Kári sagði Kolbein steinsofandi: Það versta er að þeir vissu þetta Sindri Sverrisson skrifar 12. október 2024 12:31 Kolbeinn Birgir Finnsson gerði slæm mistök í fyrri hálfleiknum gegn Wales og var tekinn af velli fyrir seinni hálfleikinn. vísir/Anton Kári Árnason og Lárus Orri Sigurðsson voru hundóánægðir með varnarleik Íslands í mörkunum sem Wales skoraði í gær, í 2-2 jafntefli liðanna í Þjóðadeildinni. Kári og Lárus gerðu leikinn upp í uppgjörsþætti á Stöð 2 Sport og voru í hálfgerðu áfalli yfir muninum á fyrri og seinni hálfleik, en Wales komst í 2-0 í fyrri hálfleik áður en Ísland tók yfir leikinn í seinni hálfleik. Þeir félagar voru ekkert minna vonsviknir yfir varnarleiknum í mörkum Wales þegar þeir heyrðu Jóhann Berg Guðmundsson fyrirliða segja þetta: „Við byrjuðum kannski ekkert illa, það eru bara þessi tvö móment þegar við erum ekki að ná að pressa að þá verðum við að vera klárir fyrir þessi hlaup. Við vissum alveg að þeirra „áttur“ myndu alltaf leita þangað. Það er pirrandi að við skulum ekki hafa náð að loka á það.“ „Sofandaháttur í vörninni“ Íslenska liðið vissi sem sagt vel af hættunni af því að Fulham-maðurinn Harry Wilson myndi stinga sér af miðjunni í gegnum vörn Íslands, til að taka við löngum sendingum. „Þetta er bara sofandaháttur í vörninni. Tvisvar sinnum hjá Kolbeini [Finnssyni] í þessu fyrra marki, og einu sinni í seinna markinu. Jói minntist á það að „átturnar“ þeirra stingi sér í þessi svæði svo það var búið að vara þá við þessu. Það er það versta, þegar maður heyrir að þeir vissu nákvæmlega að þeir eru gjarnir á að gera þetta. Þá verður einhver að elta. Auðvitað eiga hafsentarnir að vera með yfirsýn en í fyrra markinu þá voru þeir bara báðir með framherja í fanginu,“ sagði Kári. Með hann í fanginu en leyfir honum að hlaupa En hvað átti Kolbeinn Finnsson, vinstri bakvörður Íslands, að gera fyrst hann þarf einnig að huga að kantmanni Wales? „Forgangssvæði hans er á milli hans og Daníels [Grétarssonar, miðvarðar]. Svæði númer tvö sem hann ber ábyrgð á er þarna fyrir utan [nær hliðarlínunni], en hann hefur svo mikinn tíma til að eiga við það að hann getur bara beðið eftir að sú sending komi. Hann þarf ekkert að vera próaktívur gagnvart því. En þessi maður [Wilson] hleypur bara af honum. Kolbeinn er með hann í fanginu en hann hleypur bara beint fyrir framan hann,“ sagði Kári og Lárus Orri bætti við: „Markið er alltaf á sama stað. Þar er hættan og þar á hann að kovera. Kolbeinn er ekki lélegur leikmaður. Þetta eru ekki lélegir leikmenn í vörninni. En ef að fókusinn og hugarfarið hefði verið það sama í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik þá fengjum við ekki svona mörk á okkur.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Myndaveisla frá tveimur gjörólíkum hálfleikjum hjá íslensku strákunum Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fékk heldur betur færin til að tryggja sér sigur á móti Wales í Þjóðadeildinni á Laugardalsvellinum í gærkvöldi en slakur fyrri hálfleikur þýddi að íslensku strákarnir voru tveimur mörkum undir í hálfleik. 12. október 2024 09:59 Bellamy skammaði blaðamenn eftir leik Craig Bellamy þjálfari landsliðs Wales var ekki alls kostar sáttur með þá bresku blaðamenn sem mættir voru á blaðamannfund eftir jafntefli Íslands og Wales í gær. Bellamy hrósaði íslenska liðinu í hástert á fundinum. 12. október 2024 09:01 Stefán Teitur og Jón Dagur á leið í bann Tveir leikmenn íslenska liðsins sem máttu ekki fá gult spjald fengu spjald í jafnteflinu á móti Wales í Þjóðadeildinni í kvöld. 11. október 2024 22:31 Uppgjörið: Ísland - Wales 2-2 | Logi sem þarf að verða að báli Varamaðurinn Logi Tómasson sá til þess að Ísland næði þó að minnsta kosti í stig gegn Wales í kvöld, þegar liðin gerðu 2-2 jafntefli í Þjóðadeildinni í fótbolta, í leik tveggja gjörólíkra hálfleika. 11. október 2024 17:45 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Sjá meira
Kári og Lárus gerðu leikinn upp í uppgjörsþætti á Stöð 2 Sport og voru í hálfgerðu áfalli yfir muninum á fyrri og seinni hálfleik, en Wales komst í 2-0 í fyrri hálfleik áður en Ísland tók yfir leikinn í seinni hálfleik. Þeir félagar voru ekkert minna vonsviknir yfir varnarleiknum í mörkum Wales þegar þeir heyrðu Jóhann Berg Guðmundsson fyrirliða segja þetta: „Við byrjuðum kannski ekkert illa, það eru bara þessi tvö móment þegar við erum ekki að ná að pressa að þá verðum við að vera klárir fyrir þessi hlaup. Við vissum alveg að þeirra „áttur“ myndu alltaf leita þangað. Það er pirrandi að við skulum ekki hafa náð að loka á það.“ „Sofandaháttur í vörninni“ Íslenska liðið vissi sem sagt vel af hættunni af því að Fulham-maðurinn Harry Wilson myndi stinga sér af miðjunni í gegnum vörn Íslands, til að taka við löngum sendingum. „Þetta er bara sofandaháttur í vörninni. Tvisvar sinnum hjá Kolbeini [Finnssyni] í þessu fyrra marki, og einu sinni í seinna markinu. Jói minntist á það að „átturnar“ þeirra stingi sér í þessi svæði svo það var búið að vara þá við þessu. Það er það versta, þegar maður heyrir að þeir vissu nákvæmlega að þeir eru gjarnir á að gera þetta. Þá verður einhver að elta. Auðvitað eiga hafsentarnir að vera með yfirsýn en í fyrra markinu þá voru þeir bara báðir með framherja í fanginu,“ sagði Kári. Með hann í fanginu en leyfir honum að hlaupa En hvað átti Kolbeinn Finnsson, vinstri bakvörður Íslands, að gera fyrst hann þarf einnig að huga að kantmanni Wales? „Forgangssvæði hans er á milli hans og Daníels [Grétarssonar, miðvarðar]. Svæði númer tvö sem hann ber ábyrgð á er þarna fyrir utan [nær hliðarlínunni], en hann hefur svo mikinn tíma til að eiga við það að hann getur bara beðið eftir að sú sending komi. Hann þarf ekkert að vera próaktívur gagnvart því. En þessi maður [Wilson] hleypur bara af honum. Kolbeinn er með hann í fanginu en hann hleypur bara beint fyrir framan hann,“ sagði Kári og Lárus Orri bætti við: „Markið er alltaf á sama stað. Þar er hættan og þar á hann að kovera. Kolbeinn er ekki lélegur leikmaður. Þetta eru ekki lélegir leikmenn í vörninni. En ef að fókusinn og hugarfarið hefði verið það sama í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik þá fengjum við ekki svona mörk á okkur.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Myndaveisla frá tveimur gjörólíkum hálfleikjum hjá íslensku strákunum Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fékk heldur betur færin til að tryggja sér sigur á móti Wales í Þjóðadeildinni á Laugardalsvellinum í gærkvöldi en slakur fyrri hálfleikur þýddi að íslensku strákarnir voru tveimur mörkum undir í hálfleik. 12. október 2024 09:59 Bellamy skammaði blaðamenn eftir leik Craig Bellamy þjálfari landsliðs Wales var ekki alls kostar sáttur með þá bresku blaðamenn sem mættir voru á blaðamannfund eftir jafntefli Íslands og Wales í gær. Bellamy hrósaði íslenska liðinu í hástert á fundinum. 12. október 2024 09:01 Stefán Teitur og Jón Dagur á leið í bann Tveir leikmenn íslenska liðsins sem máttu ekki fá gult spjald fengu spjald í jafnteflinu á móti Wales í Þjóðadeildinni í kvöld. 11. október 2024 22:31 Uppgjörið: Ísland - Wales 2-2 | Logi sem þarf að verða að báli Varamaðurinn Logi Tómasson sá til þess að Ísland næði þó að minnsta kosti í stig gegn Wales í kvöld, þegar liðin gerðu 2-2 jafntefli í Þjóðadeildinni í fótbolta, í leik tveggja gjörólíkra hálfleika. 11. október 2024 17:45 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Sjá meira
Myndaveisla frá tveimur gjörólíkum hálfleikjum hjá íslensku strákunum Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fékk heldur betur færin til að tryggja sér sigur á móti Wales í Þjóðadeildinni á Laugardalsvellinum í gærkvöldi en slakur fyrri hálfleikur þýddi að íslensku strákarnir voru tveimur mörkum undir í hálfleik. 12. október 2024 09:59
Bellamy skammaði blaðamenn eftir leik Craig Bellamy þjálfari landsliðs Wales var ekki alls kostar sáttur með þá bresku blaðamenn sem mættir voru á blaðamannfund eftir jafntefli Íslands og Wales í gær. Bellamy hrósaði íslenska liðinu í hástert á fundinum. 12. október 2024 09:01
Stefán Teitur og Jón Dagur á leið í bann Tveir leikmenn íslenska liðsins sem máttu ekki fá gult spjald fengu spjald í jafnteflinu á móti Wales í Þjóðadeildinni í kvöld. 11. október 2024 22:31
Uppgjörið: Ísland - Wales 2-2 | Logi sem þarf að verða að báli Varamaðurinn Logi Tómasson sá til þess að Ísland næði þó að minnsta kosti í stig gegn Wales í kvöld, þegar liðin gerðu 2-2 jafntefli í Þjóðadeildinni í fótbolta, í leik tveggja gjörólíkra hálfleika. 11. október 2024 17:45