Taka ekki þátt í starfsstjórn Árni Sæberg skrifar 15. október 2024 17:04 Svandís Svavarsdóttir, formaður VG, verður ekki við beiðni forseta um að sitja í starfsstjórn. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur tilkynnt að ráðherrar flokksins muni ekki verða við beiðni forseta Íslands um að sitja áfram í starfsstjórn. Í tilkynningu Svandísar á Facebook þess efnis segir að ráðherrar Vinstri grænna, hún sjálf, Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, verði frá og með morgundeginum almennir þingmenn. Þeir muni nálgast þau brýnu mál sem nauðsynlegt er að ljúka á Alþingi af ábyrgð og skyldurækni. „Ég hef fulla trú á þinginu, það hefur áður tekist á við flókna stöðu.“ Fáheyrt að ekki sé orðið við beiðni forseta Bjarni Benediktsson forsætisráðherra baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt á fundi með forseta nú síðdegis. Forseti féllst á beiðni hans og bað hann að sitja áfram í starfsstjórn ásamt öðrum ráðherrum, líkt og venjan er þegar stjórnir slitna. Bjarni sagði að loknum fundinum að spyrja þyrfti Vinstri græn að því hvort þau yrðu við beiðni forseta og að hann ræki ekki minni til þess að slíkri beiðni hafi verið neitað, utan eins ráðherra sem vildi snúa aftur til dómarastarfa. Erindið skýrt Svandís segir að næsta skref séu kosningar þann 30. nóvember, að loknu samtali við kjósendur um land allt um framtíðina og sýnina fyrir Ísland. „Ákall almennings eftir lausnum, vegna verðbólgu og vaxta, í efnahagsmálum, húsnæðismálum, í almannaþjónustu og fleiri mikilvægum málaflokkum heyrist skýrt. Við í VG teljum að það sé enginn lausn önnur en öflug félagshyggja, ekki séu aðrar leiðir færar til þess að takast á við raunverulegar áskoranir samtímans. Í anda félagslegs réttlætis, femínisma, friðar og grænna stjórnmála höldum við á fund kjósenda. Erindi VG er skýrt, við munum gera okkar til þess að vinstrið eigi öfluga rödd á Alþingi Íslendinga fáum við til þess umboð. Ég hlakka til! Sjáumst þarna úti.“ Tilkynning Svandísar: Forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, hefur beðist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Því liggur fyrir að ríkisstjórnin hefur lokið erindi sínu. Samtöl leiddu ekki til annarrar lausnar á þeirri stöðu sem upp er komin og það er niðurstaða þingflokks VG að taka ekki þátt í starfsstjórn undir þessum kringumstæðum. Ráðherrar VG verða frá og með morgundeginum almennir þingmenn og munu nálgast þau brýnu mál sem nauðsynlegt er að ljúka á Alþingi af ábyrgð og skyldurækni. Ég hef fulla trú á þinginu, það hefur áður tekist á við flókna stöðu. Næsta skref eru kosningar, 30. nóvember, að loknu samtali við kjósendur um land allt, um framtíðina og sýnina fyrir Ísland. Ákall almennings eftir lausnum, vegna verðbólgu og vaxta, í efnahagsmálum, húsnæðismálum, í almannaþjónustu og fleiri mikilvægum málaflokkum heyrist skýrt. Við í VG teljum að það sé enginn lausn önnur en öflug félagshyggja, ekki séu aðrar leiðir færar til þess að takast á við raunverulegar áskoranir samtímans. Í anda félagslegs réttlætis, femínisma, friðar og grænna stjórnmála höldum við á fund kjósenda. Erindi VG er skýrt, við munum gera okkar til þess að vinstrið eigi öfluga rödd á Alþingi Íslendinga fáum við til þess umboð. Ég hlakka til! Sjáumst þarna úti. Fréttin hefur verið uppfærð. Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Alþingi Forseti Íslands Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Halla féllst á beiðni Bjarna og rúmar sex vikur til kosninga Halla Tómasdóttir forseti féllst í dag á tillögu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í dag um þingrof. Kosið verður til Alþingis þann 30. nóvember næstkomandi. 15. október 2024 12:50 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Í tilkynningu Svandísar á Facebook þess efnis segir að ráðherrar Vinstri grænna, hún sjálf, Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, verði frá og með morgundeginum almennir þingmenn. Þeir muni nálgast þau brýnu mál sem nauðsynlegt er að ljúka á Alþingi af ábyrgð og skyldurækni. „Ég hef fulla trú á þinginu, það hefur áður tekist á við flókna stöðu.