Urðað yfir norska liðið: „Þetta var sjokkerandi lélegt“ Sindri Sverrisson skrifar 13. október 2024 23:02 Erling Haaland og félagar í norska landsliðinu virðast alls ekki vera að nálgast sitt fyrsta stórmót á ferlinum. Getty/Christian Bruna Sérfræðingar og sömuleiðis leikmenn norska landsliðsins spöruðu ekki stóru orðin varðandi frammistöðuna gegn Austurríki í kvöld, í 5-1 tapi Noregs í Þjóðadeildinni í fótbolta. Þrátt fyrir að hafa á að skipa stórstjörnum í fótbolta á borð við Erling Haaland og Martin Ödegaard, sem reyndar er núna meiddur, þá hafa Norðmenn ítrekað valdið vonbrigðum síðustu ár og raunar ekki komist á stórmót síðan árið 2000. Þá leika þeir í B-deild Þjóðadeildarinnar, eða sömu deild og Íslendingar, og eru eftir tapið í kvöld í harðri baráttu í sínum riðli þar, og gætu bæði fallið og farið upp um deild. „Einn versti landsleikur í ár og daga. Austurríki er að taka Noreg í bakaríið,“ sagði Jesper Mathisen, sérfræðingur TV 2, eftir að Austurríki komst í 5-1 á 70. mínútu. „Algjört hrun hjá Noregi. Þetta er pínlegt,“ sagði Kristoffer Lökberg, sérfræðingur NRK. „Þetta kallar á falleinkunn á alla mögulega kanta. Þessi seinni hálfleikur er hörmung. Ég velti því fyrir mér hvað Ståle Solbakken og leikmann hans séu að hugsa þarna núna,“ sagði Mathisen. Lökberg gaf mörgum tvist og þrist í einkunn fyrir frammistöðu sína í kvöld, en hæstu einkunnina fengu framherjinn Alexander Sörloth, sem skoraði mark Noregs, og markvörðurinn Örjan Håskjold Nyland, sem fengu sex í einkunn. Erling Haaland, Sander Berge og Kristoffer Ajer fengu fimm. Berge, sem er leikmaður Fulham, var hreinskilinn varðandi frammistöðu norska liðsins. „Þetta var pínlegt og til skammar í seinni hálfleik. Við misstum alla stjórn. Það er skelfilegt hvernig við féllum saman,“ sagði Berge í viðtali við TV 2 eftir leik. „Þetta var sjokkerandi lélegt,“ bætti hann við. Carl-Erik Torp, sérfræðingur NRK, segir norska liðið hafa fallið aftur í sama gamla farið, eftir sigurinn gegn Slóveníu á fimmtudaginn. „Það hefði gert mann brjálaðan ef þeir reyndu að útskýra þetta með einhverjum hætti. Það er ekki hægt að útskýra þetta,“ sagði Torp um ummæli Berge. Þjálfarinn Ståle Solbakken tók á sig sökina: „Ef það er einhver sem á að taka þetta tap á sig þá er það ég,“ sagði Solbakken sem var hundóánægður með dómgæsluna í leiknum og kvartaði undan vítinu sem Austurríki fékk í upphafi seinni hálfleiks, og því að ekki skyldi dæmd aukaspyrna á Austurríki í aðdraganda þess að liðið komst í 3-1. Þjóðadeild karla í fótbolta Norski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa á að skipa stórstjörnum í fótbolta á borð við Erling Haaland og Martin Ödegaard, sem reyndar er núna meiddur, þá hafa Norðmenn ítrekað valdið vonbrigðum síðustu ár og raunar ekki komist á stórmót síðan árið 2000. Þá leika þeir í B-deild Þjóðadeildarinnar, eða sömu deild og Íslendingar, og eru eftir tapið í kvöld í harðri baráttu í sínum riðli þar, og gætu bæði fallið og farið upp um deild. „Einn versti landsleikur í ár og daga. Austurríki er að taka Noreg í bakaríið,“ sagði Jesper Mathisen, sérfræðingur TV 2, eftir að Austurríki komst í 5-1 á 70. mínútu. „Algjört hrun hjá Noregi. Þetta er pínlegt,“ sagði Kristoffer Lökberg, sérfræðingur NRK. „Þetta kallar á falleinkunn á alla mögulega kanta. Þessi seinni hálfleikur er hörmung. Ég velti því fyrir mér hvað Ståle Solbakken og leikmann hans séu að hugsa þarna núna,“ sagði Mathisen. Lökberg gaf mörgum tvist og þrist í einkunn fyrir frammistöðu sína í kvöld, en hæstu einkunnina fengu framherjinn Alexander Sörloth, sem skoraði mark Noregs, og markvörðurinn Örjan Håskjold Nyland, sem fengu sex í einkunn. Erling Haaland, Sander Berge og Kristoffer Ajer fengu fimm. Berge, sem er leikmaður Fulham, var hreinskilinn varðandi frammistöðu norska liðsins. „Þetta var pínlegt og til skammar í seinni hálfleik. Við misstum alla stjórn. Það er skelfilegt hvernig við féllum saman,“ sagði Berge í viðtali við TV 2 eftir leik. „Þetta var sjokkerandi lélegt,“ bætti hann við. Carl-Erik Torp, sérfræðingur NRK, segir norska liðið hafa fallið aftur í sama gamla farið, eftir sigurinn gegn Slóveníu á fimmtudaginn. „Það hefði gert mann brjálaðan ef þeir reyndu að útskýra þetta með einhverjum hætti. Það er ekki hægt að útskýra þetta,“ sagði Torp um ummæli Berge. Þjálfarinn Ståle Solbakken tók á sig sökina: „Ef það er einhver sem á að taka þetta tap á sig þá er það ég,“ sagði Solbakken sem var hundóánægður með dómgæsluna í leiknum og kvartaði undan vítinu sem Austurríki fékk í upphafi seinni hálfleiks, og því að ekki skyldi dæmd aukaspyrna á Austurríki í aðdraganda þess að liðið komst í 3-1.
Þjóðadeild karla í fótbolta Norski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Sjá meira