Sverrir Ingi minnist Baldocks: „Þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. október 2024 15:02 George Baldock lék lengi með Sheffield United. getty/Mike Egerton Íslenski landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason minntist samherja síns hjá Panathinaikos, Georges Baldock, í færslu á Instagram. Hann segir að sorgin vegna fráfalls hans sé óbærileg. Baldock fannst látinn í sundlaug við heimili sitt í Grikklandi í gær. Hann var 31 árs. Baldock gekk í raðir Panathinaikos í sumar þar sem hann var samherji Sverris og Harðar Björgvins Magnússonar. „Við erum öll niðurbrotin og í áfalli. George okkar, liðsfélagi og vinur okkar var og er enn hluti af fjölskyldunni. Þegar meðlimur hennar er skyndilega tekinn í burtu er eins og hluta af okkur vanti og mun alltaf vanta,“ skrifaði Sverrir á Instagram í dag. „Á tímum sem þessum glata orð merkingu sinni. Orð fá ekki lýst harmi okkar og sorg vegna fráfalls bróður okkar. Góða ferð okkar elskaði George. Þú munt alltaf, alltaf eiga stað í hjarta okkar.“ View this post on Instagram A post shared by Sverrir Ingi Ingason (@ingason15) Baldock hafði aðra Íslandstengingu því hann lék með ÍBV sumarið 2012, sem lánsmaður frá MK Dons. Hann lék sextán leiki fyrir Eyjaliðið í Pepsi-deildinni og skoraði eitt mark, gegn Grindavík á útivelli. Baldock hafði leikið með gríska landsliðinu frá 2022 en hann var gjaldgengur í það þar sem hann átti gríska ömmu. Hann lék tólf landsleiki fyrir Grikkland. Sverrir og félagar hans í íslenska landsliðinu búa sig nú undir leikina gegn Wales og Tyrklandi í Þjóðadeildinni. Íslendingar mæta Walesverjum á föstudaginn og Tyrkjum á mánudaginn. Báðir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli. Gríski boltinn Enski boltinn Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Sjá meira
Baldock fannst látinn í sundlaug við heimili sitt í Grikklandi í gær. Hann var 31 árs. Baldock gekk í raðir Panathinaikos í sumar þar sem hann var samherji Sverris og Harðar Björgvins Magnússonar. „Við erum öll niðurbrotin og í áfalli. George okkar, liðsfélagi og vinur okkar var og er enn hluti af fjölskyldunni. Þegar meðlimur hennar er skyndilega tekinn í burtu er eins og hluta af okkur vanti og mun alltaf vanta,“ skrifaði Sverrir á Instagram í dag. „Á tímum sem þessum glata orð merkingu sinni. Orð fá ekki lýst harmi okkar og sorg vegna fráfalls bróður okkar. Góða ferð okkar elskaði George. Þú munt alltaf, alltaf eiga stað í hjarta okkar.“ View this post on Instagram A post shared by Sverrir Ingi Ingason (@ingason15) Baldock hafði aðra Íslandstengingu því hann lék með ÍBV sumarið 2012, sem lánsmaður frá MK Dons. Hann lék sextán leiki fyrir Eyjaliðið í Pepsi-deildinni og skoraði eitt mark, gegn Grindavík á útivelli. Baldock hafði leikið með gríska landsliðinu frá 2022 en hann var gjaldgengur í það þar sem hann átti gríska ömmu. Hann lék tólf landsleiki fyrir Grikkland. Sverrir og félagar hans í íslenska landsliðinu búa sig nú undir leikina gegn Wales og Tyrklandi í Þjóðadeildinni. Íslendingar mæta Walesverjum á föstudaginn og Tyrkjum á mánudaginn. Báðir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli.
Gríski boltinn Enski boltinn Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Sjá meira