„Svívirðileg móðgun við kennara“ Árni Sæberg skrifar 14. október 2024 11:08 Kennarar eru ekki sáttir með Einar Þorsteinsson borgarstjóra. Vísir/Vilhelm Kennarar í Reykjavík gera alvarlegar athugasemdir við þau ummæli sem Einar Þorsteinsson borgarstjóri lét falla á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í liðinni viku. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sameiginlegs fundar trúnaðarmanna og stjórna Kennarafélags Reykjavíkur og 1. deildar Félags leikskólakennara, haldinn var í gær. Tilefnið eru orð Einars um kennara og kjarabaráttu þeirra á ráðstefnunni. „Mér finnst einhvern veginn öll tölfræði, til dæmis bara um skólana okkar, benda til þess að við séum að gera eitthvað algerlega vitlaust. Að kennararnir séu að biðja um það að fá að vera minna með börnum, en eru samt veikari en nokkru sinni fyrr. Kenna minna og með fleiri undirbúningstíma,“ sagði Einar. Hann sagði kennara vera að semja sig frá kennsluskyldu og annarri viðveru. Undirbúningstímum þeirra fjölgi og það kosti borgina verulegar fjárhæðir, þar sem á móti þurfi að greiða fyrir afleysingar. Svívirðileg móðgun Í yfirlýsingunni segir að kennurum í Reykjavík finnist borgarstjóri hafa vegið að starfsheiðri sínum. Orð hans lýsi algjöru skilningsleysi á kennarastarfinu, þar sem hann fullyrði að kennarar semji sig frá kennsluskyldu, vinnuskyldu og annarri viðveru. „Að halda því fram að kennarar sækist eftir minni samveru með börnum er svívirðileg móðgun við kennara sem hafa menntað sig til þess að starfa með börnum. Það sem gerir ummæli hans sérstaklega ámælisverð er að hann er æðsti yfirmaður kennara í Reykjavík.“ Orðum fylgi ábyrgð Borgarstjóri velti upp þeirri hugleiðingu hvort sveitarfélögin séu að fá rétta vinnuframlagið fyrir þá þjónustu sem þau þurfi lögum samkvæmt að veita. Hann segi jafnframt að kennarar séu veikari en nokkru sinni fyrr, kenni minna og hafi aukinn undirbúningstíma. Þessi orð borgarstjóra séu alvarleg og sett fram án nokkurs rökstuðnings. „Orðum fylgir ábyrgð og með því að tala á þennan hátt til kennara á opinberum vettvangi samþykkir borgarstjóri virðingarleysi í garð kennara.“ Kennaraverkfall 2024 Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Kjaramál Stéttarfélög Reykjavík Grunnskólar Tengdar fréttir Kraumar í kennurum vegna ummæla Einars Kennarastéttin er æf út í borgarstjóra eftir ummæli hans á ráðstefnu um helgina. Grunnskólakennari spyr sig hvort sveitarfélögin ráði við rekstur grunnskólanna ef aðrir yfirmenn deila skoðunum borgarstjóra. 13. október 2024 13:20 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu sameiginlegs fundar trúnaðarmanna og stjórna Kennarafélags Reykjavíkur og 1. deildar Félags leikskólakennara, haldinn var í gær. Tilefnið eru orð Einars um kennara og kjarabaráttu þeirra á ráðstefnunni. „Mér finnst einhvern veginn öll tölfræði, til dæmis bara um skólana okkar, benda til þess að við séum að gera eitthvað algerlega vitlaust. Að kennararnir séu að biðja um það að fá að vera minna með börnum, en eru samt veikari en nokkru sinni fyrr. Kenna minna og með fleiri undirbúningstíma,“ sagði Einar. Hann sagði kennara vera að semja sig frá kennsluskyldu og annarri viðveru. Undirbúningstímum þeirra fjölgi og það kosti borgina verulegar fjárhæðir, þar sem á móti þurfi að greiða fyrir afleysingar. Svívirðileg móðgun Í yfirlýsingunni segir að kennurum í Reykjavík finnist borgarstjóri hafa vegið að starfsheiðri sínum. Orð hans lýsi algjöru skilningsleysi á kennarastarfinu, þar sem hann fullyrði að kennarar semji sig frá kennsluskyldu, vinnuskyldu og annarri viðveru. „Að halda því fram að kennarar sækist eftir minni samveru með börnum er svívirðileg móðgun við kennara sem hafa menntað sig til þess að starfa með börnum. Það sem gerir ummæli hans sérstaklega ámælisverð er að hann er æðsti yfirmaður kennara í Reykjavík.“ Orðum fylgi ábyrgð Borgarstjóri velti upp þeirri hugleiðingu hvort sveitarfélögin séu að fá rétta vinnuframlagið fyrir þá þjónustu sem þau þurfi lögum samkvæmt að veita. Hann segi jafnframt að kennarar séu veikari en nokkru sinni fyrr, kenni minna og hafi aukinn undirbúningstíma. Þessi orð borgarstjóra séu alvarleg og sett fram án nokkurs rökstuðnings. „Orðum fylgir ábyrgð og með því að tala á þennan hátt til kennara á opinberum vettvangi samþykkir borgarstjóri virðingarleysi í garð kennara.“
Kennaraverkfall 2024 Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Kjaramál Stéttarfélög Reykjavík Grunnskólar Tengdar fréttir Kraumar í kennurum vegna ummæla Einars Kennarastéttin er æf út í borgarstjóra eftir ummæli hans á ráðstefnu um helgina. Grunnskólakennari spyr sig hvort sveitarfélögin ráði við rekstur grunnskólanna ef aðrir yfirmenn deila skoðunum borgarstjóra. 13. október 2024 13:20 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Sjá meira
Kraumar í kennurum vegna ummæla Einars Kennarastéttin er æf út í borgarstjóra eftir ummæli hans á ráðstefnu um helgina. Grunnskólakennari spyr sig hvort sveitarfélögin ráði við rekstur grunnskólanna ef aðrir yfirmenn deila skoðunum borgarstjóra. 13. október 2024 13:20