Telur að Óli Björn líti svo á að VG hafi kastað stríðshanskanum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. október 2024 12:05 Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir að tími málamiðlana hjá stjórnarflokkunum sé í raun liðinn og að í raun sé eins konar starfsstjórn við lýði frekar en ríkisstjórn sem ætli sér að ná málamiðlunum um stór mál. Stöð 2/Sigurjón Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að framganga Vinstri grænna sé með þeim hætti að útilokað sé að réttlæta áframhaldandi samstarf við þá í ríkisstjórn og segir hingað og ekki lengra. Stjórnmálafræðiprófessor segir stjórnarflokkana líta svo á að samstarfinu sé efnislega lokið og að þeir séu hættir málamiðlunum. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var ómyrkur í máli í skoðanagrein sinni í Morgunblaði dagsins. Greinin ber yfirskriftina „Hingað og ekki lengra“ og þar segir hann langlundargeð sitt endanlega þrotið. Framganga VG sé þess eðlis að útilokað sé að réttlæta áframhaldandi samstarf. Hann vísar til hvalamálsins svokallaða og nú síðast til ályktana sem flokksmenn VG stóðu að á nýliðnum landsfundi sem Óli Björn segir að séu kaldar kveðjur til Sjálfstæðisflokksins. Í greininni upplýsir hann að ákvörðun núverandi formanns VG um að fresta hvalveiðum sumarið 2023 hefði haft mikil áhrif á þá ákvörðum hans að segja af sér sem þingflokksformaður. Þess má geta að Óli Björn baðst undan viðtali þegar fréttatofa leitaði til hans. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir greinina til marks um enn meiri misklíð. „Traustið á milli flokkanna er farið, Vinstri grænir lýsa því yfir á sínum landsfundi að þessu samstarfi sé í rauninni efnislega lokið og það kemur ekki á óvart að samstarfsflokkarnir taki því illa. Margir almennir þingmenn hafa bókstaflega verið bara æfir út í samstarfsflokkinn. Óli Björn hefur nú oft kveðið fastar að orði en forysta Sjálfstæðisflokksins hefur gert. Hann lítur svo á að stríðshanskanum hafi verið kastað af Vinstri grænum með þessari ályktun og hann er bara að gíra sig upp í átökin.“ Eins konar starfsstjórn í stað ríkisstjórnar Nú sé svo komið að stjórnarflokkarnir þrír stýri í raun sínum ráðuneytum í mun minna samráði við hina stjórnarflokkana. „Núna er í rauninni er til þess að gera bara starfsstjórn í landinu fremur heldur en ríkisstjórn sem ætlar sér að ná malamiðlunum um stór mál og við erum bara að stefna í kosningar.“ Þetta þurfi þó ekki að þýða að blásið verði til kosninga þegar í stað. „Aðalmálið er þetta að samstarfinu, í þeirri merkinu að ná breiðri málamiðlun um stór mál, því er lokið, flokkarnir eru að skerpa á áherslum sínum og andstæðum á milli flokkanna, þeir eru ekki að reyna að ná yfir þær heldur þvert á móti og við þetta ástand munum við búa þar til kosið verður,“ segir Eiríkur Bergmann. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Ríkisstjórnin á valdi „minnsta og veikasta“ flokksins „Framganga Vinstri grænna er með þeim hætti að útilokað er að réttlæta samstarf við þá í ríkisstjórn,“ segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Langlundargeð hans sé á þrotum. 9. október 2024 09:56 Svandís eigi ekki kröfu á að „starfa í skjóli Sjálfstæðisflokksins“ „Ekki verður séð hvernig ráðherra, sem virðir ekki gildandi lög vegna þess að hann telur þau úrelt eða þau samræmist ekki eigin pólitískum áherslum, geti gert kröfu til þess að starfa í skjóli Sjálfstæðisflokksins.“ 10. janúar 2024 07:37 Þingflokksformaður vill geta horft í spegil Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar virðast ekki útiloka stuðning við vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra, komi hún fram. Bæjarstjóri segir hvalveiðibannið risastórt mál í huga Sjálfstæðismanna og gerir fastlega ráð fyrir því að tillagan verði lögð fram ef athugun leiðir í ljós að stjórnsýslulög hafi verið brotin. 29. ágúst 2023 12:21 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var ómyrkur í máli í skoðanagrein sinni í Morgunblaði dagsins. Greinin ber yfirskriftina „Hingað og ekki lengra“ og þar segir hann langlundargeð sitt endanlega þrotið. Framganga VG sé þess eðlis að útilokað sé að réttlæta áframhaldandi samstarf. Hann vísar til hvalamálsins svokallaða og nú síðast til ályktana sem flokksmenn VG stóðu að á nýliðnum landsfundi sem Óli Björn segir að séu kaldar kveðjur til Sjálfstæðisflokksins. Í greininni upplýsir hann að ákvörðun núverandi formanns VG um að fresta hvalveiðum sumarið 2023 hefði haft mikil áhrif á þá ákvörðum hans að segja af sér sem þingflokksformaður. Þess má geta að Óli Björn baðst undan viðtali þegar fréttatofa leitaði til hans. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir greinina til marks um enn meiri misklíð. „Traustið á milli flokkanna er farið, Vinstri grænir lýsa því yfir á sínum landsfundi að þessu samstarfi sé í rauninni efnislega lokið og það kemur ekki á óvart að samstarfsflokkarnir taki því illa. Margir almennir þingmenn hafa bókstaflega verið bara æfir út í samstarfsflokkinn. Óli Björn hefur nú oft kveðið fastar að orði en forysta Sjálfstæðisflokksins hefur gert. Hann lítur svo á að stríðshanskanum hafi verið kastað af Vinstri grænum með þessari ályktun og hann er bara að gíra sig upp í átökin.“ Eins konar starfsstjórn í stað ríkisstjórnar Nú sé svo komið að stjórnarflokkarnir þrír stýri í raun sínum ráðuneytum í mun minna samráði við hina stjórnarflokkana. „Núna er í rauninni er til þess að gera bara starfsstjórn í landinu fremur heldur en ríkisstjórn sem ætlar sér að ná malamiðlunum um stór mál og við erum bara að stefna í kosningar.“ Þetta þurfi þó ekki að þýða að blásið verði til kosninga þegar í stað. „Aðalmálið er þetta að samstarfinu, í þeirri merkinu að ná breiðri málamiðlun um stór mál, því er lokið, flokkarnir eru að skerpa á áherslum sínum og andstæðum á milli flokkanna, þeir eru ekki að reyna að ná yfir þær heldur þvert á móti og við þetta ástand munum við búa þar til kosið verður,“ segir Eiríkur Bergmann.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Ríkisstjórnin á valdi „minnsta og veikasta“ flokksins „Framganga Vinstri grænna er með þeim hætti að útilokað er að réttlæta samstarf við þá í ríkisstjórn,“ segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Langlundargeð hans sé á þrotum. 9. október 2024 09:56 Svandís eigi ekki kröfu á að „starfa í skjóli Sjálfstæðisflokksins“ „Ekki verður séð hvernig ráðherra, sem virðir ekki gildandi lög vegna þess að hann telur þau úrelt eða þau samræmist ekki eigin pólitískum áherslum, geti gert kröfu til þess að starfa í skjóli Sjálfstæðisflokksins.“ 10. janúar 2024 07:37 Þingflokksformaður vill geta horft í spegil Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar virðast ekki útiloka stuðning við vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra, komi hún fram. Bæjarstjóri segir hvalveiðibannið risastórt mál í huga Sjálfstæðismanna og gerir fastlega ráð fyrir því að tillagan verði lögð fram ef athugun leiðir í ljós að stjórnsýslulög hafi verið brotin. 29. ágúst 2023 12:21 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
Ríkisstjórnin á valdi „minnsta og veikasta“ flokksins „Framganga Vinstri grænna er með þeim hætti að útilokað er að réttlæta samstarf við þá í ríkisstjórn,“ segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Langlundargeð hans sé á þrotum. 9. október 2024 09:56
Svandís eigi ekki kröfu á að „starfa í skjóli Sjálfstæðisflokksins“ „Ekki verður séð hvernig ráðherra, sem virðir ekki gildandi lög vegna þess að hann telur þau úrelt eða þau samræmist ekki eigin pólitískum áherslum, geti gert kröfu til þess að starfa í skjóli Sjálfstæðisflokksins.“ 10. janúar 2024 07:37
Þingflokksformaður vill geta horft í spegil Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar virðast ekki útiloka stuðning við vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra, komi hún fram. Bæjarstjóri segir hvalveiðibannið risastórt mál í huga Sjálfstæðismanna og gerir fastlega ráð fyrir því að tillagan verði lögð fram ef athugun leiðir í ljós að stjórnsýslulög hafi verið brotin. 29. ágúst 2023 12:21