Ríkisstjórnin á valdi „minnsta og veikasta“ flokksins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. október 2024 09:56 „Nei takk,“ segir Óli Björn um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. Vísir/Vilhelm „Framganga Vinstri grænna er með þeim hætti að útilokað er að réttlæta samstarf við þá í ríkisstjórn,“ segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Langlundargeð hans sé á þrotum. Í aðsendri grein í Morgunblaðinu segir Óli Björn að Vinstri grænir undir forystu Svandísar Svavarsdóttur, sem hann taldi einn klókasta stjórnmálamann samtímans, í raun hafa bundið enda á ríkisstjórnarsamstarfið. Ói Björn segir marga kjósendur Sjálfstæðisflokksins hafa verið ósátta við þá ákvörðun að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram í kjölfar þess að Svandís, þá matvælaráðherra, frestaði hvalveiðum. Honum hefði sjálfum þótt ákvörðun ráðherra „blaut tuska“ í andlit þingmanna samstarfsflokkanna. „Vantraust mitt í garð Vinstri grænna vegna þessa hafði mikil áhrif á þá ákvörðun mína að segja af mér sem þingflokksformaður fyrir rúmu ári. Þingflokksformaður stærsta stjórnarflokks sem treystir ekki ráðherrum samstarfsflokks getur illa rækt skyldur sínar. Ég verð að viðurkenna að það voru mistök af minni hálfu að hafa ekki gengið lengra,“ segir Óli Björn í greininni. Það hafi legið fyrir frá upphafi að ríkisstjórnarsamstarfið yrði ekki án málamiðlana. Reyndin hefði hins vegar orðið sú að málamiðlanirnar hefðu ekki alltaf endurspeglað þá staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn væri fjölmennasti þingflokkurinn í ríkisstjórninni og á Alþingi. Sáttfýsi Sjálfstæðismanna hefði reynst þeim dýrkeypt og flokknum sendar kaldar kveðjur á nýafstöðnum landsfundi Vinstri grænna. „Hægriöflin (Sjálfstæðisflokkurinn) voru sögð þjóna sérhagsmunum en ekki almannahagsmunum og ala á útlendingaandúð. Gömul úrelt slagorð um auðstéttina og fjármagnsöflin fengu inni í ályktunum fundarins,“ segir Óli Björn. Landsfundurinn hafi verið til marks um að ríkisstjórnin gæti aðeins haldið áfram á forsendum „minnsta og veikasta“ stjórnmálaflokksins. „Slík ríkisstjórn nær aldrei árangri enda búin að missa erindi sitt. Það eina sem hægt er að segja er einfalt og skýrt: Nei, takk,“ segir Óli Björn. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Í aðsendri grein í Morgunblaðinu segir Óli Björn að Vinstri grænir undir forystu Svandísar Svavarsdóttur, sem hann taldi einn klókasta stjórnmálamann samtímans, í raun hafa bundið enda á ríkisstjórnarsamstarfið. Ói Björn segir marga kjósendur Sjálfstæðisflokksins hafa verið ósátta við þá ákvörðun að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram í kjölfar þess að Svandís, þá matvælaráðherra, frestaði hvalveiðum. Honum hefði sjálfum þótt ákvörðun ráðherra „blaut tuska“ í andlit þingmanna samstarfsflokkanna. „Vantraust mitt í garð Vinstri grænna vegna þessa hafði mikil áhrif á þá ákvörðun mína að segja af mér sem þingflokksformaður fyrir rúmu ári. Þingflokksformaður stærsta stjórnarflokks sem treystir ekki ráðherrum samstarfsflokks getur illa rækt skyldur sínar. Ég verð að viðurkenna að það voru mistök af minni hálfu að hafa ekki gengið lengra,“ segir Óli Björn í greininni. Það hafi legið fyrir frá upphafi að ríkisstjórnarsamstarfið yrði ekki án málamiðlana. Reyndin hefði hins vegar orðið sú að málamiðlanirnar hefðu ekki alltaf endurspeglað þá staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn væri fjölmennasti þingflokkurinn í ríkisstjórninni og á Alþingi. Sáttfýsi Sjálfstæðismanna hefði reynst þeim dýrkeypt og flokknum sendar kaldar kveðjur á nýafstöðnum landsfundi Vinstri grænna. „Hægriöflin (Sjálfstæðisflokkurinn) voru sögð þjóna sérhagsmunum en ekki almannahagsmunum og ala á útlendingaandúð. Gömul úrelt slagorð um auðstéttina og fjármagnsöflin fengu inni í ályktunum fundarins,“ segir Óli Björn. Landsfundurinn hafi verið til marks um að ríkisstjórnin gæti aðeins haldið áfram á forsendum „minnsta og veikasta“ stjórnmálaflokksins. „Slík ríkisstjórn nær aldrei árangri enda búin að missa erindi sitt. Það eina sem hægt er að segja er einfalt og skýrt: Nei, takk,“ segir Óli Björn.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira