Rollubingó og hrútasýning á Flúðum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. október 2024 21:04 Dómararnir að störfum á hrútasýningunni, sem fór fram í reiðhöllinni á Flúðum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Allir glæsilegustu hrútar í Hrunamannahreppi komu fram á hrútasýningu á Flúðum þar sem þeir voru þuklaðir í bak og fyrir til að finna út hver væri með bestu lærin, bakið og bringuna. Þá vakti rollubingó sýningarinnar mikla kátínu gesta. Hrútasýningin fór fram í gær í reiðhöllinni á Flúðum á vegum Sauðfjárræktarfélags Hrunamanna. Mikil stemming var á sýningunni enda margt fólk og mikið af fallegu fé en um 3.200 vetrarfóðraðar kindur eru í Hrunamannahreppi. Presturinn í Hruna er einn af aðal mönnunum í sveitinni þegar íslenska sauðkindin er annars vegar. „Heyrðu, við erum hérna með sérlega sérfræðinga, sem þukla hrúta í hinum ýmsu flokkum. Það eru mislitir og hvítir lambhrútar og veturgamlir,” segir séra Óskar Hafsteinn Óskarsson og ritari í stjórn Sauðfjárræktarfélags Hrunamanna. Óskar Hafsteinn Óskarsson, ritari Sauðfjárræktarfélags Hrunamanna og prestur sveitarinnar, sem var allt í öllu á sýningunni í gær varðandi skipulagninguna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svo var það rollubingóið, sem sló algjörlega í gegn en hvernig fer það fram? „Þá setjum við kind inn á bingóspjald. Hún vafrar þar um og allir bíða í ofvæni eftir að hún geri stykkin sín og í þann reit, sem hún gerir stykkin sín, sá fær bingó,” segir Óskar Hafsteinn. Rollubingóið er alltaf vinsælt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og dómararnir höfðu meira en nóg að gera við dómarastörfin sín en þá er verið að leita af ákveðnum atriðum. „Það er bara bakið og lærin og bringan, þetta er allt massað af vöðvum,” segir Jökull Helgason, annar af dómurum dagsins. Dómararnir að störfum Sýningin tókst einstaklega vel enda var mikil ánægja með hana.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sérstök dómnefnd valdi fallegustu gimbur á hrútasýningunni en það var flekkótt gimbur frá Ásatúni. Hún fékk strax nafnið Fegurðardrottning. Og það er vaninn á hrútasýningum í Hrunamannahreppi að útnefnda íhaldsmann ársins en í ár er það Björgvin Ólafsson í Hrepphólum, mikill íhaldsmaður. „Þetta er mikill heiður, ég fæ að velja á næsta ári næsta íhaldsmann,” segir Pétur hlæjandi. Björgvin Ólafsson í Hrepphólum með viðurkenningarskjalið sitt um að hann sé íhaldsmaður númer eitt í Hrunamannahreppi næsta árið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Sauðfé Landbúnaður Sýningar á Íslandi Mest lesið Segja Bjarna að fara til andskotans og taka hvalveiðileyfið með Innlent „Ég hef átt ákveðin samtöl“ Innlent „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Erlent Sagðist ekki eiga að stoppa þegar maðurinn bað hann um að stoppa Innlent Árni Indriðason er látinn Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafa þegar afgreitt ýmis ágreiningsefni Innlent Um 60 á bráðamóttöku í gær vegna hálkuslysa Innlent Allir í viðbragðsstöðu í Kaplakrika vegna endurtalningar Innlent Hætta rannsókn á kæru þriggja starfsmanna MAST um meinta mútuþægni Innlent Fleiri fréttir Reykjavíkurborg salti auðan stíg en ekki flughálan Hafró og Fiskistofa skiluðu umsögnum um hvalveiðar fyrir kosningar Landris hafið enn eina ferðina í Svartsengi Leyniupptaka, hálkuslys og fengitími Olíuflutningabíll endaði utan vegar Hafa þegar afgreitt ýmis ágreiningsefni Meirihluti barna á Íslandi hefur heyrt um Barnasáttmálann Um 60 á bráðamóttöku í gær vegna hálkuslysa Engin endurtalning í Kraganum Tilnefningum til manns ársins rignir inn Hætta rannsókn á kæru þriggja starfsmanna MAST um meinta mútuþægni Framtíð Kristjáns Þórðar hjá RSÍ ræðst í janúar Eining um hvalveiðar innan starfsstjórnar Allir í viðbragðsstöðu í Kaplakrika vegna endurtalningar Ákveða á mánudag hvort faðirinn verði ákærður Fá engin svör og íhuga réttarstöðu sína Grunaðir um vopnað rán í íbúð í Breiðholti Arndís Anna og Brynjar vilja dómarasæti Hvalveiðar ræddar í ríkisstjórn og enn setið við stjórnarmyndun Ætlar að vera formaður í stjórnarandstöðu „Ég hef átt ákveðin samtöl“ Landris virðist hafið að nýju Sagðist ekki eiga að stoppa þegar maðurinn bað hann um að stoppa Mjög lítið hlaup eða jarðhitaleki í Skálm Gefa hvorki upp staðsetningu né gestalista á fundi dagsins Árni Indriðason er látinn Samþykkja að leikskólabyggingin verði rifin Segja Bjarna að fara til andskotans og taka hvalveiðileyfið með Foreldrar hæstánægðir með Lund þó breytingar verði gerðar Jón Nordal er látinn Sjá meira
Hrútasýningin fór fram í gær í reiðhöllinni á Flúðum á vegum Sauðfjárræktarfélags Hrunamanna. Mikil stemming var á sýningunni enda margt fólk og mikið af fallegu fé en um 3.200 vetrarfóðraðar kindur eru í Hrunamannahreppi. Presturinn í Hruna er einn af aðal mönnunum í sveitinni þegar íslenska sauðkindin er annars vegar. „Heyrðu, við erum hérna með sérlega sérfræðinga, sem þukla hrúta í hinum ýmsu flokkum. Það eru mislitir og hvítir lambhrútar og veturgamlir,” segir séra Óskar Hafsteinn Óskarsson og ritari í stjórn Sauðfjárræktarfélags Hrunamanna. Óskar Hafsteinn Óskarsson, ritari Sauðfjárræktarfélags Hrunamanna og prestur sveitarinnar, sem var allt í öllu á sýningunni í gær varðandi skipulagninguna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svo var það rollubingóið, sem sló algjörlega í gegn en hvernig fer það fram? „Þá setjum við kind inn á bingóspjald. Hún vafrar þar um og allir bíða í ofvæni eftir að hún geri stykkin sín og í þann reit, sem hún gerir stykkin sín, sá fær bingó,” segir Óskar Hafsteinn. Rollubingóið er alltaf vinsælt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og dómararnir höfðu meira en nóg að gera við dómarastörfin sín en þá er verið að leita af ákveðnum atriðum. „Það er bara bakið og lærin og bringan, þetta er allt massað af vöðvum,” segir Jökull Helgason, annar af dómurum dagsins. Dómararnir að störfum Sýningin tókst einstaklega vel enda var mikil ánægja með hana.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sérstök dómnefnd valdi fallegustu gimbur á hrútasýningunni en það var flekkótt gimbur frá Ásatúni. Hún fékk strax nafnið Fegurðardrottning. Og það er vaninn á hrútasýningum í Hrunamannahreppi að útnefnda íhaldsmann ársins en í ár er það Björgvin Ólafsson í Hrepphólum, mikill íhaldsmaður. „Þetta er mikill heiður, ég fæ að velja á næsta ári næsta íhaldsmann,” segir Pétur hlæjandi. Björgvin Ólafsson í Hrepphólum með viðurkenningarskjalið sitt um að hann sé íhaldsmaður númer eitt í Hrunamannahreppi næsta árið.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Sauðfé Landbúnaður Sýningar á Íslandi Mest lesið Segja Bjarna að fara til andskotans og taka hvalveiðileyfið með Innlent „Ég hef átt ákveðin samtöl“ Innlent „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Erlent Sagðist ekki eiga að stoppa þegar maðurinn bað hann um að stoppa Innlent Árni Indriðason er látinn Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafa þegar afgreitt ýmis ágreiningsefni Innlent Um 60 á bráðamóttöku í gær vegna hálkuslysa Innlent Allir í viðbragðsstöðu í Kaplakrika vegna endurtalningar Innlent Hætta rannsókn á kæru þriggja starfsmanna MAST um meinta mútuþægni Innlent Fleiri fréttir Reykjavíkurborg salti auðan stíg en ekki flughálan Hafró og Fiskistofa skiluðu umsögnum um hvalveiðar fyrir kosningar Landris hafið enn eina ferðina í Svartsengi Leyniupptaka, hálkuslys og fengitími Olíuflutningabíll endaði utan vegar Hafa þegar afgreitt ýmis ágreiningsefni Meirihluti barna á Íslandi hefur heyrt um Barnasáttmálann Um 60 á bráðamóttöku í gær vegna hálkuslysa Engin endurtalning í Kraganum Tilnefningum til manns ársins rignir inn Hætta rannsókn á kæru þriggja starfsmanna MAST um meinta mútuþægni Framtíð Kristjáns Þórðar hjá RSÍ ræðst í janúar Eining um hvalveiðar innan starfsstjórnar Allir í viðbragðsstöðu í Kaplakrika vegna endurtalningar Ákveða á mánudag hvort faðirinn verði ákærður Fá engin svör og íhuga réttarstöðu sína Grunaðir um vopnað rán í íbúð í Breiðholti Arndís Anna og Brynjar vilja dómarasæti Hvalveiðar ræddar í ríkisstjórn og enn setið við stjórnarmyndun Ætlar að vera formaður í stjórnarandstöðu „Ég hef átt ákveðin samtöl“ Landris virðist hafið að nýju Sagðist ekki eiga að stoppa þegar maðurinn bað hann um að stoppa Mjög lítið hlaup eða jarðhitaleki í Skálm Gefa hvorki upp staðsetningu né gestalista á fundi dagsins Árni Indriðason er látinn Samþykkja að leikskólabyggingin verði rifin Segja Bjarna að fara til andskotans og taka hvalveiðileyfið með Foreldrar hæstánægðir með Lund þó breytingar verði gerðar Jón Nordal er látinn Sjá meira