„Þrjú skot á markið og tvö af þeim fara inn“ Hjörvar Ólafsson skrifar 10. október 2024 18:16 Ólafur Ingi Skúlason á hliðarlínunni í leiknum í dag. Vísir/Anton Brink Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari íslenska U-21 árs landsliðsins í fótbolta karla, var vitanlega vonsvikinn eftir 2-0 tap liðsins gegn Litáen í undankeppni EM 2025 á Víkingsvelli í dag. Úrslitin þýða að íslenska liðið á ekki lengur möguleika á að komast í lokakeppnina. „Þetta eru mikil vonbrigði, sérstaklega í ljósi þess að mér fannst við klárlega vera sterkari aðilinn í þesssum leik. Þess vegna eru úrslitin mjög svekkjandi. Við vorum ekki alveg nógu sterkir inni á síðasta þriðjung vallarins og þeir fá tvö móment sem þeir ná að nýta," sagði Ólafur Ingi að leik loknum. „Þeir eru að ég held með þrjú skot á markið og tvö af þeim fara inn. Við gerðum okkar seka um mistök í varnarleiknum og fengum svo sannarlega að gjalda fyrir það. Mér fannst við samt sem áður svara ágætlega eftir að við lentum undir en við náðum bara ekki að nýta þær stöður og færi sem við vorum að skapa," sagði Ólafur Ingi enn fremur. „Við töpuðum aldrei trúnni á að geta komið til baka og ég er stoltur af strákunum fyrir það. Við reyndum og reyndum að ná inn marki en það bara gekk ekki því miður. Því fór sem fór. Þeir náðu tveimur skyndisóknum í fyrri hálfleik en við löguðum stöðuna á okkur þegar við misstum boltann í þeim seinni," sagði þjálfarinn um lærisveina sína. „Það er klárt mál að við ætluðum okkur að búa til úrslitleik við Dani og setja þá undir pressu á þeirra heimavelli. Nú er bara ljóst að það verður ekki. Það er samt alltaf eitthvað undir þegar þú spilar landsleik. Það eru nokkrir leikmenn að leika sinn síðasta U-21 landsleik og ég er viss um að þeir leikmenn, sem og bara allt liðið, vill klára þessa vegferð með sóma," sagði Ólafur Ingi um framhaldið. Íslenski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
„Þetta eru mikil vonbrigði, sérstaklega í ljósi þess að mér fannst við klárlega vera sterkari aðilinn í þesssum leik. Þess vegna eru úrslitin mjög svekkjandi. Við vorum ekki alveg nógu sterkir inni á síðasta þriðjung vallarins og þeir fá tvö móment sem þeir ná að nýta," sagði Ólafur Ingi að leik loknum. „Þeir eru að ég held með þrjú skot á markið og tvö af þeim fara inn. Við gerðum okkar seka um mistök í varnarleiknum og fengum svo sannarlega að gjalda fyrir það. Mér fannst við samt sem áður svara ágætlega eftir að við lentum undir en við náðum bara ekki að nýta þær stöður og færi sem við vorum að skapa," sagði Ólafur Ingi enn fremur. „Við töpuðum aldrei trúnni á að geta komið til baka og ég er stoltur af strákunum fyrir það. Við reyndum og reyndum að ná inn marki en það bara gekk ekki því miður. Því fór sem fór. Þeir náðu tveimur skyndisóknum í fyrri hálfleik en við löguðum stöðuna á okkur þegar við misstum boltann í þeim seinni," sagði þjálfarinn um lærisveina sína. „Það er klárt mál að við ætluðum okkur að búa til úrslitleik við Dani og setja þá undir pressu á þeirra heimavelli. Nú er bara ljóst að það verður ekki. Það er samt alltaf eitthvað undir þegar þú spilar landsleik. Það eru nokkrir leikmenn að leika sinn síðasta U-21 landsleik og ég er viss um að þeir leikmenn, sem og bara allt liðið, vill klára þessa vegferð með sóma," sagði Ólafur Ingi um framhaldið.
Íslenski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn