „Nei, ekki persónulega. En það sem okkur fannst í Framsókn og finnst að þegar við erum komin í þessar aðstæður, þá þurfum við að horfa á þessi verkefni sem við teljum að sé mikilvægt að sé lokið. Auðvitað vita allir að það þarf að ljúka fjárlögum og það er mikilvægt í þessu efnahagsumhverfi sem við erum í,“ sagði Sigurður. Þá séu fleiri mál sem væri gott að klára, til að mynda ýmis samgöngumál. „Við þurfum að skoða hvort það sé hægt. Hún er auðvitað ekki komin fram, það væri auðvitað möguleiki að mæla fyrir henni en það má líka skoða hvort það sé hægt að gera það í gegnum fjárlögin á einvhern hátt. ég held það myndi hjálpa til við pólitíska umræðu að samgönguáætlun komi fram.“
Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Alþingi Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira