Glódís kemst ekki á verðlaunahátíðina: „Mér finnst þetta bara fáránlegt“ Aron Guðmundsson skrifar 9. október 2024 18:46 Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, er allt annað en ánægður með skipuleggjendur Ballon D'or verðlaunahátíðarinnar. Vísir/Samsett mynd Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir það fáránlegt að stærsta verðlaunahátíð ársins í fótboltaheiminum, þar sem sjálfur gullboltinn verður afhentur bestu leikmönnum heims í karla- og kvennaflokki, skuli vera haldin í miðjum landsleikjaglugga kvennalandsliða. Glódís Perla Viggósdóttir er fyrsti Íslendingurinn sem er tilnefnd til verðlaunanna en hún mun ekki geta mætt á hátíðina þar sem að hún verður stödd í landsliðsverkefni. Landsliðshópur íslenska kvennalandsliðsins fyrir tvo æfingarleiki gegn ólympíumeisturum Bandaríkjanna ytra var opinberaður í dag. Leikir liðanna munu fara fram í Austin Texas og Nashville Tenneesse 25. Og 27.október næstkomandi og gat Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari valið úr sínum sterkustu leikmönnum og gerir aðeins eina breytingu milli landsliðsverkefna. Í landsliðshópnum er sem fyrr að finna leiðtoga liðsins Glódísi Perlu Viggósdóttur, leikmann og fyrirliða Bayern Munchen sem átti skínandi tímabil á síðasta tímabili og var í kjölfar þess tilnefnd til Ballon d´or verðlaunanna virtu sem veitt eru besta leikmanni í heimi í karla og kvennaflokki. „Auðvitað er þetta bara frábært afrek hjá henni. Þetta er risastórt. Hún er einn besti leikmaður heimsins. Tilnefnd sem slík og það er frábært. Þetta sýnir í raun og veru hvar hún er stödd sem leikmaður. Það er eftir því tekið hversu góð hún er. Þetta er bara virkilega flott afrek. Flott fyrir hana sem leikmann og sýnir að við erum með leikmann í þessum gæðaflokki í okkar liði. Það hjálpar okkur að sjálfsögðu líka. Þetta er stórt og mikið. Vonandi verður bara áframhald á þessu. Að hún haldi áfram að þróast og þroskast sem leikmaður. Verði enn þá betri en hún er í dag.“ „Mér finnst þetta bara fáránlegt“ Glódís er fyrst Íslendinga til þess að vera tilnefnd til verðlaunanna en mun ekki geta sótt sjálfa verðlaunahátíðina í París þann 28.október næstkomandi því hún fer fram degi eftir seinni leik Íslands og Bandaríkjanna í Nashville. Þá má gera ráð fyrir því að fleiri stór nöfn úr kvennaboltanum muni ekki geta sótt hátíðina sem er haldin í miðjum landsliðsglugga kvennalandsliðanna og munu á þessum dögum undir lok október fara fram mikilvægir leikir í umspili fyrir Evrópumót næsta árs. Staðreynd sem kemur landsliðsþjálfara Íslands spánskt fyrir sjónir en það er franski miðillinn French Football sem stendur fyrir Ballon d´or valinu og nýtur liðsinnis Evrópska knattspyrnusambandsins við undirbúning verðlaunaafhendingarinnar. „Þetta er náttúrulega bara galið. Í grunninn er þetta galið. Ef þeir vilja gera konum hátt undir höfði þá þurfa þær að geta mætt á svæðið. Það er algjörlega ljóst. Þú getur ekki sett þetta í mitt landsleikjahlé hjá konum því að bestu leikmennirnir eru að spila með landsliðum sínum og munu ekki geta mætt nema kannski í einhverjum undantekningartilfellum þar sem að þær eru í umræddu landi þar sem að verðlaunaafhendingin fer fram. Mér finnst þetta bara fáránlegt. Einfaldasta leiðin í þessu væri bara að halda þetta í sitthvoru lagi. Að hafa sér stóra verðlaunaafhendingu fyrir konur og sér fyrir karla.“ Klippa: „Galið og fáránlegt“ Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira
Landsliðshópur íslenska kvennalandsliðsins fyrir tvo æfingarleiki gegn ólympíumeisturum Bandaríkjanna ytra var opinberaður í dag. Leikir liðanna munu fara fram í Austin Texas og Nashville Tenneesse 25. Og 27.október næstkomandi og gat Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari valið úr sínum sterkustu leikmönnum og gerir aðeins eina breytingu milli landsliðsverkefna. Í landsliðshópnum er sem fyrr að finna leiðtoga liðsins Glódísi Perlu Viggósdóttur, leikmann og fyrirliða Bayern Munchen sem átti skínandi tímabil á síðasta tímabili og var í kjölfar þess tilnefnd til Ballon d´or verðlaunanna virtu sem veitt eru besta leikmanni í heimi í karla og kvennaflokki. „Auðvitað er þetta bara frábært afrek hjá henni. Þetta er risastórt. Hún er einn besti leikmaður heimsins. Tilnefnd sem slík og það er frábært. Þetta sýnir í raun og veru hvar hún er stödd sem leikmaður. Það er eftir því tekið hversu góð hún er. Þetta er bara virkilega flott afrek. Flott fyrir hana sem leikmann og sýnir að við erum með leikmann í þessum gæðaflokki í okkar liði. Það hjálpar okkur að sjálfsögðu líka. Þetta er stórt og mikið. Vonandi verður bara áframhald á þessu. Að hún haldi áfram að þróast og þroskast sem leikmaður. Verði enn þá betri en hún er í dag.“ „Mér finnst þetta bara fáránlegt“ Glódís er fyrst Íslendinga til þess að vera tilnefnd til verðlaunanna en mun ekki geta sótt sjálfa verðlaunahátíðina í París þann 28.október næstkomandi því hún fer fram degi eftir seinni leik Íslands og Bandaríkjanna í Nashville. Þá má gera ráð fyrir því að fleiri stór nöfn úr kvennaboltanum muni ekki geta sótt hátíðina sem er haldin í miðjum landsliðsglugga kvennalandsliðanna og munu á þessum dögum undir lok október fara fram mikilvægir leikir í umspili fyrir Evrópumót næsta árs. Staðreynd sem kemur landsliðsþjálfara Íslands spánskt fyrir sjónir en það er franski miðillinn French Football sem stendur fyrir Ballon d´or valinu og nýtur liðsinnis Evrópska knattspyrnusambandsins við undirbúning verðlaunaafhendingarinnar. „Þetta er náttúrulega bara galið. Í grunninn er þetta galið. Ef þeir vilja gera konum hátt undir höfði þá þurfa þær að geta mætt á svæðið. Það er algjörlega ljóst. Þú getur ekki sett þetta í mitt landsleikjahlé hjá konum því að bestu leikmennirnir eru að spila með landsliðum sínum og munu ekki geta mætt nema kannski í einhverjum undantekningartilfellum þar sem að þær eru í umræddu landi þar sem að verðlaunaafhendingin fer fram. Mér finnst þetta bara fáránlegt. Einfaldasta leiðin í þessu væri bara að halda þetta í sitthvoru lagi. Að hafa sér stóra verðlaunaafhendingu fyrir konur og sér fyrir karla.“ Klippa: „Galið og fáránlegt“
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira