Þorsteinn hefur gaman að Trump en er frekar Harris megin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. október 2024 14:45 Þorsteinn Halldórsson skellti upp úr þegar hann var spurður út í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. vísir/getty Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir því bandaríska nokkrum dögum fyrir forsetakosningarnar vestanhafs. Landsliðsþjálfari Íslands var spurður að því á blaðamannafundi hvort hann styddi Donald Trump eða Kamölu Harris. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennlandsliðsins, sat fyrir svörum á blaðamannafundi á Laugardalsvelli í dag, eftir að hann hafði tilkynnt hópinn sem mætir Bandaríkjunum í tveimur vináttulandsleikjum seinna í þessum mánuði. Fyrri leikur Íslands og Bandaríkjanna fer fram í Austin, Texas 24. október. Þremur dögum síðar mætast liðin í Nashville, Tennessee. Þann 5. nóvember ganga Bandaríkjamenn svo að kjörborðinu og kjósa sér forseta. En hvorum megin stendur Þorsteinn í baráttunni um Hvíta húsið? „Ég bjóst ekki við þessari. Ég skal alveg viðurkenna það,“ sagði Þorsteinn áður en hann svaraði spurningunni óvæntu. „Ég veit það ekki. Mér finnst alveg gaman að Trump. Hann er svona skemmtiefni. Ég veit það ekki. Ég held að ég sé frekar Harris megin. Ég er samt ekkert þannig inni í pólitík í Bandaríkjunum að ég sé að hugsa þetta út frá ákveðnum hlutum. En mér finnst Trump ákveðið skemmtiefni en það er kannski ekki akkúrat það sem forseti Bandaríkjanna þarf að hafa.“ Þorsteinn gerði eina breytingu á landsliðshópnum frá síðustu leikjum þess í júlí. Sædís Rún Heiðarsdóttir kemur inn fyrir Kristínu Dís Árnadóttur. Leikirnir gegn Bandaríkjunum verða fyrstu leikir Íslands síðan það tryggði sér sæti á EM í Sviss á næsta ári. Bandaríkin urðu Ólympíumeistarar í París í sumar og eru á toppi styrkleikalista FIFA. Ísland er í 13. sæti hans og hefur aldrei verið ofar. Landslið kvenna í fótbolta Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Sjá meira
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennlandsliðsins, sat fyrir svörum á blaðamannafundi á Laugardalsvelli í dag, eftir að hann hafði tilkynnt hópinn sem mætir Bandaríkjunum í tveimur vináttulandsleikjum seinna í þessum mánuði. Fyrri leikur Íslands og Bandaríkjanna fer fram í Austin, Texas 24. október. Þremur dögum síðar mætast liðin í Nashville, Tennessee. Þann 5. nóvember ganga Bandaríkjamenn svo að kjörborðinu og kjósa sér forseta. En hvorum megin stendur Þorsteinn í baráttunni um Hvíta húsið? „Ég bjóst ekki við þessari. Ég skal alveg viðurkenna það,“ sagði Þorsteinn áður en hann svaraði spurningunni óvæntu. „Ég veit það ekki. Mér finnst alveg gaman að Trump. Hann er svona skemmtiefni. Ég veit það ekki. Ég held að ég sé frekar Harris megin. Ég er samt ekkert þannig inni í pólitík í Bandaríkjunum að ég sé að hugsa þetta út frá ákveðnum hlutum. En mér finnst Trump ákveðið skemmtiefni en það er kannski ekki akkúrat það sem forseti Bandaríkjanna þarf að hafa.“ Þorsteinn gerði eina breytingu á landsliðshópnum frá síðustu leikjum þess í júlí. Sædís Rún Heiðarsdóttir kemur inn fyrir Kristínu Dís Árnadóttur. Leikirnir gegn Bandaríkjunum verða fyrstu leikir Íslands síðan það tryggði sér sæti á EM í Sviss á næsta ári. Bandaríkin urðu Ólympíumeistarar í París í sumar og eru á toppi styrkleikalista FIFA. Ísland er í 13. sæti hans og hefur aldrei verið ofar.
Landslið kvenna í fótbolta Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Sjá meira