Vandasamt að greina velska liðið: „Við erum á betri stað núna“ Aron Guðmundsson skrifar 11. október 2024 11:00 Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands Vísir/Getty Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er bjartsýnn á að sitt lið geti sýnt fram á góða frammistöðu gegn Wales á heimavelli í kvöld í Þjóðadeild UEFA. Hann segir liðið á betri stað núna samanborið við síðasta landsliðsverkefni. Leikmenn Wales mæta á Laugardalsvöll með mikið sjálfstraust eftir góða byrjun undir stjórn nýs landsliðsþjálfara, Craig Bellamy. Wales er enn taplaust eftir fyrstu tvo leiki sína í stjórnartíð Bellamy í kjölfar jafnteflis gegn Tyrklandi og sigurs gegn Svartfjallalandi. Wales er með einu stigi meira en Ísland í 2.sæti riðilsins í B-deild Þjóðadeildarinnar en með sigri í kvöld getur Ísland lyft sér upp fyrir Wales. Einbeitingin hjá okkar mönnum hefur farið á eigin frammistöðu í aðdraganda leiksins. Erfitt er að lesa í leik Wales svo snemma inn í þjálfaratíð Bellamy. „Það er mjög erfitt fyrir okkur að greina þá,“ segir Hareide. „Þeir hafa aðeins spilað tvo leiki undir stjórn nýs þjálfara. Áttu góða frammistöðu á heimavelli gegn góðu liði Tyrkja og náðu þar jafntefli. Við sáum þar brot af því sem Wales getur komið með að borðinu. Þeir eru með góða og fljóta kantmenn. Þá eru þeir með góða leikmenn í öðrum stöðum. Góða og stöðuga leikmenn.“ „Þá er nær ógerlegt að taka eitthvað úr leik þeirra gegn Svartfjallalandi í síðustu umferð vegna veðurfarslegra aðstæðna sem voru ríkjandi í Svartfjallalandi þegar að leikurinn fór fram sem og ástand vallarins. Við höfum því sett einbeitinguna á okkar eigin leiki í undirbúningi fyrir þennan leik. Við viljum gera okkur það kleift að standa okkur vel hérna á heimavelli. Við eigum að geta það á móti hvaða liði sem er hér á Laugardalsvelli. Undirbúningurinn hefur snúið að því að við verðum sem best í stakk búnir að geta náð fram okkar bestu frammistöðu gegn Wales.“ Varðandi stöðuna á leikmannahópnum í aðdraganda leiksins hafði Hareide þetta að segja: „Mér finnst við á betri stað núna heldur en í síðasta verkefni. Margir af okkar leikmönnum voru að skipta um félög í sumar í aðdraganda síðasta verkefnis. Leikmenn eru farnir að spila reglulega núna. Þeir eru í betra standi. Við erum á góðum stað núna. Höldum áfram að vinna með sömu hlutina. Það er mikilvægt sökum þess hversu lítinn tíma við fáum saman. Vonandi getum við sýnt góða frammistöðu á móti Wales.“ Leikur Íslands og Wales í Þjóðadeild UEFA í kvöld verður sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan korter í sjö en upphitun hefst hálftíma fyrr. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport Fleiri fréttir Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Sjá meira
Leikmenn Wales mæta á Laugardalsvöll með mikið sjálfstraust eftir góða byrjun undir stjórn nýs landsliðsþjálfara, Craig Bellamy. Wales er enn taplaust eftir fyrstu tvo leiki sína í stjórnartíð Bellamy í kjölfar jafnteflis gegn Tyrklandi og sigurs gegn Svartfjallalandi. Wales er með einu stigi meira en Ísland í 2.sæti riðilsins í B-deild Þjóðadeildarinnar en með sigri í kvöld getur Ísland lyft sér upp fyrir Wales. Einbeitingin hjá okkar mönnum hefur farið á eigin frammistöðu í aðdraganda leiksins. Erfitt er að lesa í leik Wales svo snemma inn í þjálfaratíð Bellamy. „Það er mjög erfitt fyrir okkur að greina þá,“ segir Hareide. „Þeir hafa aðeins spilað tvo leiki undir stjórn nýs þjálfara. Áttu góða frammistöðu á heimavelli gegn góðu liði Tyrkja og náðu þar jafntefli. Við sáum þar brot af því sem Wales getur komið með að borðinu. Þeir eru með góða og fljóta kantmenn. Þá eru þeir með góða leikmenn í öðrum stöðum. Góða og stöðuga leikmenn.“ „Þá er nær ógerlegt að taka eitthvað úr leik þeirra gegn Svartfjallalandi í síðustu umferð vegna veðurfarslegra aðstæðna sem voru ríkjandi í Svartfjallalandi þegar að leikurinn fór fram sem og ástand vallarins. Við höfum því sett einbeitinguna á okkar eigin leiki í undirbúningi fyrir þennan leik. Við viljum gera okkur það kleift að standa okkur vel hérna á heimavelli. Við eigum að geta það á móti hvaða liði sem er hér á Laugardalsvelli. Undirbúningurinn hefur snúið að því að við verðum sem best í stakk búnir að geta náð fram okkar bestu frammistöðu gegn Wales.“ Varðandi stöðuna á leikmannahópnum í aðdraganda leiksins hafði Hareide þetta að segja: „Mér finnst við á betri stað núna heldur en í síðasta verkefni. Margir af okkar leikmönnum voru að skipta um félög í sumar í aðdraganda síðasta verkefnis. Leikmenn eru farnir að spila reglulega núna. Þeir eru í betra standi. Við erum á góðum stað núna. Höldum áfram að vinna með sömu hlutina. Það er mikilvægt sökum þess hversu lítinn tíma við fáum saman. Vonandi getum við sýnt góða frammistöðu á móti Wales.“ Leikur Íslands og Wales í Þjóðadeild UEFA í kvöld verður sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan korter í sjö en upphitun hefst hálftíma fyrr.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport Fleiri fréttir Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Sjá meira