Svandís eigi ekki kröfu á að „starfa í skjóli Sjálfstæðisflokksins“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. janúar 2024 07:37 Grein Óla Bjarnar virðist benda til þess að Sjálfstæðismenn telji sér ekki skylt að verja Svandísi vantrausti. „Ekki verður séð hvernig ráðherra, sem virðir ekki gildandi lög vegna þess að hann telur þau úrelt eða þau samræmist ekki eigin pólitískum áherslum, geti gert kröfu til þess að starfa í skjóli Sjálfstæðisflokksins.“ Þetta segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag, þar sem hann fjallar um viðbrögð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra við áliti Umboðsmanns Alþingis um ákvörðun hennar að stöðva hvalveiðar tímabundið vegna dýraverndarsjónarmiða. Menn fylgjast nú grannt með því hvort málið muni sprengja ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa staðfest að þeir hyggist leggja fram vantraust á ráðherra ef stjórnvöld grípa ekki til ráðstafana að eigin frumkvæði. Grein Óla Bjarnar virðist benda til þess að að minnsta kosti einhverjir þingmenn Sjálfstæðisflokksins myndu styðja tillöguna. Þess má geta að greininni hefur verið deilt á Facebook af flokksbróður Óla, Jóni Gunnarssyni fyrrverandi dómsmálaráðherra. Jón hefur áður sagt að hann hafi aðeins verið varinn vantrausti af þingmönnum Vinstri grænna gegn því að hann yrði látinn víkja sem ráðherra. Þó hafði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins tilkynnt í upphafi kjörtímabilsins að Jón myndi hætta sem dómsmálaráðherra eftir átján mánuði og Guðrún Hafsteinsdóttir taka við. „Pólitískir einfeldningar“ Í grein sinni fjallar Óli Björn um forsendur og skilyrði stjórnarsamstarfs Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna og segir löngum hafa verið ljóst að langt væri á milli flokkanna í mörgum málum. Sanngjarnar málamiðlanir væru nauðsynlegar og sömuleiðis trúnaður og traust. Ákvörðun Svandísar um að stöðva hvalveiðar klukkustundum áður en þær áttu að hefjast hefði komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Óli Björn og fleiri hefðu þá haldið því fram sem umboðsmaður hefði staðfest nú, að ráðherra hefði farið gegn lögum, ekki gætt meðalhófs né fylgt sanngjarnri og hófsamri stjórnsýslu. „Matvælaráðherra segist taka álit umboðsmanns alvarlega en ætlar að sitja sem fastast,“ segir Óli Björn. „Matvælaráðherra telur réttlætanlegt að ganga gegn lögum, meðalhófsreglu og stjórnarskrárbundnum réttindum, vegna þess að í gildi séu, að hans mati, úrelt lög sem þurfi að breyta - uppfæra til nútímans!“ Óli Björn fullyrðir að gagnrýni á stjórnsýslu ráðherra hafi ekkert haft með hvalveiðar að gera heldur valdbeitingu ráðherra. „Enginn - hvort sem viðkomandi er fylgjandi eða andvígur hvalveiðum - getur sætt sig við að ráðherra fari með valdheimildir sínar með þeim hætti sem matvælaráðherra hefur gert,“ segir hann. Matvælaráðherra muni þannig ekki geta gert kröfu til þess að „starfa í skjóli Sjálfstæðisflokksins“. „Ráðherra sem hunsar eindreginn vilja meirihluta stjórnarþingmanna nýtur hvorki trausts né trúnaðar. Aðeins pólitískir einfeldningar geta talið sér trú um annað.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingi Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir VG hafi varið ráðherra Sjálfstæðisflokksins vantrausti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ekki tímabært að tjá sig um boðaða vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra en bendir á að Vinstri Grænir hafi varið ráðherra Sjálfstæðisflokksins vantrausti þegar á það reyndi. 9. janúar 2024 13:46 Ákvörðun Svandísar hafi verið í samræmi við mat sérfræðinga Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, um tímabundna frestun upphafs hvalveiða var í samræmi við mat og ráðgjöf sérfræðinga matvælaráðuneytisins. 9. janúar 2024 11:41 Áhyggjuefni að umboðsmaður setji dýravelferð til hliðar í álitinu Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) segir það vonbrigði að umboðsmaður Alþingis gefi gömlum hvalveiðilögum meira vægi en nýjum dýraverndarlögum í nýju áliti sínu um hvalveiðar. 9. janúar 2024 08:36 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar á börnum geta skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira
Þetta segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag, þar sem hann fjallar um viðbrögð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra við áliti Umboðsmanns Alþingis um ákvörðun hennar að stöðva hvalveiðar tímabundið vegna dýraverndarsjónarmiða. Menn fylgjast nú grannt með því hvort málið muni sprengja ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa staðfest að þeir hyggist leggja fram vantraust á ráðherra ef stjórnvöld grípa ekki til ráðstafana að eigin frumkvæði. Grein Óla Bjarnar virðist benda til þess að að minnsta kosti einhverjir þingmenn Sjálfstæðisflokksins myndu styðja tillöguna. Þess má geta að greininni hefur verið deilt á Facebook af flokksbróður Óla, Jóni Gunnarssyni fyrrverandi dómsmálaráðherra. Jón hefur áður sagt að hann hafi aðeins verið varinn vantrausti af þingmönnum Vinstri grænna gegn því að hann yrði látinn víkja sem ráðherra. Þó hafði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins tilkynnt í upphafi kjörtímabilsins að Jón myndi hætta sem dómsmálaráðherra eftir átján mánuði og Guðrún Hafsteinsdóttir taka við. „Pólitískir einfeldningar“ Í grein sinni fjallar Óli Björn um forsendur og skilyrði stjórnarsamstarfs Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna og segir löngum hafa verið ljóst að langt væri á milli flokkanna í mörgum málum. Sanngjarnar málamiðlanir væru nauðsynlegar og sömuleiðis trúnaður og traust. Ákvörðun Svandísar um að stöðva hvalveiðar klukkustundum áður en þær áttu að hefjast hefði komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Óli Björn og fleiri hefðu þá haldið því fram sem umboðsmaður hefði staðfest nú, að ráðherra hefði farið gegn lögum, ekki gætt meðalhófs né fylgt sanngjarnri og hófsamri stjórnsýslu. „Matvælaráðherra segist taka álit umboðsmanns alvarlega en ætlar að sitja sem fastast,“ segir Óli Björn. „Matvælaráðherra telur réttlætanlegt að ganga gegn lögum, meðalhófsreglu og stjórnarskrárbundnum réttindum, vegna þess að í gildi séu, að hans mati, úrelt lög sem þurfi að breyta - uppfæra til nútímans!“ Óli Björn fullyrðir að gagnrýni á stjórnsýslu ráðherra hafi ekkert haft með hvalveiðar að gera heldur valdbeitingu ráðherra. „Enginn - hvort sem viðkomandi er fylgjandi eða andvígur hvalveiðum - getur sætt sig við að ráðherra fari með valdheimildir sínar með þeim hætti sem matvælaráðherra hefur gert,“ segir hann. Matvælaráðherra muni þannig ekki geta gert kröfu til þess að „starfa í skjóli Sjálfstæðisflokksins“. „Ráðherra sem hunsar eindreginn vilja meirihluta stjórnarþingmanna nýtur hvorki trausts né trúnaðar. Aðeins pólitískir einfeldningar geta talið sér trú um annað.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingi Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir VG hafi varið ráðherra Sjálfstæðisflokksins vantrausti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ekki tímabært að tjá sig um boðaða vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra en bendir á að Vinstri Grænir hafi varið ráðherra Sjálfstæðisflokksins vantrausti þegar á það reyndi. 9. janúar 2024 13:46 Ákvörðun Svandísar hafi verið í samræmi við mat sérfræðinga Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, um tímabundna frestun upphafs hvalveiða var í samræmi við mat og ráðgjöf sérfræðinga matvælaráðuneytisins. 9. janúar 2024 11:41 Áhyggjuefni að umboðsmaður setji dýravelferð til hliðar í álitinu Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) segir það vonbrigði að umboðsmaður Alþingis gefi gömlum hvalveiðilögum meira vægi en nýjum dýraverndarlögum í nýju áliti sínu um hvalveiðar. 9. janúar 2024 08:36 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar á börnum geta skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira
VG hafi varið ráðherra Sjálfstæðisflokksins vantrausti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ekki tímabært að tjá sig um boðaða vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra en bendir á að Vinstri Grænir hafi varið ráðherra Sjálfstæðisflokksins vantrausti þegar á það reyndi. 9. janúar 2024 13:46
Ákvörðun Svandísar hafi verið í samræmi við mat sérfræðinga Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, um tímabundna frestun upphafs hvalveiða var í samræmi við mat og ráðgjöf sérfræðinga matvælaráðuneytisins. 9. janúar 2024 11:41
Áhyggjuefni að umboðsmaður setji dýravelferð til hliðar í álitinu Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) segir það vonbrigði að umboðsmaður Alþingis gefi gömlum hvalveiðilögum meira vægi en nýjum dýraverndarlögum í nýju áliti sínu um hvalveiðar. 9. janúar 2024 08:36