“ Fáheyrt að ekki sé orðið við beiðni forseta Bjarni Benediktsson forsætisráðherra baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt á fundi með forseta nú síðdegis. Forseti féllst á beiðni hans og bað hann að sitja áfram í starfsstjórn ásamt öðrum ráðherrum, líkt og venjan er þegar stjórnir slitna. Bjarni sagði að loknum fundinum að spyrja þyrfti Vinstri græn að því hvort þau yrðu við beiðni forseta og að hann ræki ekki minni til þess að slíkri beiðni hafi verið neitað, utan eins ráðherra sem vildi snúa aftur til dómarastarfa. Erindið skýrt Svandís segir að næsta skref séu kosningar þann 30. nóvember, að loknu samtali við kjósendur um land allt um framtíðina og sýnina fyrir Ísland. „Ákall almennings eftir lausnum, vegna verðbólgu og vaxta, í efnahagsmálum, húsnæðismálum, í almannaþjónustu og fleiri mikilvægum málaflokkum heyrist skýrt. Við í VG teljum að það sé enginn lausn önnur en öflug félagshyggja, ekki séu aðrar leiðir færar til þess að takast á við raunverulegar áskoranir samtímans. Í anda félagslegs réttlætis, femínisma, friðar og grænna stjórnmála höldum við á fund kjósenda. Erindi VG er skýrt, við munum gera okkar til þess að vinstrið eigi öfluga rödd á Alþingi Íslendinga fáum við til þess umboð. Ég hlakka til! Sjáumst þarna úti.“ Tilkynning Svandísar: Forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, hefur beðist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Því liggur fyrir að ríkisstjórnin hefur lokið erindi sínu. Samtöl leiddu ekki til annarrar lausnar á þeirri stöðu sem upp er komin og það er niðurstaða þingflokks VG að taka ekki þátt í starfsstjórn undir þessum kringumstæðum. Ráðherrar VG verða frá og með morgundeginum almennir þingmenn og munu nálgast þau brýnu mál sem nauðsynlegt er að ljúka á Alþingi af ábyrgð og skyldurækni. Ég hef fulla trú á þinginu, það hefur áður tekist á við flókna stöðu. Næsta skref eru kosningar, 30. nóvember, að loknu samtali við kjósendur um land allt, um framtíðina og sýnina fyrir Ísland. Ákall almennings eftir lausnum, vegna verðbólgu og vaxta, í efnahagsmálum, húsnæðismálum, í almannaþjónustu og fleiri mikilvægum málaflokkum heyrist skýrt. Við í VG teljum að það sé enginn lausn önnur en öflug félagshyggja, ekki séu aðrar leiðir færar til þess að takast á við raunverulegar áskoranir samtímans. Í anda félagslegs réttlætis, femínisma, friðar og grænna stjórnmála höldum við á fund kjósenda. Erindi VG er skýrt, við munum gera okkar til þess að vinstrið eigi öfluga rödd á Alþingi Íslendinga fáum við til þess umboð. Ég hlakka til! Sjáumst þarna úti. Fréttin hefur verið uppfærð.
Tilkynning Svandísar: Forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, hefur beðist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Því liggur fyrir að ríkisstjórnin hefur lokið erindi sínu. Samtöl leiddu ekki til annarrar lausnar á þeirri stöðu sem upp er komin og það er niðurstaða þingflokks VG að taka ekki þátt í starfsstjórn undir þessum kringumstæðum. Ráðherrar VG verða frá og með morgundeginum almennir þingmenn og munu nálgast þau brýnu mál sem nauðsynlegt er að ljúka á Alþingi af ábyrgð og skyldurækni. Ég hef fulla trú á þinginu, það hefur áður tekist á við flókna stöðu. Næsta skref eru kosningar, 30. nóvember, að loknu samtali við kjósendur um land allt, um framtíðina og sýnina fyrir Ísland. Ákall almennings eftir lausnum, vegna verðbólgu og vaxta, í efnahagsmálum, húsnæðismálum, í almannaþjónustu og fleiri mikilvægum málaflokkum heyrist skýrt. Við í VG teljum að það sé enginn lausn önnur en öflug félagshyggja, ekki séu aðrar leiðir færar til þess að takast á við raunverulegar áskoranir samtímans. Í anda félagslegs réttlætis, femínisma, friðar og grænna stjórnmála höldum við á fund kjósenda. Erindi VG er skýrt, við munum gera okkar til þess að vinstrið eigi öfluga rödd á Alþingi Íslendinga fáum við til þess umboð. Ég hlakka til! Sjáumst þarna úti.
Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Alþingi Forseti Íslands Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Halla féllst á beiðni Bjarna og rúmar sex vikur til kosninga Halla Tómasdóttir forseti féllst í dag á tillögu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í dag um þingrof. Kosið verður til Alþingis þann 30. nóvember næstkomandi. 15. október 2024 12:50 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Halla féllst á beiðni Bjarna og rúmar sex vikur til kosninga Halla Tómasdóttir forseti féllst í dag á tillögu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í dag um þingrof. Kosið verður til Alþingis þann 30. nóvember næstkomandi. 15. október 2024 12:50