Glódís kemst ekki á verðlaunahátíðina: „Mér finnst þetta bara fáránlegt“ Aron Guðmundsson skrifar 9. október 2024 18:46 Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, er allt annað en ánægður með skipuleggjendur Ballon D'or verðlaunahátíðarinnar. Vísir/Samsett mynd Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir það fáránlegt að stærsta verðlaunahátíð ársins í fótboltaheiminum, þar sem sjálfur gullboltinn verður afhentur bestu leikmönnum heims í karla- og kvennaflokki, skuli vera haldin í miðjum landsleikjaglugga kvennalandsliða. Glódís Perla Viggósdóttir er fyrsti Íslendingurinn sem er tilnefnd til verðlaunanna en hún mun ekki geta mætt á hátíðina þar sem að hún verður stödd í landsliðsverkefni. Landsliðshópur íslenska kvennalandsliðsins fyrir tvo æfingarleiki gegn ólympíumeisturum Bandaríkjanna ytra var opinberaður í dag. Leikir liðanna munu fara fram í Austin Texas og Nashville Tenneesse 25. Og 27.október næstkomandi og gat Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari valið úr sínum sterkustu leikmönnum og gerir aðeins eina breytingu milli landsliðsverkefna. Í landsliðshópnum er sem fyrr að finna leiðtoga liðsins Glódísi Perlu Viggósdóttur, leikmann og fyrirliða Bayern Munchen sem átti skínandi tímabil á síðasta tímabili og var í kjölfar þess tilnefnd til Ballon d´or verðlaunanna virtu sem veitt eru besta leikmanni í heimi í karla og kvennaflokki. „Auðvitað er þetta bara frábært afrek hjá henni. Þetta er risastórt. Hún er einn besti leikmaður heimsins. Tilnefnd sem slík og það er frábært. Þetta sýnir í raun og veru hvar hún er stödd sem leikmaður. Það er eftir því tekið hversu góð hún er. Þetta er bara virkilega flott afrek. Flott fyrir hana sem leikmann og sýnir að við erum með leikmann í þessum gæðaflokki í okkar liði. Það hjálpar okkur að sjálfsögðu líka. Þetta er stórt og mikið. Vonandi verður bara áframhald á þessu. Að hún haldi áfram að þróast og þroskast sem leikmaður. Verði enn þá betri en hún er í dag.“ „Mér finnst þetta bara fáránlegt“ Glódís er fyrst Íslendinga til þess að vera tilnefnd til verðlaunanna en mun ekki geta sótt sjálfa verðlaunahátíðina í París þann 28.október næstkomandi því hún fer fram degi eftir seinni leik Íslands og Bandaríkjanna í Nashville. Þá má gera ráð fyrir því að fleiri stór nöfn úr kvennaboltanum muni ekki geta sótt hátíðina sem er haldin í miðjum landsliðsglugga kvennalandsliðanna og munu á þessum dögum undir lok október fara fram mikilvægir leikir í umspili fyrir Evrópumót næsta árs. Staðreynd sem kemur landsliðsþjálfara Íslands spánskt fyrir sjónir en það er franski miðillinn French Football sem stendur fyrir Ballon d´or valinu og nýtur liðsinnis Evrópska knattspyrnusambandsins við undirbúning verðlaunaafhendingarinnar. „Þetta er náttúrulega bara galið. Í grunninn er þetta galið. Ef þeir vilja gera konum hátt undir höfði þá þurfa þær að geta mætt á svæðið. Það er algjörlega ljóst. Þú getur ekki sett þetta í mitt landsleikjahlé hjá konum því að bestu leikmennirnir eru að spila með landsliðum sínum og munu ekki geta mætt nema kannski í einhverjum undantekningartilfellum þar sem að þær eru í umræddu landi þar sem að verðlaunaafhendingin fer fram. Mér finnst þetta bara fáránlegt. Einfaldasta leiðin í þessu væri bara að halda þetta í sitthvoru lagi. Að hafa sér stóra verðlaunaafhendingu fyrir konur og sér fyrir karla.“ Klippa: „Galið og fáránlegt“ Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Sjá meira
Landsliðshópur íslenska kvennalandsliðsins fyrir tvo æfingarleiki gegn ólympíumeisturum Bandaríkjanna ytra var opinberaður í dag. Leikir liðanna munu fara fram í Austin Texas og Nashville Tenneesse 25. Og 27.október næstkomandi og gat Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari valið úr sínum sterkustu leikmönnum og gerir aðeins eina breytingu milli landsliðsverkefna. Í landsliðshópnum er sem fyrr að finna leiðtoga liðsins Glódísi Perlu Viggósdóttur, leikmann og fyrirliða Bayern Munchen sem átti skínandi tímabil á síðasta tímabili og var í kjölfar þess tilnefnd til Ballon d´or verðlaunanna virtu sem veitt eru besta leikmanni í heimi í karla og kvennaflokki. „Auðvitað er þetta bara frábært afrek hjá henni. Þetta er risastórt. Hún er einn besti leikmaður heimsins. Tilnefnd sem slík og það er frábært. Þetta sýnir í raun og veru hvar hún er stödd sem leikmaður. Það er eftir því tekið hversu góð hún er. Þetta er bara virkilega flott afrek. Flott fyrir hana sem leikmann og sýnir að við erum með leikmann í þessum gæðaflokki í okkar liði. Það hjálpar okkur að sjálfsögðu líka. Þetta er stórt og mikið. Vonandi verður bara áframhald á þessu. Að hún haldi áfram að þróast og þroskast sem leikmaður. Verði enn þá betri en hún er í dag.“ „Mér finnst þetta bara fáránlegt“ Glódís er fyrst Íslendinga til þess að vera tilnefnd til verðlaunanna en mun ekki geta sótt sjálfa verðlaunahátíðina í París þann 28.október næstkomandi því hún fer fram degi eftir seinni leik Íslands og Bandaríkjanna í Nashville. Þá má gera ráð fyrir því að fleiri stór nöfn úr kvennaboltanum muni ekki geta sótt hátíðina sem er haldin í miðjum landsliðsglugga kvennalandsliðanna og munu á þessum dögum undir lok október fara fram mikilvægir leikir í umspili fyrir Evrópumót næsta árs. Staðreynd sem kemur landsliðsþjálfara Íslands spánskt fyrir sjónir en það er franski miðillinn French Football sem stendur fyrir Ballon d´or valinu og nýtur liðsinnis Evrópska knattspyrnusambandsins við undirbúning verðlaunaafhendingarinnar. „Þetta er náttúrulega bara galið. Í grunninn er þetta galið. Ef þeir vilja gera konum hátt undir höfði þá þurfa þær að geta mætt á svæðið. Það er algjörlega ljóst. Þú getur ekki sett þetta í mitt landsleikjahlé hjá konum því að bestu leikmennirnir eru að spila með landsliðum sínum og munu ekki geta mætt nema kannski í einhverjum undantekningartilfellum þar sem að þær eru í umræddu landi þar sem að verðlaunaafhendingin fer fram. Mér finnst þetta bara fáránlegt. Einfaldasta leiðin í þessu væri bara að halda þetta í sitthvoru lagi. Að hafa sér stóra verðlaunaafhendingu fyrir konur og sér fyrir karla.“ Klippa: „Galið og fáránlegt“
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Sjá meira