Uppstilling á framboðslista „ekki A-kostur“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. október 2024 11:26 Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar gerir ráð fyrir að valið verði á framboðslista flokksins með uppröðun á lista. Vísir/Vilhelm Þótt formaður Samfylkingarinnar hafi lýst því yfir í gær að fátt annað komi til greina en að velja á framboðslista flokksins með uppstillingu hefur formleg ákvörðun um slíkt ekki verið tekin. Það er í höndum kjördæmisráðs flokksins að taka ákvörðun um fyrirkomulag við val á lista en formenn kjördæmisráða munu funda síðdegis í dag. Formaður framkvæmdastjórnar flokksins segist telja að fullur skilningur ríki fyrir því að farin verði þessa leið í ljósi þess hve stutt sé að öllum líkindum til kosninga, þótt „þetta sé ekki A-kostur.“ „Það er skammur tími til stefnu þegar svona aðstæður skapast. Það liggur beinast við að það verður að stilla upp sterkum lista um land allt. Ég á auðvitað eftir að ræða við kjördæmisráð, sem funda um slíka uppstillingu. Tímaramminn býður í raun ekki upp á annað en uppstillingu,” sagði Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar í samtali við fréttastofu í gær, í framhaldi af ákvörðun forsætisráðherra um að fara fram á þingrof og að boðað verði til kosninga í lok nóvember. Samkvæmt skuldbindandi reglum Samfylkingarinnar um aðferð við val á framboðslista skulu kjördæmisráð, fulltrúaráð eða aðildarfélag ákveða, í samræmi við reglur flokksins, með hvaða hætti skuli velja á framboðslista Samfylkingarinnar. „Samkvæmt 9.11 gr. laga Samfylkingarinnar skulu kjördæmisráð ákveða framkvæmd og fyrirkomulag niðurröðunar á framboðslista Samfylkingarinnar við alþingskosningar og skal valið fara fram eftir reglum sem flokksstjórn samþykkir,“ segir í reglum Samfylkingarinnar um ákvörðun um aðferð við val á framboðslista. Tillagan liggur ekki fyrir enn Unnar Jónsson er fulltrúi Norðausturkjördæmis í kjördæmisráði Samfylkingarinnar. „Tillagan liggur ekki fyrir ennþá. En ég held að ef maður horfi á dagatalið þá sé þetta bara staðan sem uppi er, hjá okkur og öðrum, það er ekkert flókið í sjálfu sér,“ segir Unnar. Ekki sé seinna vænna en að ákveða þetta á laugardag, en forseti Ísland hyggst greina frá afstöðu sinni um beiðni forsætisráðherra um þingrof síðar í vikunni. „Það er fundur formanna kjördæmisráða flokksins í dag klukkan fimm og í framhaldi af þeim fundi þá vænti ég þess að einhver ákvörðun verði tekin um hvernig menn ætla að standa að málum. Ég reikna bara með því að það verði stillt upp alls staðar, það er ekki tími í neitt annað ef að þetta þróast eins og þetta er að þróast,“ segir Eggert Valur Guðmundsson í kjördæmisráði Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Allt stefni í uppstillingu Guðmundur Ari Sigurjónsson, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, tekur í svipaðan streng og formaðurinn. „Það stefnir allt í uppstillingu einfaldlega vegna þess að við höfum ekki tíma í neitt annað en uppstillingu. En við erum náttúrlega ekki komin með nákvæmar dagsetningar, nú er forsetinn búinn að segjast ætla að íhuga þessa beiðni Bjarna. Þannig við bíðum náttúrlega og sjáum hver tímalínan verður en miðað við þá tímalínu sem var talað um að það verði kosið í nóvember þá munum við fara í uppstillingu í öllum kjördæmum að öllum líkindum,“ segir Guðmundur Ari. Guðmundur Ari Sigurjónsson er oddviti Samfylkingar og óháðra á Seltjarnarnesi og formaður framkvæmdastjórnar flokksins.Vísir/Vilhelm Skipulag flokksins sé vissulega þannig að kjördæmaráðin taki endanlega ákvörðun um þetta. Kjördæmaráðum sé í sjálfvald sett að taka ákvörðun um uppröðun á lista í hverju kjördæmi fyrir sig, þannig heimild er til staðar til að nýta aðrar leiðir við val á lista, svo sem prófkjör. „En svona út frá þeim skrefum sem þarf að fara ef það á að fara í prófkjör þá er það bara ekki raunhæft,“ segir Guðmundur Ari. Þegar hafa verið boðaðir fundir með öllum kjördæmaráðunum. „Ef það breytist eitthvað þá munum við taka bara samtalið aftur við kjördæmaráðin.“ Er einhugur um þetta fyrirkomulag? „Þetta er ekki A-kostur. Þetta eru ekki þær tímalínur sem við viljum endilega viljað. En við vorum samt undir þetta búin að þetta gæti gerst þannig að í þessari stöðu þá er alla veganna fullur skilningur að ég tel,“ svarar Guðmundur Ari. Uppfært kl. 11:50 Í fyrri frétt kom fram að kjördæmisráð muni funda á laugardaginn. Nú liggur hins vegar fyrir að formenn kjördæmisráða munu funda strax í dag og hefur fréttin verið uppfærð í samræmi við það. Fréttin hefur verið uppfærð. Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
„Það er skammur tími til stefnu þegar svona aðstæður skapast. Það liggur beinast við að það verður að stilla upp sterkum lista um land allt. Ég á auðvitað eftir að ræða við kjördæmisráð, sem funda um slíka uppstillingu. Tímaramminn býður í raun ekki upp á annað en uppstillingu,” sagði Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar í samtali við fréttastofu í gær, í framhaldi af ákvörðun forsætisráðherra um að fara fram á þingrof og að boðað verði til kosninga í lok nóvember. Samkvæmt skuldbindandi reglum Samfylkingarinnar um aðferð við val á framboðslista skulu kjördæmisráð, fulltrúaráð eða aðildarfélag ákveða, í samræmi við reglur flokksins, með hvaða hætti skuli velja á framboðslista Samfylkingarinnar. „Samkvæmt 9.11 gr. laga Samfylkingarinnar skulu kjördæmisráð ákveða framkvæmd og fyrirkomulag niðurröðunar á framboðslista Samfylkingarinnar við alþingskosningar og skal valið fara fram eftir reglum sem flokksstjórn samþykkir,“ segir í reglum Samfylkingarinnar um ákvörðun um aðferð við val á framboðslista. Tillagan liggur ekki fyrir enn Unnar Jónsson er fulltrúi Norðausturkjördæmis í kjördæmisráði Samfylkingarinnar. „Tillagan liggur ekki fyrir ennþá. En ég held að ef maður horfi á dagatalið þá sé þetta bara staðan sem uppi er, hjá okkur og öðrum, það er ekkert flókið í sjálfu sér,“ segir Unnar. Ekki sé seinna vænna en að ákveða þetta á laugardag, en forseti Ísland hyggst greina frá afstöðu sinni um beiðni forsætisráðherra um þingrof síðar í vikunni. „Það er fundur formanna kjördæmisráða flokksins í dag klukkan fimm og í framhaldi af þeim fundi þá vænti ég þess að einhver ákvörðun verði tekin um hvernig menn ætla að standa að málum. Ég reikna bara með því að það verði stillt upp alls staðar, það er ekki tími í neitt annað ef að þetta þróast eins og þetta er að þróast,“ segir Eggert Valur Guðmundsson í kjördæmisráði Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Allt stefni í uppstillingu Guðmundur Ari Sigurjónsson, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, tekur í svipaðan streng og formaðurinn. „Það stefnir allt í uppstillingu einfaldlega vegna þess að við höfum ekki tíma í neitt annað en uppstillingu. En við erum náttúrlega ekki komin með nákvæmar dagsetningar, nú er forsetinn búinn að segjast ætla að íhuga þessa beiðni Bjarna. Þannig við bíðum náttúrlega og sjáum hver tímalínan verður en miðað við þá tímalínu sem var talað um að það verði kosið í nóvember þá munum við fara í uppstillingu í öllum kjördæmum að öllum líkindum,“ segir Guðmundur Ari. Guðmundur Ari Sigurjónsson er oddviti Samfylkingar og óháðra á Seltjarnarnesi og formaður framkvæmdastjórnar flokksins.Vísir/Vilhelm Skipulag flokksins sé vissulega þannig að kjördæmaráðin taki endanlega ákvörðun um þetta. Kjördæmaráðum sé í sjálfvald sett að taka ákvörðun um uppröðun á lista í hverju kjördæmi fyrir sig, þannig heimild er til staðar til að nýta aðrar leiðir við val á lista, svo sem prófkjör. „En svona út frá þeim skrefum sem þarf að fara ef það á að fara í prófkjör þá er það bara ekki raunhæft,“ segir Guðmundur Ari. Þegar hafa verið boðaðir fundir með öllum kjördæmaráðunum. „Ef það breytist eitthvað þá munum við taka bara samtalið aftur við kjördæmaráðin.“ Er einhugur um þetta fyrirkomulag? „Þetta er ekki A-kostur. Þetta eru ekki þær tímalínur sem við viljum endilega viljað. En við vorum samt undir þetta búin að þetta gæti gerst þannig að í þessari stöðu þá er alla veganna fullur skilningur að ég tel,“ svarar Guðmundur Ari. Uppfært kl. 11:50 Í fyrri frétt kom fram að kjördæmisráð muni funda á laugardaginn. Nú liggur hins vegar fyrir að formenn kjördæmisráða munu funda strax í dag og hefur fréttin verið uppfærð í samræmi við það. Fréttin hefur verið uppfærð.
Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels