Bein útsending: „Óveður aldarinnar“ skellur á Flórída Samúel Karl Ólason skrifar 9. október 2024 23:30 Talið er að gífurleg úrkoma fylgi Milton. AP/Marta Lavandier Fellibylurinn Milton hefur náð landi í Flórída í Bandaríkjunum. Fjölmargir hvirfilbylir hafa skollið á Flórída í dag, í aðdraganda Miltons og er búist við mikilli eyðileggingu, nái fellibylurinn landi af þeim styrk sem spár gera ráð fyrir. Alls voru 133 hvirfilbyljaviðvaranir gefnar út í dag og hafa þær aldrei verið fleiri á einum degi í Flórída. Einn hvirfilbyljanna rústaði bílageymslu fógetans í St. Lucie. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að útlit væri fyrir að Milton yrði „óveður aldarinnar“. Norðurhluti auga Miltons náði landi á tólfta tímanum á miðvikudagskvöld og um það leyti sagði Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, að of seint væri fyrir fólk að reyna að flýja. Yfirvöld í Flórída höfðu sagt íbúum fimmtán sýslna að flýja heimili sín en þar er um að ræða um 7,2 milljónir manna. Kraftur Miltons hefur sveiflast til og frá á undanförnum dögum en þrátt fyrir það er búist við því að honum muni fylgja gífurlega öflugar vindhviður og hækkandi sjávarstaða. Sérfræðingar segja að þó fellibylurinn hafi misst kraft áður en auga hans náði landi muni það ekki breyta stöðuni mikið. Flóðin verið enn mikil og vindhraði gífurlegur. Sjá einnig: Milton safnar aftur krafti Þá er einnig búist við því að úrkoman frá Milton muni mælast allt að 46 sentímetrar. Margar vefmyndavélar má finna í Flórída og hafa fjölmiðlar vestanhafs einnig sett upp eigin myndavélar. Hér að neðan má sjá nokkrar slíkar sem áhugasamir geta fylgst með í kvöld og í nótt. Fréttin hefur verið uppfærð. Tweets by NHC_Atlantic Bandaríkin Fellibylurinn Milton Loftslagsmál Náttúruhamfarir Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Alls voru 133 hvirfilbyljaviðvaranir gefnar út í dag og hafa þær aldrei verið fleiri á einum degi í Flórída. Einn hvirfilbyljanna rústaði bílageymslu fógetans í St. Lucie. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að útlit væri fyrir að Milton yrði „óveður aldarinnar“. Norðurhluti auga Miltons náði landi á tólfta tímanum á miðvikudagskvöld og um það leyti sagði Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, að of seint væri fyrir fólk að reyna að flýja. Yfirvöld í Flórída höfðu sagt íbúum fimmtán sýslna að flýja heimili sín en þar er um að ræða um 7,2 milljónir manna. Kraftur Miltons hefur sveiflast til og frá á undanförnum dögum en þrátt fyrir það er búist við því að honum muni fylgja gífurlega öflugar vindhviður og hækkandi sjávarstaða. Sérfræðingar segja að þó fellibylurinn hafi misst kraft áður en auga hans náði landi muni það ekki breyta stöðuni mikið. Flóðin verið enn mikil og vindhraði gífurlegur. Sjá einnig: Milton safnar aftur krafti Þá er einnig búist við því að úrkoman frá Milton muni mælast allt að 46 sentímetrar. Margar vefmyndavélar má finna í Flórída og hafa fjölmiðlar vestanhafs einnig sett upp eigin myndavélar. Hér að neðan má sjá nokkrar slíkar sem áhugasamir geta fylgst með í kvöld og í nótt. Fréttin hefur verið uppfærð. Tweets by NHC_Atlantic
Bandaríkin Fellibylurinn Milton Loftslagsmál Náttúruhamfarir Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira