Bellamy: Jói lyklakippan en kann alveg að tuða Sindri Sverrisson skrifar 11. október 2024 11:33 Craig Bellamy tók við velska landsliðinu í sumar og hefur þótt byrja vel. Getty/Nick Potts „Því meira sem ég sé af íslenska landsliðinu því hrifnari er ég,“ segir Craig Bellamy, þjálfari velska landsliðsins í fótbolta, sem ætlar með þrjú stig heim af Laugardalsvelli í kvöld. Hann þekkir fyrirliða íslenska liðsins, Jóhann Berg Guðmundsson, ansi vel. Bellamy, þá framherji West Ham, fór sigri hrósandi heim frá Reykjavík vorið 2008, eftir 1-0 sigur í sínum 50. A-landsleik fyrir Wales. Nú er hann mættur aftur sem þjálfari velska landsliðsins, í öllu meiri kulda, og ætlar sér aftur sigur, gegn Íslandi í Þjóðadeildinni en reiknar með erfiðum leik. „Við erum vel meðvitaðir um föstu leikatriðin hjá Íslandi, sérstaklega í síðustu leikjum, en líka hvað þeir geta gert í skyndisóknum sínum. Þeir vinna mjög vel saman sem lið, en hafa líka einstaklingsgæði. Þetta er því mjög hættulegt lið,“ segir Bellamy við Vísi um íslenska liðið. Þekkir íslenska liðið vel vegna Jóhanns Hann var þjálfari hjá Burnley í tvö ár og þekkir því Jóhann Berg sérstaklega vel. „Jóhann er lyklakippan. Hann hefur alltaf heillað mig með íslenska landsliðinu og ég hef náð að sjá ansi mikið af Íslandi bara vegna þess að ég þjálfaði Jóa. Ég er mjög hrifinn af honum, bæði sem manneskju og leikmanni,“ segir Bellamy. Þjálfarinn bað um að fá að kalla íslenska fyrirliðann Jóa og glotti þegar blaðamaður minntist á klippu úr sjónvarpsþáttum um Burnley, þar sem sjá mátti Vincent Kompany öskra á Jóhann og halda því fram að hann væri alltaf að tuða. Kröfuharður á jákvæðan hátt „Hann getur það svo sannarlega [tuðað]. En ég kunni virkilega vel við hann og persónuleika hans. Hann er mjög klár leikmaður og sér leikinn mjög vel. Hann er kröfuharður en á jákvæðan hátt, og ég kann vel við það. Hann krefst svo sannarlega mikils af sjálfum sér líka. Vinny myndi segja það sama, það er mjög auðvelt að vinna með Jóa. Hann hefur reynst Íslandi vel og það var mjög ánægjulegt að vinna með honum,“ segir Bellamy. Öllu vanir varðandi veðrið Bellamy hefur þótt fara vel af stað eftir að hann tók við Wales í sumar, en liðið fékk fjögur stig gegn Svartfellingum og Tyrkjum í september. Í útileiknum við Svartfjallaland hellirigndi og Bellamy kvartar ekki undan aðstæðum á Íslandi, þó að hér sé vissulega kalt. „Veðrið er ekkert frábært í okkar heimalandi svo við erum öllu vanir. Við hlökkum bara til. Þjóðadeildin býður upp á leiki við hörkugóð lið og góðir leikmenn geta spilað vel við góðar aðstæður. Það á líka við um íslenska landsliðið og þetta ætti að verða góður leikur.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Vandasamt að greina velska liðið: „Við erum á betri stað núna“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er bjartsýnn á að sitt lið geti sýnt fram á góða frammistöðu gegn Wales á heimavelli í kvöld í Þjóðadeild UEFA. Hann segir liðið á betri stað núna samanborið við síðasta landsliðsverkefni. 11. október 2024 11:00 „Vonandi getum við nýtt okkur mína kunnáttu“ „Hann er frábær þjálfari sem veit nákvæmlega hvernig hann vill spila fótbolta," segir Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sem þekkir vel til þjálfara Wales sem Ísland mætir í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hann vonast til að fólk fjölmenni á leik kvöldsins og að Laugardalsvöllur verði aftur að því vígi sem hann var á sínum tíma. 11. október 2024 08:02 Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjá meira
Bellamy, þá framherji West Ham, fór sigri hrósandi heim frá Reykjavík vorið 2008, eftir 1-0 sigur í sínum 50. A-landsleik fyrir Wales. Nú er hann mættur aftur sem þjálfari velska landsliðsins, í öllu meiri kulda, og ætlar sér aftur sigur, gegn Íslandi í Þjóðadeildinni en reiknar með erfiðum leik. „Við erum vel meðvitaðir um föstu leikatriðin hjá Íslandi, sérstaklega í síðustu leikjum, en líka hvað þeir geta gert í skyndisóknum sínum. Þeir vinna mjög vel saman sem lið, en hafa líka einstaklingsgæði. Þetta er því mjög hættulegt lið,“ segir Bellamy við Vísi um íslenska liðið. Þekkir íslenska liðið vel vegna Jóhanns Hann var þjálfari hjá Burnley í tvö ár og þekkir því Jóhann Berg sérstaklega vel. „Jóhann er lyklakippan. Hann hefur alltaf heillað mig með íslenska landsliðinu og ég hef náð að sjá ansi mikið af Íslandi bara vegna þess að ég þjálfaði Jóa. Ég er mjög hrifinn af honum, bæði sem manneskju og leikmanni,“ segir Bellamy. Þjálfarinn bað um að fá að kalla íslenska fyrirliðann Jóa og glotti þegar blaðamaður minntist á klippu úr sjónvarpsþáttum um Burnley, þar sem sjá mátti Vincent Kompany öskra á Jóhann og halda því fram að hann væri alltaf að tuða. Kröfuharður á jákvæðan hátt „Hann getur það svo sannarlega [tuðað]. En ég kunni virkilega vel við hann og persónuleika hans. Hann er mjög klár leikmaður og sér leikinn mjög vel. Hann er kröfuharður en á jákvæðan hátt, og ég kann vel við það. Hann krefst svo sannarlega mikils af sjálfum sér líka. Vinny myndi segja það sama, það er mjög auðvelt að vinna með Jóa. Hann hefur reynst Íslandi vel og það var mjög ánægjulegt að vinna með honum,“ segir Bellamy. Öllu vanir varðandi veðrið Bellamy hefur þótt fara vel af stað eftir að hann tók við Wales í sumar, en liðið fékk fjögur stig gegn Svartfellingum og Tyrkjum í september. Í útileiknum við Svartfjallaland hellirigndi og Bellamy kvartar ekki undan aðstæðum á Íslandi, þó að hér sé vissulega kalt. „Veðrið er ekkert frábært í okkar heimalandi svo við erum öllu vanir. Við hlökkum bara til. Þjóðadeildin býður upp á leiki við hörkugóð lið og góðir leikmenn geta spilað vel við góðar aðstæður. Það á líka við um íslenska landsliðið og þetta ætti að verða góður leikur.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Vandasamt að greina velska liðið: „Við erum á betri stað núna“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er bjartsýnn á að sitt lið geti sýnt fram á góða frammistöðu gegn Wales á heimavelli í kvöld í Þjóðadeild UEFA. Hann segir liðið á betri stað núna samanborið við síðasta landsliðsverkefni. 11. október 2024 11:00 „Vonandi getum við nýtt okkur mína kunnáttu“ „Hann er frábær þjálfari sem veit nákvæmlega hvernig hann vill spila fótbolta," segir Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sem þekkir vel til þjálfara Wales sem Ísland mætir í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hann vonast til að fólk fjölmenni á leik kvöldsins og að Laugardalsvöllur verði aftur að því vígi sem hann var á sínum tíma. 11. október 2024 08:02 Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjá meira
Vandasamt að greina velska liðið: „Við erum á betri stað núna“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er bjartsýnn á að sitt lið geti sýnt fram á góða frammistöðu gegn Wales á heimavelli í kvöld í Þjóðadeild UEFA. Hann segir liðið á betri stað núna samanborið við síðasta landsliðsverkefni. 11. október 2024 11:00
„Vonandi getum við nýtt okkur mína kunnáttu“ „Hann er frábær þjálfari sem veit nákvæmlega hvernig hann vill spila fótbolta," segir Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sem þekkir vel til þjálfara Wales sem Ísland mætir í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hann vonast til að fólk fjölmenni á leik kvöldsins og að Laugardalsvöllur verði aftur að því vígi sem hann var á sínum tíma. 11. október 2024 08:02
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti