Kári sagði að Kolbeinn ætti að biðja um skiptingu í hálfleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2024 19:58 Kolbeinn Birgir Finnsson var tekinn af velli í hálfleik. Vísir/Anton Brink Íslenska landsliðið fékk á sig tvö mörk á fyrsta hálftímanum á móti Wales í Þjóðadeildinni í kvöld og fyrrum miðverðir íslenska landsliðsins voru allt annað en sáttir með varnarleikinn í mörkum Wales. Kjartan Atli Kjartansson spurði Kári Árnason út í fyrri hálfleikinn hjá íslenska landsliðinu. „Þetta er sama gamla sagan. Vörnin er bara sofandi og við erum í rauninni heppnir að vera ekki 3-0 undir miðað við dauðafærið sem þeir fengu þarna undir lokin,“ sagði Kári. Kjartan spurði Lárus Orra Sigurðsson út í hvað var að gerast þegar Wales skoraði fyrri markið sitt. „Ég held að við verðum að horfa svolítið á Kolbein [Birgi Finnsson] þarna. Ég held að Kolbeinn hafi farið inn í þennan leik með gríðarlegar áhyggjur af honum [Brennan] Johnson þarna úti á kanti. Hann er mjög utarlega, hann hefur áhyggjur af honum og tekur ekki hlaupið þarna inn,“ sagði Lárus Orri. „Við sjáum það enn betur á eftir þegar við sjáum mark tvö. Málið er það að hann er það utarlega hann Johnson að það er alveg nógur tími til að fara út ef fyrirgjöfin er á hann. Hann verður að taka þessi hlaup inn,“ sagði Lárus. Bæði mörkin komu eftir hlaup Harry Wilson af miðjunni og undirbúningur markanna var keimlíkur. Kári var einnig ósáttur með Kolbein. „Hann þarf bara að biðja um skiptingu. Þetta er ekki boðlegt,“ sagði Kári. „Í fyrra markinu hefði hann getað náð Brennan Johnson sem síðan skoraði markið en hann gefst bara upp þegar hann er sloppinn í gegn. Hákon gerir vel í markinu að verja en svo er Brennan Johnson bara kominn í frákastið,“ sagði Kári. Hvort sem að Kolbeinn hafi farið af ráðum Kára eða ekki þá var hann tekinn af velli í hálfleik. Hér fyrir neðan má sjá umræðuna í hálfleik. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira
Kjartan Atli Kjartansson spurði Kári Árnason út í fyrri hálfleikinn hjá íslenska landsliðinu. „Þetta er sama gamla sagan. Vörnin er bara sofandi og við erum í rauninni heppnir að vera ekki 3-0 undir miðað við dauðafærið sem þeir fengu þarna undir lokin,“ sagði Kári. Kjartan spurði Lárus Orra Sigurðsson út í hvað var að gerast þegar Wales skoraði fyrri markið sitt. „Ég held að við verðum að horfa svolítið á Kolbein [Birgi Finnsson] þarna. Ég held að Kolbeinn hafi farið inn í þennan leik með gríðarlegar áhyggjur af honum [Brennan] Johnson þarna úti á kanti. Hann er mjög utarlega, hann hefur áhyggjur af honum og tekur ekki hlaupið þarna inn,“ sagði Lárus Orri. „Við sjáum það enn betur á eftir þegar við sjáum mark tvö. Málið er það að hann er það utarlega hann Johnson að það er alveg nógur tími til að fara út ef fyrirgjöfin er á hann. Hann verður að taka þessi hlaup inn,“ sagði Lárus. Bæði mörkin komu eftir hlaup Harry Wilson af miðjunni og undirbúningur markanna var keimlíkur. Kári var einnig ósáttur með Kolbein. „Hann þarf bara að biðja um skiptingu. Þetta er ekki boðlegt,“ sagði Kári. „Í fyrra markinu hefði hann getað náð Brennan Johnson sem síðan skoraði markið en hann gefst bara upp þegar hann er sloppinn í gegn. Hákon gerir vel í markinu að verja en svo er Brennan Johnson bara kominn í frákastið,“ sagði Kári. Hvort sem að Kolbeinn hafi farið af ráðum Kára eða ekki þá var hann tekinn af velli í hálfleik. Hér fyrir neðan má sjá umræðuna í hálfleik.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira