Gætu ekki flúið þótt þau vildu Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. október 2024 19:37 Aníta og fjölskylda hennar bíða nú eftir öðrum stóra fellibylnum á mánaðarlöngu fríi sínu í Tampa í Flórída. Hillur verslana eru víða tómar og fjölskyldan hefur flutt nauðsynjar inn í herbergi sem ekki eru með útvegg, ef leita þarf skjóls frá fellibylnum. Óttast er að fellibylurinn Milton, sem skellur á Flórída af fullum þunga í nótt, verði mannskæður og hafi katastrófískar afleiðingar víða í ríkinu. Íslendingur á hættusvæði segir biðina eftir hamförum kvíðvænlega. Hún gæti ekki flúið svæðið þótt hún vildi það; eldsneyti er algjörlega uppurið. „Ég er með áríðandi skilaboð til íbúa Flórída. Fellibylurinn Milton verður mannskæður og katastrófískur. Hann mun hafa í för með sér gríðarlegan áhlaðanda, ægilegan vind og alvarleg flóð á leið sinni yfir Flórídaríki,“ sagði Deanne Criswell, yfirmaður almannavarna í Bandaríkjunum í ávarpi í dag. Reiknað er með að hinn katastrófíski Milton gangi á land í Flórída seint í kvöld, eða í kringum sex í fyrramálið að íslenskum tíma. Aníta Björk Káradóttir er stödd ásamt fjölskyldu sinni í mánaðarlöngu fríi í úthverfi borgarinnar Tampa, sem óttast er að fari einna verst úti úr fellibylnum. Aníta lýsir mikilli örvæntingu á svæðinu; vatn, bleyjur, þurrmjólk og aðrar nauðsynjavörur eru víðast hvar nær uppseldar. „Það virðast allir vera í einhvers konar panikkástandi. Og eins og með bensín, það er ekki til bensín til í þrjú til fjögur hundruð kílómetra radíus hjá okkur. Þannig að ef við myndum vilja fara eitthvert þá væri erfitt að komast og við gætum orðið bara strandaglópar,“ segir Aníta. Vatn í upp undir fjögurra metra hæð Þau fjölskyldan eru ekki stödd á rýmingarsvæði en gerðu raunar tilraun til að flýja í gærkvöldi. Þau voru stöðvuð, þar sem slysahætta er úti á vegum og eldsneyti af skornum skammti, eins og áður hefur komið fram. Eitt helsta áhyggjuefni sérfræðinga eru flóðin sem Milton gæti haft í för með sér. Verstu spár reikna með að vatn nái mest þriggja til fjöggurra og hálfs metra hæð við Tampaströndina. Undir þeim kringumstæðum færi hefðbundið einnar hæðar hús algjörlega undir vatn, eins og við sýndum í fréttum Stöðvar 2. Kvíðavaldandi bið Aníta og fjölskylda hafa undirbúið sig vel. Hlerar hafa verið settir fyrir alla glugga og baðkör fyllt til að tryggja neysluvatn. Þá hafa þau útbúið sér svefnstað við sérstök „fellibylsherbergi" í húsinu, herbergi sem ekki eru með útvegg sem hægt er að leita skjóls í. Bensínrafstöð verður einnig tekin í gagnið. „Við erum mjög háð rafmagni af því að við erum með einstakling í fölskyldunni [barnung dóttir Anítu] sem notast við súrefni þannig að við erum mjög undirbúin þegar verður rafmagnslaust. Og ég segi þegar verður rafmagnslaust af því það er bara vitað að það verði,“ segir Aníta. Og nú hefst þungbær bið eftir því að ósköpin skelli á. „Þetta er kvíðavaldandi,“ segir Aníta og kemst við. „sérstaklega þegar við erum svona háð rafmagni.“ Bandaríkin Náttúruhamfarir Fellibylurinn Milton Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Bein útsending: „Óveður aldarinnar“ nálgast Flórída Fellibylurinn Milton nálgast strendur Flórída í Bandaríkjunum óðfluga. Búið er að vera við hvirfilbyljum á svæðinu í aðdraganda Miltons og er búist við mikilli eyðileggingu, nái fellibylurinn landi af þeim styrk sem spár gera ráð fyrir. 9. október 2024 17:24 Aflýsa flugi til og frá Orlando Icelandair hefur aflýst fyrirhuguðu flugi til og frá Orlando í Flórída síðdegis í dag og á morgun. 9. október 2024 07:11 Milton safnar aftur krafti Fellibylurinn Milton er aftur orðinn að fimmta stigs fellibyl, eftir að hann var lækkaður í fjórða flokk í dag. Búist er við því að fellibylurinn muni valda mikilli eyðileggingu á vesturströnd Flórída seinna í vikunni, gangi spár eftir. 8. október 2024 22:24 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
„Ég er með áríðandi skilaboð til íbúa Flórída. Fellibylurinn Milton verður mannskæður og katastrófískur. Hann mun hafa í för með sér gríðarlegan áhlaðanda, ægilegan vind og alvarleg flóð á leið sinni yfir Flórídaríki,“ sagði Deanne Criswell, yfirmaður almannavarna í Bandaríkjunum í ávarpi í dag. Reiknað er með að hinn katastrófíski Milton gangi á land í Flórída seint í kvöld, eða í kringum sex í fyrramálið að íslenskum tíma. Aníta Björk Káradóttir er stödd ásamt fjölskyldu sinni í mánaðarlöngu fríi í úthverfi borgarinnar Tampa, sem óttast er að fari einna verst úti úr fellibylnum. Aníta lýsir mikilli örvæntingu á svæðinu; vatn, bleyjur, þurrmjólk og aðrar nauðsynjavörur eru víðast hvar nær uppseldar. „Það virðast allir vera í einhvers konar panikkástandi. Og eins og með bensín, það er ekki til bensín til í þrjú til fjögur hundruð kílómetra radíus hjá okkur. Þannig að ef við myndum vilja fara eitthvert þá væri erfitt að komast og við gætum orðið bara strandaglópar,“ segir Aníta. Vatn í upp undir fjögurra metra hæð Þau fjölskyldan eru ekki stödd á rýmingarsvæði en gerðu raunar tilraun til að flýja í gærkvöldi. Þau voru stöðvuð, þar sem slysahætta er úti á vegum og eldsneyti af skornum skammti, eins og áður hefur komið fram. Eitt helsta áhyggjuefni sérfræðinga eru flóðin sem Milton gæti haft í för með sér. Verstu spár reikna með að vatn nái mest þriggja til fjöggurra og hálfs metra hæð við Tampaströndina. Undir þeim kringumstæðum færi hefðbundið einnar hæðar hús algjörlega undir vatn, eins og við sýndum í fréttum Stöðvar 2. Kvíðavaldandi bið Aníta og fjölskylda hafa undirbúið sig vel. Hlerar hafa verið settir fyrir alla glugga og baðkör fyllt til að tryggja neysluvatn. Þá hafa þau útbúið sér svefnstað við sérstök „fellibylsherbergi" í húsinu, herbergi sem ekki eru með útvegg sem hægt er að leita skjóls í. Bensínrafstöð verður einnig tekin í gagnið. „Við erum mjög háð rafmagni af því að við erum með einstakling í fölskyldunni [barnung dóttir Anítu] sem notast við súrefni þannig að við erum mjög undirbúin þegar verður rafmagnslaust. Og ég segi þegar verður rafmagnslaust af því það er bara vitað að það verði,“ segir Aníta. Og nú hefst þungbær bið eftir því að ósköpin skelli á. „Þetta er kvíðavaldandi,“ segir Aníta og kemst við. „sérstaklega þegar við erum svona háð rafmagni.“
Bandaríkin Náttúruhamfarir Fellibylurinn Milton Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Bein útsending: „Óveður aldarinnar“ nálgast Flórída Fellibylurinn Milton nálgast strendur Flórída í Bandaríkjunum óðfluga. Búið er að vera við hvirfilbyljum á svæðinu í aðdraganda Miltons og er búist við mikilli eyðileggingu, nái fellibylurinn landi af þeim styrk sem spár gera ráð fyrir. 9. október 2024 17:24 Aflýsa flugi til og frá Orlando Icelandair hefur aflýst fyrirhuguðu flugi til og frá Orlando í Flórída síðdegis í dag og á morgun. 9. október 2024 07:11 Milton safnar aftur krafti Fellibylurinn Milton er aftur orðinn að fimmta stigs fellibyl, eftir að hann var lækkaður í fjórða flokk í dag. Búist er við því að fellibylurinn muni valda mikilli eyðileggingu á vesturströnd Flórída seinna í vikunni, gangi spár eftir. 8. október 2024 22:24 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Bein útsending: „Óveður aldarinnar“ nálgast Flórída Fellibylurinn Milton nálgast strendur Flórída í Bandaríkjunum óðfluga. Búið er að vera við hvirfilbyljum á svæðinu í aðdraganda Miltons og er búist við mikilli eyðileggingu, nái fellibylurinn landi af þeim styrk sem spár gera ráð fyrir. 9. október 2024 17:24
Aflýsa flugi til og frá Orlando Icelandair hefur aflýst fyrirhuguðu flugi til og frá Orlando í Flórída síðdegis í dag og á morgun. 9. október 2024 07:11
Milton safnar aftur krafti Fellibylurinn Milton er aftur orðinn að fimmta stigs fellibyl, eftir að hann var lækkaður í fjórða flokk í dag. Búist er við því að fellibylurinn muni valda mikilli eyðileggingu á vesturströnd Flórída seinna í vikunni, gangi spár eftir. 8. október 2024 22:24