Heiglar sem ráðast á vinalega Íslendinginn Sindri Sverrisson skrifar 11. október 2024 08:32 Heimir Hallgrímsson klappaði fyrir stuðningsmönnum sem mættu til Helsinki. Getty/Stephen McCarthy „Þessi sigur sýnir það hljóða starf sem Heimir Hallgrímsson hefur unnið fyrir Írland á bakvið tjöldin,“ skrifar Írinn Pat Dolan, fyrrverandi leikmaður og knattspyrnustjóri, í pistli í Irish Mirror eftir fyrsta sigur Heimis sem landsliðsþjálfari Íra. Heimir sé ekki vandamál írsks fótbolta en gæti verið lausnin. Írland vann frækinn 2-1 sigur gegn Finnlandi í Helsinki í gærkvöld, eftir að hafa lent undir, og er því með þrjú stig í Þjóðadeildinni. Heimir átti erfitt upphaf í starfi þegar Írar töpuðu 2-0 fyrir Englandi og Grikklandi í síðasta mánuði, en hinn 32 ára gamli Robbie Brady tryggði Írlandi sigur á 88. mínútu í gær. „Töfrandi frammistaða“ „Með alla gagnrýnendurna, alla sem eru tilbúnir að sparka honum, þá er ég svo ánægður fyrir hönd Heimis Hallgrímssonar. Ekki hlusta á alla vitleysingana sem segja að þetta hafi ekki verið frábær leikur, því mér fannst þetta töfrandi frammistaða,“ skrifar Dolan í pistli sínum. Hann segir Heimi greinilega hafa gert vel í hálfleiksræðu sinni. Írar höfðu fengið á sig mark sem skrifaðist á mistök fyrirliðans Nathan Collins en Heimir sagðist á blaðamannafundi eftir leik hafa afgreitt það strax, sagt mönnum að „skítur skeði“ og þar með hafi málið verið útrætt. „Hann átti frábæra hálfleiksræðu og gerði svo sniðugar skiptingar,“ skrifar Dolan. „Heimir hlýtur að hafa velt því fyrir sér hvert hann væri eiginlega mættur, eftir alla gagnrýnina sem skall á honum. Úrslitin munu ráða því hve lengi hann verður í starfi. En ég skal segja ykkur það að Heimir Hallgrímsson er ekki vandamál írska fótboltans. Ég vona að hann sé lausnin. Góður þjálfari, góður náungi. Og þetta voru góð úrslit. Það er langt síðan að við gátum skrifað slík orð og það er afar ánægjulegt að geta gert það aftur,“ skrifar Dolan. Kom inn í klúðurástand: „Gefið manninum séns“ Næsti leikur Íra verður hins vegar enn meira krefjandi því þeir sækja Grikki heim á sunnudaginn. Grikkland vann England í gær og er með fullt hús stiga í riðlinum eftir þrjá leiki. Eftir töpin tvö í september, jafnvel þó Heimir væri nýtekinn til starfa, voru sumir strax tilbúnir að tala um að hann yrði ekki mikið lengur í starfi. Dolan segir slíka menn heigla. „Vonandi getur Írland byggt ofan á þennan sigur. Fótbolti hefur alltaf snúist um úrslit. En Heimir kom inn í algjört klúður og vonandi getur hann látið hlutina ganga upp. Sumir af þessum heiglum hafa ráðist á þennan góða og vinalega íslenska náunga. Hann er búinn að vera í starfi í fimm mínútur. Gefið manninum séns. Og ég skal segja ykkur það, hann var undir pressu og varð að standa sig, og hann gerði það. Við höfum tvisvar tapað þarna gegn Finnlandi. Þessi sigur var akkúrat það sem þjóðin, liðið og stjórinn þurftu,“ skrifar Dolan meðal annars í pistli sínum. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Sjá meira
Írland vann frækinn 2-1 sigur gegn Finnlandi í Helsinki í gærkvöld, eftir að hafa lent undir, og er því með þrjú stig í Þjóðadeildinni. Heimir átti erfitt upphaf í starfi þegar Írar töpuðu 2-0 fyrir Englandi og Grikklandi í síðasta mánuði, en hinn 32 ára gamli Robbie Brady tryggði Írlandi sigur á 88. mínútu í gær. „Töfrandi frammistaða“ „Með alla gagnrýnendurna, alla sem eru tilbúnir að sparka honum, þá er ég svo ánægður fyrir hönd Heimis Hallgrímssonar. Ekki hlusta á alla vitleysingana sem segja að þetta hafi ekki verið frábær leikur, því mér fannst þetta töfrandi frammistaða,“ skrifar Dolan í pistli sínum. Hann segir Heimi greinilega hafa gert vel í hálfleiksræðu sinni. Írar höfðu fengið á sig mark sem skrifaðist á mistök fyrirliðans Nathan Collins en Heimir sagðist á blaðamannafundi eftir leik hafa afgreitt það strax, sagt mönnum að „skítur skeði“ og þar með hafi málið verið útrætt. „Hann átti frábæra hálfleiksræðu og gerði svo sniðugar skiptingar,“ skrifar Dolan. „Heimir hlýtur að hafa velt því fyrir sér hvert hann væri eiginlega mættur, eftir alla gagnrýnina sem skall á honum. Úrslitin munu ráða því hve lengi hann verður í starfi. En ég skal segja ykkur það að Heimir Hallgrímsson er ekki vandamál írska fótboltans. Ég vona að hann sé lausnin. Góður þjálfari, góður náungi. Og þetta voru góð úrslit. Það er langt síðan að við gátum skrifað slík orð og það er afar ánægjulegt að geta gert það aftur,“ skrifar Dolan. Kom inn í klúðurástand: „Gefið manninum séns“ Næsti leikur Íra verður hins vegar enn meira krefjandi því þeir sækja Grikki heim á sunnudaginn. Grikkland vann England í gær og er með fullt hús stiga í riðlinum eftir þrjá leiki. Eftir töpin tvö í september, jafnvel þó Heimir væri nýtekinn til starfa, voru sumir strax tilbúnir að tala um að hann yrði ekki mikið lengur í starfi. Dolan segir slíka menn heigla. „Vonandi getur Írland byggt ofan á þennan sigur. Fótbolti hefur alltaf snúist um úrslit. En Heimir kom inn í algjört klúður og vonandi getur hann látið hlutina ganga upp. Sumir af þessum heiglum hafa ráðist á þennan góða og vinalega íslenska náunga. Hann er búinn að vera í starfi í fimm mínútur. Gefið manninum séns. Og ég skal segja ykkur það, hann var undir pressu og varð að standa sig, og hann gerði það. Við höfum tvisvar tapað þarna gegn Finnlandi. Þessi sigur var akkúrat það sem þjóðin, liðið og stjórinn þurftu,“ skrifar Dolan meðal annars í pistli sínum.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Sjá meira