Þorsteinn hefur gaman að Trump en er frekar Harris megin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. október 2024 14:45 Þorsteinn Halldórsson skellti upp úr þegar hann var spurður út í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. vísir/getty Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir því bandaríska nokkrum dögum fyrir forsetakosningarnar vestanhafs. Landsliðsþjálfari Íslands var spurður að því á blaðamannafundi hvort hann styddi Donald Trump eða Kamölu Harris. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennlandsliðsins, sat fyrir svörum á blaðamannafundi á Laugardalsvelli í dag, eftir að hann hafði tilkynnt hópinn sem mætir Bandaríkjunum í tveimur vináttulandsleikjum seinna í þessum mánuði. Fyrri leikur Íslands og Bandaríkjanna fer fram í Austin, Texas 24. október. Þremur dögum síðar mætast liðin í Nashville, Tennessee. Þann 5. nóvember ganga Bandaríkjamenn svo að kjörborðinu og kjósa sér forseta. En hvorum megin stendur Þorsteinn í baráttunni um Hvíta húsið? „Ég bjóst ekki við þessari. Ég skal alveg viðurkenna það,“ sagði Þorsteinn áður en hann svaraði spurningunni óvæntu. „Ég veit það ekki. Mér finnst alveg gaman að Trump. Hann er svona skemmtiefni. Ég veit það ekki. Ég held að ég sé frekar Harris megin. Ég er samt ekkert þannig inni í pólitík í Bandaríkjunum að ég sé að hugsa þetta út frá ákveðnum hlutum. En mér finnst Trump ákveðið skemmtiefni en það er kannski ekki akkúrat það sem forseti Bandaríkjanna þarf að hafa.“ Þorsteinn gerði eina breytingu á landsliðshópnum frá síðustu leikjum þess í júlí. Sædís Rún Heiðarsdóttir kemur inn fyrir Kristínu Dís Árnadóttur. Leikirnir gegn Bandaríkjunum verða fyrstu leikir Íslands síðan það tryggði sér sæti á EM í Sviss á næsta ári. Bandaríkin urðu Ólympíumeistarar í París í sumar og eru á toppi styrkleikalista FIFA. Ísland er í 13. sæti hans og hefur aldrei verið ofar. Landslið kvenna í fótbolta Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennlandsliðsins, sat fyrir svörum á blaðamannafundi á Laugardalsvelli í dag, eftir að hann hafði tilkynnt hópinn sem mætir Bandaríkjunum í tveimur vináttulandsleikjum seinna í þessum mánuði. Fyrri leikur Íslands og Bandaríkjanna fer fram í Austin, Texas 24. október. Þremur dögum síðar mætast liðin í Nashville, Tennessee. Þann 5. nóvember ganga Bandaríkjamenn svo að kjörborðinu og kjósa sér forseta. En hvorum megin stendur Þorsteinn í baráttunni um Hvíta húsið? „Ég bjóst ekki við þessari. Ég skal alveg viðurkenna það,“ sagði Þorsteinn áður en hann svaraði spurningunni óvæntu. „Ég veit það ekki. Mér finnst alveg gaman að Trump. Hann er svona skemmtiefni. Ég veit það ekki. Ég held að ég sé frekar Harris megin. Ég er samt ekkert þannig inni í pólitík í Bandaríkjunum að ég sé að hugsa þetta út frá ákveðnum hlutum. En mér finnst Trump ákveðið skemmtiefni en það er kannski ekki akkúrat það sem forseti Bandaríkjanna þarf að hafa.“ Þorsteinn gerði eina breytingu á landsliðshópnum frá síðustu leikjum þess í júlí. Sædís Rún Heiðarsdóttir kemur inn fyrir Kristínu Dís Árnadóttur. Leikirnir gegn Bandaríkjunum verða fyrstu leikir Íslands síðan það tryggði sér sæti á EM í Sviss á næsta ári. Bandaríkin urðu Ólympíumeistarar í París í sumar og eru á toppi styrkleikalista FIFA. Ísland er í 13. sæti hans og hefur aldrei verið ofar.
Landslið kvenna í fótbolta Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira