Ósáttur við ósamræmið og segir Skandinavíu í herferð gegn VAR Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. október 2024 22:08 Åge Hareide skilur ekki afhverju dómarinn var ekki sendur í skjáinn. Vísir/Hulda Margrét Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, var enn ósáttur með dómgæsluna er hann mætti á blaðamannafund eftir 4-2 tap liðsins gegn Tyrkjum í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Tyrkneska liðið fékk tvær vítaspyrnur í leiknum, í bæði skiptin eftir að boltinn hafði farið í hönd varnarmanns íslenska liðsins. Íslensku leikmennirnir vildu svo sjálfir fá vítaspyrnu síðar í leiknum þegar Merih Demiral virtist verja með höndinni á marklínu, en ekkert var dæmt. „Dómarinn skoðar þetta ekki og þeir í VAR-herberginu biðja hann ekki einu sinni um að fara að skoða þetta,“ sagði Hareide í blaðamannafundinum, augljóslega enn pirraður yfir dómnum. „Þetta er mjög skrýtið. Þegar við skoðuðum þetta í tölvunni okkar á bekknum sjáum við að hann ver með hendinni á marklínunni. Það þarf að gera eitthvað í reglunum um hvað er hendi og hvað ekki því þetta var skrýtið. Hvernig getum við spilað fótbolta ef við vitum ekki hvaða reglur eru í gildi.“ „Stundum fer boltinn í höndina og þá er dæmt víti, en stundum fer boltinn í höndina og þá er ekki dæmt víti. Ég bað dómarann um að skoða þetta því þetta var ekki rétt í mínum huga.“ Skandinavísk herferð gegn VAR Þá segir Hareide að í ljósi þess að Tyrkir hafi fengið tvö víti fyrir svipuð atvik hafi það verið sérstaklega súrt að fá ekki eitt stykki vítaspspyrnu í leiknum. „Já það er mjög súrt. Það er herferð gegn VAR í Skandinavíu. Svíarnir vilja ekki fá VAR og í Noregi vilja þeir losna við þetta. Ég skil það vel því það er ekkert samræmi. Þeir skoða atvikin þegar Tyrkir fá víti, en þeir skoða ekki þegar við viljum fá víti og mér þykir það mjög furðulegt.“ „Og við höfum lent í þessu áður. Það var atvikið með Ronaldo þegar við spiluðum á móti Portúgal og atvikið á móti Slóvakíu þar sem dómarinn skoðar ekki allt dæmið. Þetta er mjög sorglegt fyrir okkur því við erum að leggja mikið á okkur í þessum leikjum á móti sterkum andstæðingum.“ „Ég er mjög vonsvikin akkúrat núna,“ sagði þjálfarinn að lokum. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 2-4 | Grasið kvatt með gjöf til Tyrkja Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kvaddi, vonandi, grasið á Laugardalsvelli í kvöld með 4-2 tapi gegn Tyrkjum sem þar með sóttu í fyrsta sinn í sögunni þrjú stig til Íslands. 14. október 2024 17:47 „Mér finnst þetta bara kjaftæði“ „Ég skil bara ekki hvernig þetta féll ekki okkar megin í dag,“ segir Orri Óskarsson eftir óhemju svekkjandi 4-2 tap Íslands gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í kvöld, í Þjóðadeildinni í fótbolta. 14. október 2024 21:41 Einkunnir Íslands: Orri bar af í tapi gegn Tyrkjum Ísland tapaði 2-4 gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í kvöld. Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi yfir snemma og var valinn maður leiksins. 14. október 2024 20:48 „Einstaklingsmistök að kosta okkur stigin og við þurfum að hætta því“ „Mjög stór mistök sem kosta okkur leikinn,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide rétt eftir að hann sussaði á Tyrki sem fögnuðu 4-2 sigri gegn Íslandi. 14. október 2024 21:34 Samfélagsmiðlarnir: „Skrípaleikur í lægsta gæðaflokki“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 4-2 tap er liðið tók á móti Tyrkjum í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2024 20:58 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Handbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Sjá meira
Tyrkneska liðið fékk tvær vítaspyrnur í leiknum, í bæði skiptin eftir að boltinn hafði farið í hönd varnarmanns íslenska liðsins. Íslensku leikmennirnir vildu svo sjálfir fá vítaspyrnu síðar í leiknum þegar Merih Demiral virtist verja með höndinni á marklínu, en ekkert var dæmt. „Dómarinn skoðar þetta ekki og þeir í VAR-herberginu biðja hann ekki einu sinni um að fara að skoða þetta,“ sagði Hareide í blaðamannafundinum, augljóslega enn pirraður yfir dómnum. „Þetta er mjög skrýtið. Þegar við skoðuðum þetta í tölvunni okkar á bekknum sjáum við að hann ver með hendinni á marklínunni. Það þarf að gera eitthvað í reglunum um hvað er hendi og hvað ekki því þetta var skrýtið. Hvernig getum við spilað fótbolta ef við vitum ekki hvaða reglur eru í gildi.“ „Stundum fer boltinn í höndina og þá er dæmt víti, en stundum fer boltinn í höndina og þá er ekki dæmt víti. Ég bað dómarann um að skoða þetta því þetta var ekki rétt í mínum huga.“ Skandinavísk herferð gegn VAR Þá segir Hareide að í ljósi þess að Tyrkir hafi fengið tvö víti fyrir svipuð atvik hafi það verið sérstaklega súrt að fá ekki eitt stykki vítaspspyrnu í leiknum. „Já það er mjög súrt. Það er herferð gegn VAR í Skandinavíu. Svíarnir vilja ekki fá VAR og í Noregi vilja þeir losna við þetta. Ég skil það vel því það er ekkert samræmi. Þeir skoða atvikin þegar Tyrkir fá víti, en þeir skoða ekki þegar við viljum fá víti og mér þykir það mjög furðulegt.“ „Og við höfum lent í þessu áður. Það var atvikið með Ronaldo þegar við spiluðum á móti Portúgal og atvikið á móti Slóvakíu þar sem dómarinn skoðar ekki allt dæmið. Þetta er mjög sorglegt fyrir okkur því við erum að leggja mikið á okkur í þessum leikjum á móti sterkum andstæðingum.“ „Ég er mjög vonsvikin akkúrat núna,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 2-4 | Grasið kvatt með gjöf til Tyrkja Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kvaddi, vonandi, grasið á Laugardalsvelli í kvöld með 4-2 tapi gegn Tyrkjum sem þar með sóttu í fyrsta sinn í sögunni þrjú stig til Íslands. 14. október 2024 17:47 „Mér finnst þetta bara kjaftæði“ „Ég skil bara ekki hvernig þetta féll ekki okkar megin í dag,“ segir Orri Óskarsson eftir óhemju svekkjandi 4-2 tap Íslands gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í kvöld, í Þjóðadeildinni í fótbolta. 14. október 2024 21:41 Einkunnir Íslands: Orri bar af í tapi gegn Tyrkjum Ísland tapaði 2-4 gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í kvöld. Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi yfir snemma og var valinn maður leiksins. 14. október 2024 20:48 „Einstaklingsmistök að kosta okkur stigin og við þurfum að hætta því“ „Mjög stór mistök sem kosta okkur leikinn,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide rétt eftir að hann sussaði á Tyrki sem fögnuðu 4-2 sigri gegn Íslandi. 14. október 2024 21:34 Samfélagsmiðlarnir: „Skrípaleikur í lægsta gæðaflokki“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 4-2 tap er liðið tók á móti Tyrkjum í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2024 20:58 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Handbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 2-4 | Grasið kvatt með gjöf til Tyrkja Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kvaddi, vonandi, grasið á Laugardalsvelli í kvöld með 4-2 tapi gegn Tyrkjum sem þar með sóttu í fyrsta sinn í sögunni þrjú stig til Íslands. 14. október 2024 17:47
„Mér finnst þetta bara kjaftæði“ „Ég skil bara ekki hvernig þetta féll ekki okkar megin í dag,“ segir Orri Óskarsson eftir óhemju svekkjandi 4-2 tap Íslands gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í kvöld, í Þjóðadeildinni í fótbolta. 14. október 2024 21:41
Einkunnir Íslands: Orri bar af í tapi gegn Tyrkjum Ísland tapaði 2-4 gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í kvöld. Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi yfir snemma og var valinn maður leiksins. 14. október 2024 20:48
„Einstaklingsmistök að kosta okkur stigin og við þurfum að hætta því“ „Mjög stór mistök sem kosta okkur leikinn,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide rétt eftir að hann sussaði á Tyrki sem fögnuðu 4-2 sigri gegn Íslandi. 14. október 2024 21:34
Samfélagsmiðlarnir: „Skrípaleikur í lægsta gæðaflokki“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 4-2 tap er liðið tók á móti Tyrkjum í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2024 20:58