Meintur nethrellir fær bætur vegna húsleitar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. október 2024 22:55 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manni sem grunaður var um að ofsækja konu miskabætur vegna húsleitar, handtöku og haldlagningu tækjabúnaðar í fleiri ár. Þær bætur sem hann fékk voru þó umtalsvert lægri en þær sem hann krafðist. Árið 2016 kom kona á lögreglustöð og lagði fram kæru á hendur manni vegna eineltis og brots gegn friðhelgi einkalífs hennar. Hún hélt því fram að maðurinn hefði sent sér skilaboð í gegnum vefsíðuna hringdu.is með ýmsum svívirðingum. Þá hefði hann einnig sett inn óhróður um hana á Facebook-síðu sem var ranglega skráð á nafn vinnuveitanda hennar og sett síðurnar sjálfur upp í þeim tilgangi. Máli sínu til stuðnings lagði hún fram útprentuð tölvupóstsamskipti og skjáskot af smáskilaboðum og ummælum sem höfðu birst á vefsíðum sem hún sagði að kæmu frá manninum. Nýjar kærur Ári síðar var maðurinn boðaður í skýrslutöku hjá lögreglu vegna málsins og fékk stöðu sakbornings. Hann neitaði sök í málinu en undirritaði heimild til leitar bæði á lögheimili sínu og dvalarstað. Leit var framkvæmd sama dag og við leitina var lagt hald á þrjá farsíma og tvær turntölvur. Maðurinn neitaði að gefa lögreglu upp lykilorð að læstum búnaðnum. Stuttu síðar lagði lögregla fram kröfu í Héraðsdómi Reykjavíkur þess efnis að lögreglu yrði heimilað að opna og rannsaka efni og innihald haldlagðra tækja og var fallist á kröfuna en ekki reyndist unnt að opna alla símana vegna þess að lykilorðið fékkst ekki uppgefið. Um hálfu árið síðar lagði konan fram nýja kæru gegn manninum fyrir brot gegn friðhelgi einkalífs og fyrir ærumeiðingar og hélt hún því fram að hann væri aftur farinn að áreita hana á samfélagsmiðlum og í gegnum einkasamskipti við fólk sem tengdist henni. Hálfu ári eftir það kom konan svo á nýjan leik á lögreglustöð og hélt því fram að maðurinn hefði birt ærumeiðandi ummæli um hana, ljósmyndir, myndskeið og aðrar upplýsingar í þeim tilgangi að sverta mannorð hennar. Tókst ekki að staðfesta uppruna skilaboðanna Maðurinn var svo handtekinn í maí 2019 og færður í gæsluvarðhald í fangelsinu á Hólmsheiði. Daginn eftir var hann yfirheyrður vegna meintra brota gegn konunni auk fleiri mála á hendur hinum sem rannsökuð voru samhliða því máli sem hér um ræðir. Maðurinn neitaði sök, vildi ekki tjá sig um sakarefnið eða kvaðst ekki muna eftir því sem um var spurt. Lögreglu tókst ekki að staðfesta uppruna þeirra skilaboða sem grunur lék á að kæmu frá manninum og fyrsta september 2022 var honum tilkynnt að rannsókn á málinu hefði verið hætt. Með bréfi tíunda október 2022 óskaði hann eftir afhendingu munanna sem lagt var hald á við húsleitina og var haldlagningu aflétt fjórtánda október sama ár. Búnaðurinn orðinn úreltur Maðurinn er sjálfstætt starfandi forritari og sagðist hafa orðið fyrir miklu fjártjóni vegna haldlagningarinnar. Hann hélt því fram að miklar breytingar hafi orðið á starfsumhverfi við forritun á þeim tíma sem haldlagningin var í gildi og því ljóst að hugbúnaðurinn sem var inni á tölvunni hafi verið orðinn úreltur þegar búnaðurinn var afhentur. Maðurinn hafi ítrekað beðið um að fá búnaðinn afhentan en fengið misvísandi upplýsingar um sötðu búnaðarins. Þessi óhóflegi dráttur á afhendingu varð til þessa umtalsverða fjártjóns sem vísað er til hér að ofan. Hann krafðist 6,5 milljóna króna bóta, þar af fjögurra vegna fjártjóns og tveggja og hálfra vegna miska. Maðurinn taldi lögreglu hafa farið offari með framgöngu sinni og brotið gegn meðalhófsreglu. Maðurinn hafi stuðlað að töfinni sjálfur Héraðsdómur féllst á bótarétt mannsins en talsvert minni en hann hafði farið fram á. Maðurinn hafi sjálfur stuðlað að þeim aðgerðum sem hann reisti kröfu sína á með því að tefja fyrir rannsókn málsins með því að neita að gefa upp lykilorð að tækjunum. Þá féllst héraðsdómur ekki á það að rannsókn lögreglu hafi brotið meðalhófsreglu eða að hún hafi verið að tilefnislausu. Niðurstaðan var sú að manninum voru dæmdar 250 þúsund krónur í bætur. Dóminn má lesa í heild sinni með því að smella hér. Dómsmál Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Sjá meira
Árið 2016 kom kona á lögreglustöð og lagði fram kæru á hendur manni vegna eineltis og brots gegn friðhelgi einkalífs hennar. Hún hélt því fram að maðurinn hefði sent sér skilaboð í gegnum vefsíðuna hringdu.is með ýmsum svívirðingum. Þá hefði hann einnig sett inn óhróður um hana á Facebook-síðu sem var ranglega skráð á nafn vinnuveitanda hennar og sett síðurnar sjálfur upp í þeim tilgangi. Máli sínu til stuðnings lagði hún fram útprentuð tölvupóstsamskipti og skjáskot af smáskilaboðum og ummælum sem höfðu birst á vefsíðum sem hún sagði að kæmu frá manninum. Nýjar kærur Ári síðar var maðurinn boðaður í skýrslutöku hjá lögreglu vegna málsins og fékk stöðu sakbornings. Hann neitaði sök í málinu en undirritaði heimild til leitar bæði á lögheimili sínu og dvalarstað. Leit var framkvæmd sama dag og við leitina var lagt hald á þrjá farsíma og tvær turntölvur. Maðurinn neitaði að gefa lögreglu upp lykilorð að læstum búnaðnum. Stuttu síðar lagði lögregla fram kröfu í Héraðsdómi Reykjavíkur þess efnis að lögreglu yrði heimilað að opna og rannsaka efni og innihald haldlagðra tækja og var fallist á kröfuna en ekki reyndist unnt að opna alla símana vegna þess að lykilorðið fékkst ekki uppgefið. Um hálfu árið síðar lagði konan fram nýja kæru gegn manninum fyrir brot gegn friðhelgi einkalífs og fyrir ærumeiðingar og hélt hún því fram að hann væri aftur farinn að áreita hana á samfélagsmiðlum og í gegnum einkasamskipti við fólk sem tengdist henni. Hálfu ári eftir það kom konan svo á nýjan leik á lögreglustöð og hélt því fram að maðurinn hefði birt ærumeiðandi ummæli um hana, ljósmyndir, myndskeið og aðrar upplýsingar í þeim tilgangi að sverta mannorð hennar. Tókst ekki að staðfesta uppruna skilaboðanna Maðurinn var svo handtekinn í maí 2019 og færður í gæsluvarðhald í fangelsinu á Hólmsheiði. Daginn eftir var hann yfirheyrður vegna meintra brota gegn konunni auk fleiri mála á hendur hinum sem rannsökuð voru samhliða því máli sem hér um ræðir. Maðurinn neitaði sök, vildi ekki tjá sig um sakarefnið eða kvaðst ekki muna eftir því sem um var spurt. Lögreglu tókst ekki að staðfesta uppruna þeirra skilaboða sem grunur lék á að kæmu frá manninum og fyrsta september 2022 var honum tilkynnt að rannsókn á málinu hefði verið hætt. Með bréfi tíunda október 2022 óskaði hann eftir afhendingu munanna sem lagt var hald á við húsleitina og var haldlagningu aflétt fjórtánda október sama ár. Búnaðurinn orðinn úreltur Maðurinn er sjálfstætt starfandi forritari og sagðist hafa orðið fyrir miklu fjártjóni vegna haldlagningarinnar. Hann hélt því fram að miklar breytingar hafi orðið á starfsumhverfi við forritun á þeim tíma sem haldlagningin var í gildi og því ljóst að hugbúnaðurinn sem var inni á tölvunni hafi verið orðinn úreltur þegar búnaðurinn var afhentur. Maðurinn hafi ítrekað beðið um að fá búnaðinn afhentan en fengið misvísandi upplýsingar um sötðu búnaðarins. Þessi óhóflegi dráttur á afhendingu varð til þessa umtalsverða fjártjóns sem vísað er til hér að ofan. Hann krafðist 6,5 milljóna króna bóta, þar af fjögurra vegna fjártjóns og tveggja og hálfra vegna miska. Maðurinn taldi lögreglu hafa farið offari með framgöngu sinni og brotið gegn meðalhófsreglu. Maðurinn hafi stuðlað að töfinni sjálfur Héraðsdómur féllst á bótarétt mannsins en talsvert minni en hann hafði farið fram á. Maðurinn hafi sjálfur stuðlað að þeim aðgerðum sem hann reisti kröfu sína á með því að tefja fyrir rannsókn málsins með því að neita að gefa upp lykilorð að tækjunum. Þá féllst héraðsdómur ekki á það að rannsókn lögreglu hafi brotið meðalhófsreglu eða að hún hafi verið að tilefnislausu. Niðurstaðan var sú að manninum voru dæmdar 250 þúsund krónur í bætur. Dóminn má lesa í heild sinni með því að smella hér.
Dómsmál Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Sjá meira